Telur óeðlilegt að Tripadvisor eignist stóran hluta af bókunarkerfi ferðaþjónustunnar Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2018 14:30 Skarphéðinn Berg Steinarrson tók nýlega við starfi ferðamálastjóra. vísir/gva Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Ferðamálastjóri segir ekki ásættanlegt að ferðarisinn Tripadvisor hafi eignast íslenska fyrirtækið Bókun og þannig komist yfir upplýsingar um allar bókanir og söluverð síðustu ára auk upplýsinga um hvernig salan fór fram, hverjir pöntuðu og ýmislegt fleira.Greint var frá því nýlega að bandaríska fyrirtækið Tripadvisor hefði keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bókun. Þar með eru ítarlegar upplýsingar um bókanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja nokkur ár aftur í tímann komnar í hendur Tripadvisor sem er risi á bókunarmarkaði á netinu.Íslenska fyrirtækið Bókun ehf. var stofnað árið 2012samsettÞróun sem þurfi að snúa við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur áhyggjur af því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu sífellt að greiða meira í þóknun til erlendra bókunarsíðna. „Og þetta er þróun sem við verðum að snúa við. Við heyrum þóknunartölur upp á allt að 35 prósent. Það sér hver maður að það er ekki hægt að greiða það af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Það sem ég hef áhyggjur af er að þarna er ein af þessum stóru alþjóðlegu bókunarsíðum að kaupa bókunarkerfi sem hefur verið allsráðandi í íslenskri ferðaþjónustu og í því bókunarkerfi er að finna mjög nákvæmar upplýsingar um sölu þessara fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann,“ segir Skarphéðinn Berg. Hann telji ekki gott að fyrirtæki eins og Tripadvisor búi yfir svo nákvæmum og viðkvæmum upplýsingum mjög stórs hluta allra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Ekki liggi fyrir hvort íslensku fyrirtækin geti farið fram á að fá þessar upplýsingar til baka og þeim verði eytt í gagnagrunnum Tripadvisor.Hverasvæðið í Haukadal er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna.Vísir/ErnirÆtti að vera forgangsmál „En það finnst mér full ástæða til að kanna því þarna inni eru upplýsingar um hver einasta viðskiptavin undanfarin ár. Hvernig hann keypti, hvar hann keypti, borgaði fyrir og hver voru afsláttarkjörin og með hverjum hann ferðaðist. Þetta eru nokkuð nákvæmar upplýsingar sem ég held að sé óheppilegt að séu hjá svona aðila þegar kemur að því að vinna í að lækka söluþóknun til erlendra bókunarsíðna. En það hlýtur að vera eitt af forgangsmálum í ferðaþjónustu,“ segir ferðamálastjóri. Eðlilegt sé að erlendar ferðaskriftstofur hafi tekjur af því að selja ferðir til Íslands eins og íslenskrar ferðaskrifstofur til annarra landa. Hins vegar séu þóknanir hjá svona stórum aðilum orðnar allt of háar og veiti Tripadvisor einstakan og víðtækan aðgang að viðskiptasögu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Þetta er ekkert ósvipað og ef heildsalar eða þeir sem flyttu inn vörur væru með samtengt birgðakerfi og síðan kæmi ráðandi aðili á smásölumarkaði og keypti þetta birgðakerfi. Það sér hver maður að það er ekki eðlilegt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira