Lífið

Mariah Carey opnar sig um glímuna við geðhvörf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carey tjáir sig um veikindi sín.
Carey tjáir sig um veikindi sín. Visir/Getty
Söngdívan Mariah Carey var greind með geðhvarfasýki árið 2001. Hún opnar sig um málið í viðtali við tímaritið People.

Carey hefur unnið fimm Grammy-verðlaun á sínum ferli og verið ein vinsælasta söngkona heims síðustu tuttugu ár.

„Ég vona að einn daginn komist fólk á þann stað að maður sé ekki stimplaður geðveikur. Það getur verið mjög einangrandi að takast á við svona sjúkdóm. Sjúkdómurinn þarf ekki að skilgreina þig og ég neita að leyfa honum að skilgreina mig,“ segir Carey meðan annars í viðtalinu.

„Ég var logandi hrædd við að missa allt og því sannfærði ég sjálfan mig að eina leiðin til að takast á við þetta, væri að sleppa því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.