Ríki heims verða að binda enda á mismunun í garð stúlkna Heimsljós kynnir 11. október 2018 16:00 Alþjóðadagur stúlkubarnsins. Ljósmynd frá Úganda. gunnisal. „Ríki heims verða að grípa til árangursríkra aðgerða til að binda enda á mismunun og kynbundið ofbeldi í garð stúlka,“ segir í yfirlýsingu mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkubarnsins, sem er í dag, 11. október. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja sérfræðingarnir að þörf sé skjótra aðgerða til þess að stelpur verði fullgildir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Í yfirlýsingunni segir að brýnt sé að verja þær framfarir sem orðið hafa á síðustu árum en jafnframt þurfi að halda áfram af fullum þunga í átt að algeru jafnrétti. „Skaðlegar staðalímyndir og fordómar sem tengjast aldri og kyni halda oft aftur af stelpum og setja þær í hættulegar aðstæður.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að alþjóðasamfélagið hafi með Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna skuldbundið sig til þess að skapa heim þar sem stelpum sé tryggð uppvaxtarskilyrði án mismununar og kynbundis ofbeldis – og þar sem hvorki kyn eða aldur tálmi leið þeirra að jöfnum tækifærum og valdeflingu á öllum sviðum. „Engu að síður eru þessar skuldbindingar enn ófullnægjandi og hætta er á afturför sem myndi leiða til þess að of margar stelpur verði útundan.“ Sérfræðingahópurinn vísar sérstaklega til fimm Heimsmarkmiða í þessu samhengi, markmiðsins um útrýmingu fátæktar (1), markmiðsins um mikilvægi menntunar (4), markmiðs um atvinnutækifæri og hagvöxt (8) og markmiðsins um frið og réttlæti (16).Veggspjald úr herferðinni "Sterkar stelpur - sterk samfélög" sem haldin var fyrir nokkrum árum„Um heim allan er stúlkum neitað um jafnrétti til menntunar, heilsu, menningarlífs, ennfremur innan fjölskyldna og í samfélögum þeirra, með þeim hætti sem takmarkar val þeirra og kosti,“ segja sérfræðingarnir og vísa til gagna frá UNICEF sem sýni að læsi stúlkna er lakara en stráka, þær fái minni heilsugæslu og þær séu almennt fátækari en strákar. „Í of mörgum löndum er ríghaldið í lög sem mismuna stúlkum í málaflokkum eins og í erfðarétti og giftingaraldri. Í of mörgum fjölskyldum og samfélögum er viðhaldið skaðlegum hefðum eins og barnahjónaböndum, útilokun meðan á blæðingum stendur og limlestingum á kynfærum stelpna,“ segir í yfirlýsingunni. Í lok hennar segir að stelpur standi oft frammi fyrir tvöfaldri mismunum, bæði vegna kyns og aldurs, sem leitist við að þagga niður í þeim og sýna þær veikburða og máttlitlar. „En stelpur um allan heim eru sterkar, hugrakkar, gáfaðar og hæfileikamiklar. Við verðum að hlusta á hvað þær hafa að segja, gefa þeim tækifæri til að ná árangri. Og við verðum að virða, vernda og uppfylla öll mannréttindi þeirra.“Í íslenskri utanríkisstefnu er sem kunnug er lögð mikil áhersla á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna sem endurspeglast bæði í þróunarsamvinnu og í málsvarastarfi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er starfræktur á Íslandi, sem hluti af þróunarsamvinnu utanríkisráðuneytisins, sem með þverfaglegum rannsóknum, kennslu og miðlun stuðlar að kynjajafnrétti og félagslegu réttlæti í þróunarlöndum og á átakasvæðum. Alþjóðadagur stúlkubarnsins var fyrst haldinn árið 2012.Yfirlýsingin í heild.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent
„Ríki heims verða að grípa til árangursríkra aðgerða til að binda enda á mismunun og kynbundið ofbeldi í garð stúlka,“ segir í yfirlýsingu mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkubarnsins, sem er í dag, 11. október. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja sérfræðingarnir að þörf sé skjótra aðgerða til þess að stelpur verði fullgildir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins. Í yfirlýsingunni segir að brýnt sé að verja þær framfarir sem orðið hafa á síðustu árum en jafnframt þurfi að halda áfram af fullum þunga í átt að algeru jafnrétti. „Skaðlegar staðalímyndir og fordómar sem tengjast aldri og kyni halda oft aftur af stelpum og setja þær í hættulegar aðstæður.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að alþjóðasamfélagið hafi með Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna skuldbundið sig til þess að skapa heim þar sem stelpum sé tryggð uppvaxtarskilyrði án mismununar og kynbundis ofbeldis – og þar sem hvorki kyn eða aldur tálmi leið þeirra að jöfnum tækifærum og valdeflingu á öllum sviðum. „Engu að síður eru þessar skuldbindingar enn ófullnægjandi og hætta er á afturför sem myndi leiða til þess að of margar stelpur verði útundan.“ Sérfræðingahópurinn vísar sérstaklega til fimm Heimsmarkmiða í þessu samhengi, markmiðsins um útrýmingu fátæktar (1), markmiðsins um mikilvægi menntunar (4), markmiðs um atvinnutækifæri og hagvöxt (8) og markmiðsins um frið og réttlæti (16).Veggspjald úr herferðinni "Sterkar stelpur - sterk samfélög" sem haldin var fyrir nokkrum árum„Um heim allan er stúlkum neitað um jafnrétti til menntunar, heilsu, menningarlífs, ennfremur innan fjölskyldna og í samfélögum þeirra, með þeim hætti sem takmarkar val þeirra og kosti,“ segja sérfræðingarnir og vísa til gagna frá UNICEF sem sýni að læsi stúlkna er lakara en stráka, þær fái minni heilsugæslu og þær séu almennt fátækari en strákar. „Í of mörgum löndum er ríghaldið í lög sem mismuna stúlkum í málaflokkum eins og í erfðarétti og giftingaraldri. Í of mörgum fjölskyldum og samfélögum er viðhaldið skaðlegum hefðum eins og barnahjónaböndum, útilokun meðan á blæðingum stendur og limlestingum á kynfærum stelpna,“ segir í yfirlýsingunni. Í lok hennar segir að stelpur standi oft frammi fyrir tvöfaldri mismunum, bæði vegna kyns og aldurs, sem leitist við að þagga niður í þeim og sýna þær veikburða og máttlitlar. „En stelpur um allan heim eru sterkar, hugrakkar, gáfaðar og hæfileikamiklar. Við verðum að hlusta á hvað þær hafa að segja, gefa þeim tækifæri til að ná árangri. Og við verðum að virða, vernda og uppfylla öll mannréttindi þeirra.“Í íslenskri utanríkisstefnu er sem kunnug er lögð mikil áhersla á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna sem endurspeglast bæði í þróunarsamvinnu og í málsvarastarfi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er starfræktur á Íslandi, sem hluti af þróunarsamvinnu utanríkisráðuneytisins, sem með þverfaglegum rannsóknum, kennslu og miðlun stuðlar að kynjajafnrétti og félagslegu réttlæti í þróunarlöndum og á átakasvæðum. Alþjóðadagur stúlkubarnsins var fyrst haldinn árið 2012.Yfirlýsingin í heild.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent