Kanye West í skrautlegu viðtali hjá Kimmel: „Allt sem ég segi er frábært“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. ágúst 2018 12:30 Kanye West er einn vinsælasti tónlistarmaður heims. Rapparinn skrautlegi Kanye West var gestur hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi og fór hann mikinn eins og vanalega í viðtölum. Þar ræddi hann til að mynda Donald Trump og fund hans með Kim Kardashian, eiginkonu West. Tilefni fundarins var að ræða umbætur í fangelsismálum og þá sérstaklega mál 63 ára gamallar konu sem var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og hefur nú þegar afplánað rúm tuttugu ár. „Hún hefur ótrúlega mikla ástríðu fyrir svona verkefnum og það var ótrúlegt að fylgjast með henni í þessu ferli.“ Kimmel bar síðan fram þessa spurningu: Varst þú einhver tímann hræddur um að hugsa til þessa að konan þín væri ein í herbergi með Donald Trump?„Hann er glaumgosi, svo eitt er víst,“ sagði West og hló. „Mér líkar í raun og veru vel við það að finna fyrir reiði frá fólki gagnvart mér,“ sagði Kanye í tengslum við stuðning hans opinberlega við Donald Trump á sínum tíma. Í gegnum tíðina hefur Kanye sagt fullt af hlutum sem hefur farið illa í almenning.En sér hann eftir einhverju sem hann hefur sagt?„Mér finnst fólk einbeita sér of mikið af fortíðinni og eftirsjá. Ég hef oft heyrt um sögutíma í skólum en það er ekki til áfangi sem heitir framtíðaráfanginn. Við einbeitum okkur svo mikið af sagnfræði að við erum alltaf hrædd um að sagan endurtaki sig. Stundum þurfum við að vera óhrædd að segja nákvæmlega hvað okkur finnst, og hugsa ekki endilega alltaf út í afleiðingarnar. Ég ætla halda áfram Jimmy... því allt sem ég segi er frábært,“ sagði Kanye og hélt auðvitað áfram og talaði í mjög myndrænu máli. „Við ofverndum alla í kringum okkur. Það eru alltaf allir hræddir um einhver meiðist eða verði særður. Getur þú ímyndað þér hvað fjölmiðlafulltrúa mínum fannst um það að ég væri að fara sjónvarpsviðtal? Ég er bara að mæta hingað út af því að mér finnst það geggjað og ég elska Jimmy.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við West. Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Rapparinn skrautlegi Kanye West var gestur hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi og fór hann mikinn eins og vanalega í viðtölum. Þar ræddi hann til að mynda Donald Trump og fund hans með Kim Kardashian, eiginkonu West. Tilefni fundarins var að ræða umbætur í fangelsismálum og þá sérstaklega mál 63 ára gamallar konu sem var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og hefur nú þegar afplánað rúm tuttugu ár. „Hún hefur ótrúlega mikla ástríðu fyrir svona verkefnum og það var ótrúlegt að fylgjast með henni í þessu ferli.“ Kimmel bar síðan fram þessa spurningu: Varst þú einhver tímann hræddur um að hugsa til þessa að konan þín væri ein í herbergi með Donald Trump?„Hann er glaumgosi, svo eitt er víst,“ sagði West og hló. „Mér líkar í raun og veru vel við það að finna fyrir reiði frá fólki gagnvart mér,“ sagði Kanye í tengslum við stuðning hans opinberlega við Donald Trump á sínum tíma. Í gegnum tíðina hefur Kanye sagt fullt af hlutum sem hefur farið illa í almenning.En sér hann eftir einhverju sem hann hefur sagt?„Mér finnst fólk einbeita sér of mikið af fortíðinni og eftirsjá. Ég hef oft heyrt um sögutíma í skólum en það er ekki til áfangi sem heitir framtíðaráfanginn. Við einbeitum okkur svo mikið af sagnfræði að við erum alltaf hrædd um að sagan endurtaki sig. Stundum þurfum við að vera óhrædd að segja nákvæmlega hvað okkur finnst, og hugsa ekki endilega alltaf út í afleiðingarnar. Ég ætla halda áfram Jimmy... því allt sem ég segi er frábært,“ sagði Kanye og hélt auðvitað áfram og talaði í mjög myndrænu máli. „Við ofverndum alla í kringum okkur. Það eru alltaf allir hræddir um einhver meiðist eða verði særður. Getur þú ímyndað þér hvað fjölmiðlafulltrúa mínum fannst um það að ég væri að fara sjónvarpsviðtal? Ég er bara að mæta hingað út af því að mér finnst það geggjað og ég elska Jimmy.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við West.
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira