Seinni bylgjan: Fimm bestu sem komast ekki í B-landsliðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. september 2018 14:30 S2 Sport Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta valdi á dögunum B-landsliðshóp sem æfir um næstu helgi. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru yfir topp 5 lista þeirra leikmanna sem ekki voru valdir. Í B-landsliðið koma saman leikmenn eingöngu úr Olísdeild karla. Þetta er verkefni sem HSÍ vill halda gangandi, þarna koma saman leikmenn sem eru kannski ekki komnir á þann stað að komast í A-landsliðið en geta æft saman og sannað sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Í hópnum að þessu sinni eru menn á borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson. En hvaða leikmenn mega vera nokkuð svekktir yfir því að vera ekki í þessum tuttugu manna æfingahóp? Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman lista yfir topp 5 leikmenn sem misstu af sæti í hópnum. Selfyssingurinn Hergeir Grímsson er í fimmta sæti og í fjórða sæti er Júlíus Þórir Stefánsson. Félagi hans hjá Aftureldingu Böðvar Páll Ásgeirsson er í þriðja sæti. Í öðru sæti er Sveinn Andri Sveinsson hjá ÍR. „Kannski okkar efnilegasti miðjumaður svona fyrir utan Hauk. Er spilari, stjórnar ÍR núna meira, og ég var bara svolítið hissa á að hann væri ekki valinn. Ég verð bara að segja það Gummi,“ sagði Jóhann Gunnar og ávarpaði þar landsliðsþjálfarann í gegnum víðtækin. Efstur á þessum topplista er Theodór Sigurbjörnsson, Íslands- og bikarmeistari með ÍBV. „Hann er með einn hægri hornamann í þessum hópi, Kristján Orri, fullkomlega verðskuldað. Ég veit ekki afhverju Teddi er ekki. Hann gaf einhvern tíman ekki kost á sér, er Gummi kominn í fýlu út í hann? Ég veit það ekki.“ „Skrítið að hann sé ekki nefndur þarna og valinn því hann var byrjaður að spila aðeins í A-landsliðinu og stóð sig frábærlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla yfirferðina á listanum og stórbrotið augnablik þar sem hann kallar Júlíus Þóri „Úlíus“ má sjá í klippunni hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30 Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta valdi á dögunum B-landsliðshóp sem æfir um næstu helgi. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru yfir topp 5 lista þeirra leikmanna sem ekki voru valdir. Í B-landsliðið koma saman leikmenn eingöngu úr Olísdeild karla. Þetta er verkefni sem HSÍ vill halda gangandi, þarna koma saman leikmenn sem eru kannski ekki komnir á þann stað að komast í A-landsliðið en geta æft saman og sannað sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Í hópnum að þessu sinni eru menn á borð við Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson. En hvaða leikmenn mega vera nokkuð svekktir yfir því að vera ekki í þessum tuttugu manna æfingahóp? Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman lista yfir topp 5 leikmenn sem misstu af sæti í hópnum. Selfyssingurinn Hergeir Grímsson er í fimmta sæti og í fjórða sæti er Júlíus Þórir Stefánsson. Félagi hans hjá Aftureldingu Böðvar Páll Ásgeirsson er í þriðja sæti. Í öðru sæti er Sveinn Andri Sveinsson hjá ÍR. „Kannski okkar efnilegasti miðjumaður svona fyrir utan Hauk. Er spilari, stjórnar ÍR núna meira, og ég var bara svolítið hissa á að hann væri ekki valinn. Ég verð bara að segja það Gummi,“ sagði Jóhann Gunnar og ávarpaði þar landsliðsþjálfarann í gegnum víðtækin. Efstur á þessum topplista er Theodór Sigurbjörnsson, Íslands- og bikarmeistari með ÍBV. „Hann er með einn hægri hornamann í þessum hópi, Kristján Orri, fullkomlega verðskuldað. Ég veit ekki afhverju Teddi er ekki. Hann gaf einhvern tíman ekki kost á sér, er Gummi kominn í fýlu út í hann? Ég veit það ekki.“ „Skrítið að hann sé ekki nefndur þarna og valinn því hann var byrjaður að spila aðeins í A-landsliðinu og stóð sig frábærlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Alla yfirferðina á listanum og stórbrotið augnablik þar sem hann kallar Júlíus Þóri „Úlíus“ má sjá í klippunni hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30 Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. 25. september 2018 10:30
Seinni bylgjan: Óskiljanlegasta rauða spjaldið til þessa Fjöldi rauðra spjalda í upphafi móts í Olísdeild karla hefur verið mikið í umræðunni. Í Safamýrinni um helgina fóru tvö rauð spjöld á loft. 25. september 2018 08:00