Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. desember 2018 12:09 Skúli Mogensen er forstjóri og stofnandi WOW air. Hér er hann í símanum í höfuðstöðvum WOW í Katrínartúni í dag. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04