Forstjóri OR fær þrjár milljónir eftir hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fær rúmar 619 þúsund krónur greiddar ofan á grunnlaun sem hafa nú hækkað Vísir/STefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn tillögu starfskjaranefndar félagsins um að rétt væri að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um 6,9 prósent. Með hækkuninni fara grunnlaun Bjarna úr 2.220.870 krónum í 2.374.110 krónur og hækka því um rúmar 153 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 1,8 milljónir á ári. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í febrúar í fyrra hækkaði stjórn OR líka laun Bjarna þá um 8,6 prósent. Við það fóru heildarlaun forstjórans í um 2,8 milljónir króna sem skýrist af því að ofan á grunnlaun forstjórans lagðist í fyrra 147 þúsund króna greiðsla á mánuði, eða sem nemur mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum þar sem forstjóri nýtur ekki afnota af bifreið í eigu OR.Sjá einnig: Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011Við það bættust síðan tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Bjarni gegnir enn stjórnarformennsku í þessum dótturfélögum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OR hefur þóknun Bjarna fyrir stjórnarformennskuna hækkað síðan í fyrra og nemur nú 243.836 krónum fyrir hvort félag. Reiknuð bifreiðahlunnindi hafa á móti lækkað og eru nú 132.111 krónur. Eftir hækkunina nú í febrúar nema heildarlaun forstjóra OR því 2.993.893 krónum á mánuði. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra þá námu mánaðarlaun forstjóra OR 1.340 þúsund krónum árið 2011 þegar Bjarni tók við forstjórastarfinu og hafa því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Til samanburðar þá nema heildarlaun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, rúmum tveimur milljónum króna á mánuði að föstum starfskostnaði og þóknun vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu meðtöldum. Samkvæmt ársreikningi OR nam hagnaður félagsins 16,3 milljörðum króna en um helmingur hagnaðarins er til kominn vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði. Stærstu eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28 Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 26. febrúar síðastliðinn tillögu starfskjaranefndar félagsins um að rétt væri að hækka grunnlaun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um 6,9 prósent. Með hækkuninni fara grunnlaun Bjarna úr 2.220.870 krónum í 2.374.110 krónur og hækka því um rúmar 153 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 1,8 milljónir á ári. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í febrúar í fyrra hækkaði stjórn OR líka laun Bjarna þá um 8,6 prósent. Við það fóru heildarlaun forstjórans í um 2,8 milljónir króna sem skýrist af því að ofan á grunnlaun forstjórans lagðist í fyrra 147 þúsund króna greiðsla á mánuði, eða sem nemur mánaðarlegu skattmati ríkisskattstjóra á hlunnindum þar sem forstjóri nýtur ekki afnota af bifreið í eigu OR.Sjá einnig: Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011Við það bættust síðan tvisvar sinnum 230 þúsund krónur á mánuði fyrir að gegna stjórnarformennsku í tveimur dótturfélögum OR, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Bjarni gegnir enn stjórnarformennsku í þessum dótturfélögum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OR hefur þóknun Bjarna fyrir stjórnarformennskuna hækkað síðan í fyrra og nemur nú 243.836 krónum fyrir hvort félag. Reiknuð bifreiðahlunnindi hafa á móti lækkað og eru nú 132.111 krónur. Eftir hækkunina nú í febrúar nema heildarlaun forstjóra OR því 2.993.893 krónum á mánuði. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra þá námu mánaðarlaun forstjóra OR 1.340 þúsund krónum árið 2011 þegar Bjarni tók við forstjórastarfinu og hafa því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Til samanburðar þá nema heildarlaun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, rúmum tveimur milljónum króna á mánuði að föstum starfskostnaði og þóknun vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu meðtöldum. Samkvæmt ársreikningi OR nam hagnaður félagsins 16,3 milljörðum króna en um helmingur hagnaðarins er til kominn vegna reiknaðra framtíðartekna af rafmagnssölu sem tengd er álverði. Stærstu eigendur Orkuveitu Reykjavíkur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28 Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Meirihlutinn í OR vill greiða út 750 milljóna króna arð Sjálfstæðismenn telja stjórnina brjóta eigin reglur. 3. apríl 2017 11:28
Stjórn Orkuveitunnar hefur hækkað forstjóralaunin um 108 prósent frá 2011 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í janúar að hækka laun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um 8,6 prósent frá 1. febrúar. 24. febrúar 2017 07:00