Lífið

Biskupinn biður Grande afsökunar

Andri Eysteinsson skrifar
Biskupinn Ellis hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa haldið um brjóst söngkonunnar Ariönu Grande
Biskupinn Ellis hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa haldið um brjóst söngkonunnar Ariönu Grande Vísir/AP
Biskupinn Charles H Ellis III ,sem stýrði útför söngkonunnar Arethu Franklin í heimaborg hennar Detroit í gær, hefur nú beðið söngkonuna Ariönu Grande afsökunar á því að hann hafi þuklað á henni.

Jarðarför Franklin var með glæsilegasta móti, athöfnin var sjö klukkutímar að lengd og fluttu til dæmis Chaka Khan, Stevie Wonder og Jennifer Hudson lög auk Ariönu Grande. Ellis tók á móti Grande á sviðinu eftir að hún hafði lokið flutningi sínum á laginu (You Make Me Feel Like) A Natural Woman.

Sjáanlegt er á myndum að biskupinn greip ofarlega um líkama söngkonunnar og þrýsti fingrunum að brjósti Grande.

Fjölmargir netnotendur birtu myndir af atvikinu á Twitter með myllumerkinu #respectAriana. Sjá má nokkrar færslur neðst í fréttinni.

Segist kannski hafa farið yfir strikið.

Í viðtali við fréttaveituna AP sagði Ellis að það hafi aldrei verið ásetningur hans að snerta brjóst nokkurrar konu.

„Kannski fór ég yfir strikið, kannski var ég of vinalegur en ég biðst afsökunar.“ Einnig sagði Ellis að hann hafi tekið utan um alla flytjendurna sem stigu á svið í athöfninni.

„Ég faðmaði alla kvenflytjendurna og alla karlflytjendurna, allir sem fóru á sviðið, ég tók í hendina á þeim og faðmaði þau,“ sagði Ellis og bætti við „Það síðasta sem ég vil er að skyggja á daginn, dagurinn er alfarið um Arethu Franklin.“

Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell.

Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.

Baðst einnig afsökunar á brandara.

Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. 

Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.


Tengdar fréttir

Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar

Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.