Það verður áhugi á Tryggva í 2. umferð Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. júní 2018 11:30 Tryggvi í leik með íslenska landsliðinu á Eurobasket í Finnlandi síðasta haust. Tæpar þrjár vikur eru í nýliðaval NBA-deildarinnar sem fram fer í New York-borg en ágætis líkur eru á því að íslenskt nafn verði kallað upp í annað sinn í sögu nýliðavalsins. Tryggvi Hlinason, miðherjinn frá Svartárkoti í Bárðardal sem leikur með Valencia í ACB-deildinni á Spáni, skráði nafn sitt í nýliðavalið og réð sér umboðsmann í von um að verða valinn. Gæti hann með því fetað í fótspor miðherjans Péturs Guðmundssonar sem var valinn með 61. valrétti til Portland Trailblazers árið 1981 en Pétur er eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA-deildinni. Pétur lék með Portland Trailblazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á fjórum árum sínum í deildinni.Líklegur í annarri umferð Tryggvi sló rækilega í gegn með U20 ára landsliði Íslands á Evrópumótinu í Grikklandi í fyrra en það vakti athygli fjölmiðla vestanhafs. ESPN fjallaði um Tryggva sem fyrrverandi bónda sem kynntist körfubolta árið 2013 og var skyndilega kominn á sjónarsvið NBA-liða. Fjöldi liða voru með njósnara á sínum snærum á mótinu þar sem hann skilaði 19,7 stigum, 14,1 frákasti, 3,8 vörðum skotum og 2,3 stoðsendingum að meðaltali í leik og sýndi lipra takta á báðum endum vallarins. Við fengum Jonathan Givony, sérfræðing ESPN, til að rýna í möguleika Tryggva á að vera valinn og hvað það þýddi ef hann yrði ekki valinn en hann var ágætlega bjartsýnn fyrir hönd Íslendingsins. „Ég spyr lið ekki oft hvaða leikmann þau eru að horfa á en ég býst við því að það verði mikill áhugi á honum í seinni umferðinni. Það eru ekki margir frábærir leikmenn frá Evrópu þetta árið svo lið með fleiri en einn valrétt eru líkleg til að horfa til leikmanna eins og hans,“ segir Jonathan og heldur áfram: „Þá ertu að tryggja þér réttindin á honum, það gefur honum tækifæri til að spila áfram í Evrópu næstu ár og bæta sig. Hann er enn þá svolítið óslípaður enda ekki búinn að æfa lengi en hann getur tekið miklum framförum á næstu árum. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann yrði valinn seint í annarri umferð.“ Verði hann ekki valinn getur hann reynt aftur á næsta ári en leikmenn sem koma frá Evrópu mega skrá sig í nýliðaval NBA-deildarinnar þrisvar. Þá getur hann skráð sig úr nýliðavalinu þar til 11. júní næstkomandi en nýliðavalið er 21. júní. „Það yrði ekkert endilega slæmt ef hann færi aftur til Valencia, fengi að spila meira og sanna sig og reyndi aftur á næsta ári þegar það stefnir í að nýliðavalið sé ekki jafn sterkt heilt yfir. Það er auðvitað erfitt að segja ár fram í tímann en þannig er staðan núna,“ segir Jonathan og bætir við: „Fyrst og fremst vantar hann reynslu, þetta er stórt stökk að taka úr íslensku deildinni sem hann var ekkert að ráða ríkjum í, yfir í evrópskan körfubolta og þaðan í NBA-deildina. Hann þarf fleiri mínútur og að safna sér reynslu til að vera tilbúinn fyrir NBA-deildina.“Man ekki eftir sögu eins og hans Umboðsmaður Tryggva er ekki af verri gerðinni, Bill Duffy heitir hann og var á sínum tíma leikmaður Denver Nuggets, en hann hefur aðstoðað ýmsar stjörnur úr NBA-deildinni undanfarna áratugi. Var hann umboðsmaður Steve Nash og kínverska turnsins Yao Ming en í dag er hann fulltrúi leikmanna á borð við Andrew Wiggins, Rajon Rondo, Joakim Noah og Jahlil Okafor. Þá var hann á sínum tíma umboðsmaður Jóns Arnórs Stefánssonar og er fulltrúi Luka Doncic í nýliðavalinu í sumar, slóvenska bakvarðarins sem þykir líklegur sem fyrsti valréttur hjá Phoenix Suns. „Það hjálpar honum að vera hjá umboðsmanni eins og honum,“ segir Jonathan og bætir við: „Markaðurinn fyrir leikmenn eins og hann, stóran miðherja, fer minnkandi miðað við spilamennsku NBA-deildarinnar í dag. Minni og hreyfanlegri framherjar sem geta skotið vel eru í tísku, sem hjálpar honum ekki en það ætti ekki að útiloka möguleikana hans.