Kengsington höll hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu þar sem kemur í ljós að Karl Bretaprins muni leiða Megan Markle að altarinu.
Allt er að verða klárt fyrir stóru stundina á morgun en brúðkaupið verður í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala og hefst athöfnin klukkan 11 á morgun að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma.
Kapellan var byggð árið 1475 og hafa ýmsar konunglegar athafnir farið þar fram í gegnum aldirnar, þar á meðal skírn Harry árið 1984 og blessun borgaralegs hjónabands Karls og Camillu Parker-Bowles árið 2005. Hér má lesa allt um brúðkaupið á morgun en Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast náið með gangi mála.
An update on the #RoyalWedding: pic.twitter.com/wfJ6ZFyzHi
— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) May 18, 2018