Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 14:30 Skarphéðinn Berg Steinarrson tók nýlega við starfi ferðamálastjóra. vísir/gva Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira