Ásett verð er um 110 milljónir en fasteignamatið mun vera 87,8 milljónir. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og stendur það á 899 fermetra lóð.
Kjartan Sveinsson var menntaður byggingatæknifræðingur frá Katrineholms-tækniskólanum í Svíþjóð, þaðan sem hann útskrifaðist 1955, eftir að hafa áður lært húsasmíði hér heima. Á löngum starfsferli var hann óhemju afkastamikill, en hann lét ekki af störfum fyrr en hátt á áttræðisaldri en hann lést árið 2014. Kjartan setti óneitanlega svip sinn á íslenskt umhverfi til frambúðar.
Húsið við Háaleitisbrautina var byggt árið 1967 en inni í eigninni eru alls fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Ekki skemmir fyrir að fallegur garðskáli stendur við eignina.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.






