Þar kemur fram að fjölskyldan hafi stofnað minningarsjóðinn í kjölfar þess að elsti bróðir hans lést árið 2002.
„Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf ætlað mér að gera en aldrei haft mig í vegna gríðarlega lítils líkamlegs forms – en nú öllum afsökunum lokið af minni hálfu og ég ætla að láta slag standa.“
Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns verðlaunar framúrskarandi tónlistarfólk árlega.
„Ég yrði afar þakklátur fyrir ykkar stuðning í þessu verkefni og hvet alla til að styrkja þennan frábæra sjóð.“