Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. apríl 2018 19:15 Leikmenn ÍBV fagna fyrr á tímabilinu. Magnús er fyrir miðri mynd, númer fjögur. vísir/valli „Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.” Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. „ Þetta var bara sanngjarnt, það var betra liðið sem vann. Það er gott fyrir okkur að klára þetta í tveimur leikjum uppá Evrópukeppnina að gera,“ sagði Magnús, en ÍBV er einnig komið í undanúrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku líkt og fyrri leikur liðanna og segir Magnús að það hafi lítið komið sér á óvart enda var búið að draga línuna fyrir þetta einvígi „Við bjuggumst alveg við þessu. Dómararnir mega eiga það að þeir tóku ekki þátt í neinu bulli. Menn fengu bara tvær mínútur og rauð spjöld fyrir það sem þeir áttu skilið. Við vissum alveg að ÍR myndi mæta og hleypa þessu uppí smá vitleysu, það er þeirra leið til að mæta okkur.“ Eftir síðasta leik lét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, stór orð falla um Magnús. Bjarni talaði þar um að Magnús hafi lengi stundað það að meiða leikmenn viljandi til þess að vinna leiki. „Þetta viðtal kom verst út fyrir Bjarna, þetta var kjánalegt hjá honum. Þetta voru mjög alvarlegar ásakanir. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann sent einhvern á sjúkralista og hvað þá viljandi. Það má þá kíkja þessi þrjú til fjögur ár aftur í tímann og finna þann leikmann. Þetta er eitthvað „mind games“ hjá Bjarna sem er bara minni maður fyrir vikið. Þetta voru stór orð hjá honum.” Samkvæmt heimildum Vísir.is þá gekk Bjarni að Magnúsi eftir leik í Vestmannaeyjum og hótaði honum fyrir leikinn í dag. Magnús vildi ekki hafa orð Bjarna eftir. „Það er ekki birtingahæft. Ég get ekki sagt þetta, það var það ljótt að ég verð að sleppa þessu. Það var ýmislegt sagt og mjög ljótt, en alvarlegra en í þessu umrædda viðtali. Ég hafði meira álit á honum en þetta og það fór allt í þessu hvísli hjá honum til mín eftir leik. Honum hlýtur að líða eitthvað illa og verður að ná sér bara.”
Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira