Hvítt fyrir karlmennina Ritstjórn skrifar 17. janúar 2018 13:45 Virgil Abloh, hönnuður Off White, þakkar fyrir sýninguna. Hér lengst til hægri. Glamour/Getty Off-White sýndi vetrarlínu sína fyrir karlmennina fyrr í dag, en þar má segja að Virgil Abloh, hönnuður tískuhússins, hafi aðeins fetað á nýjar slóðir. Off-White hefur hingað til alltaf verið þekkt sem mikið götumerki, með stórum bolum, gallabuxum og einkennandi svörtu röndum sem líkjast límbandi. Nú má segja að Virgil sé að fara sig aðeins meira yfir í klæðskerann, þar sem stakir jakkar og jakkaföt voru áberandi. Virgil hélt reyndar vel í götustíls-útlitið, þar sem strigaskór voru nánast sett við hvert einasta dress. Áberandi litir voru hvítur frá toppi til táar, en einnig sást mikið af rauða litnum. Buxurnar eru ennþá beinar, hvort sem talar er um gallabuxur eða aðrar. Stuttir jakkar með mjög síðum ermum, og einnig hettupeysur undir frakka. Snið og heildarútlið kom að vísu ekkert sérstaklega mikið á óvart, en gaman var að sjá Virgil fara út í meira klæðskerasniðin fatnað. Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Reese og Nicole snúa aftur á skjáinn Glamour FKA Twigs tekur Nike í nýja stefnu Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Halda í köflótta mynstrið í London Glamour Fyrsta herralína Stella McCartney lítur dagsins ljós Glamour Smekkbuxur fyrir karlmenn Glamour
Off-White sýndi vetrarlínu sína fyrir karlmennina fyrr í dag, en þar má segja að Virgil Abloh, hönnuður tískuhússins, hafi aðeins fetað á nýjar slóðir. Off-White hefur hingað til alltaf verið þekkt sem mikið götumerki, með stórum bolum, gallabuxum og einkennandi svörtu röndum sem líkjast límbandi. Nú má segja að Virgil sé að fara sig aðeins meira yfir í klæðskerann, þar sem stakir jakkar og jakkaföt voru áberandi. Virgil hélt reyndar vel í götustíls-útlitið, þar sem strigaskór voru nánast sett við hvert einasta dress. Áberandi litir voru hvítur frá toppi til táar, en einnig sást mikið af rauða litnum. Buxurnar eru ennþá beinar, hvort sem talar er um gallabuxur eða aðrar. Stuttir jakkar með mjög síðum ermum, og einnig hettupeysur undir frakka. Snið og heildarútlið kom að vísu ekkert sérstaklega mikið á óvart, en gaman var að sjá Virgil fara út í meira klæðskerasniðin fatnað.
Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Reese og Nicole snúa aftur á skjáinn Glamour FKA Twigs tekur Nike í nýja stefnu Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Halda í köflótta mynstrið í London Glamour Fyrsta herralína Stella McCartney lítur dagsins ljós Glamour Smekkbuxur fyrir karlmenn Glamour