“ Öll lið deildarinnar voru með erlendan leikmann í sínum herbúðum í upphafi tímabils en Jonathan segir að bakgrunnur Tryggva sé einstakur og að hann hafi vakið athygli í Bandaríkjunum. „Þetta er mögnuð saga sem vakti mikla athygli þegar við sögðum frá þessu, þegar það kom í ljós að hann ætlaði í nýliðavalið vaknaði áhugi á honum á ný,“ segir Jonathan sem man ekki eftir annarri eins sögu. „Ég man ekki eftir manni sem var að raka hey og keyra traktor í stað þess að æfa og vera kominn í NBA-deildina innan nokkurra ára þótt það hafi komið margir áhugaverðir karakterar og sögur um þá í deildina,“ segir hann hlæjandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Tæpar þrjár vikur eru í nýliðaval NBA-deildarinnar sem fram fer í New York-borg en ágætis líkur eru á því að íslenskt nafn verði kallað upp í annað sinn í sögu nýliðavalsins. Tryggvi Hlinason, miðherjinn frá Svartárkoti í Bárðardal sem leikur með Valencia í ACB-deildinni á Spáni, skráði nafn sitt í nýliðavalið og réð sér umboðsmann í von um að verða valinn. Gæti hann með því fetað í fótspor miðherjans Péturs Guðmundssonar sem var valinn með 61. valrétti til Portland Trailblazers árið 1981 en Pétur er eini Íslendingurinn sem hefur leikið í NBA-deildinni. Pétur lék með Portland Trailblazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á fjórum árum sínum í deildinni.Líklegur í annarri umferð Tryggvi sló rækilega í gegn með U20 ára landsliði Íslands á Evrópumótinu í Grikklandi í fyrra en það vakti athygli fjölmiðla vestanhafs. ESPN fjallaði um Tryggva sem fyrrverandi bónda sem kynntist körfubolta árið 2013 og var skyndilega kominn á sjónarsvið NBA-liða. Fjöldi liða voru með njósnara á sínum snærum á mótinu þar sem hann skilaði 19,7 stigum, 14,1 frákasti, 3,8 vörðum skotum og 2,3 stoðsendingum að meðaltali í leik og sýndi lipra takta á báðum endum vallarins. Við fengum Jonathan Givony, sérfræðing ESPN, til að rýna í möguleika Tryggva á að vera valinn og hvað það þýddi ef hann yrði ekki valinn en hann var ágætlega bjartsýnn fyrir hönd Íslendingsins. „Ég spyr lið ekki oft hvaða leikmann þau eru að horfa á en ég býst við því að það verði mikill áhugi á honum í seinni umferðinni. Það eru ekki margir frábærir leikmenn frá Evrópu þetta árið svo lið með fleiri en einn valrétt eru líkleg til að horfa til leikmanna eins og hans,“ segir Jonathan og heldur áfram: „Þá ertu að tryggja þér réttindin á honum, það gefur honum tækifæri til að spila áfram í Evrópu næstu ár og bæta sig. Hann er enn þá svolítið óslípaður enda ekki búinn að æfa lengi en hann getur tekið miklum framförum á næstu árum. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann yrði valinn seint í annarri umferð.“ Verði hann ekki valinn getur hann reynt aftur á næsta ári en leikmenn sem koma frá Evrópu mega skrá sig í nýliðaval NBA-deildarinnar þrisvar. Þá getur hann skráð sig úr nýliðavalinu þar til 11. júní næstkomandi en nýliðavalið er 21. júní. „Það yrði ekkert endilega slæmt ef hann færi aftur til Valencia, fengi að spila meira og sanna sig og reyndi aftur á næsta ári þegar það stefnir í að nýliðavalið sé ekki jafn sterkt heilt yfir. Það er auðvitað erfitt að segja ár fram í tímann en þannig er staðan núna,“ segir Jonathan og bætir við: „Fyrst og fremst vantar hann reynslu, þetta er stórt stökk að taka úr íslensku deildinni sem hann var ekkert að ráða ríkjum í, yfir í evrópskan körfubolta og þaðan í NBA-deildina. Hann þarf fleiri mínútur og að safna sér reynslu til að vera tilbúinn fyrir NBA-deildina.“Man ekki eftir sögu eins og hans Umboðsmaður Tryggva er ekki af verri gerðinni, Bill Duffy heitir hann og var á sínum tíma leikmaður Denver Nuggets, en hann hefur aðstoðað ýmsar stjörnur úr NBA-deildinni undanfarna áratugi. Var hann umboðsmaður Steve Nash og kínverska turnsins Yao Ming en í dag er hann fulltrúi leikmanna á borð við Andrew Wiggins, Rajon Rondo, Joakim Noah og Jahlil Okafor. Þá var hann á sínum tíma umboðsmaður Jóns Arnórs Stefánssonar og er fulltrúi Luka Doncic í nýliðavalinu í sumar, slóvenska bakvarðarins sem þykir líklegur sem fyrsti valréttur hjá Phoenix Suns. „Það hjálpar honum að vera hjá umboðsmanni eins og honum,“ segir Jonathan og bætir við: „Markaðurinn fyrir leikmenn eins og hann, stóran miðherja, fer minnkandi miðað við spilamennsku NBA-deildarinnar í dag. Minni og hreyfanlegri framherjar sem geta skotið vel eru í tísku, sem hjálpar honum ekki en það ætti ekki að útiloka möguleikana hans.“ Öll lið deildarinnar voru með erlendan leikmann í sínum herbúðum í upphafi tímabils en Jonathan segir að bakgrunnur Tryggva sé einstakur og að hann hafi vakið athygli í Bandaríkjunum. „Þetta er mögnuð saga sem vakti mikla athygli þegar við sögðum frá þessu, þegar það kom í ljós að hann ætlaði í nýliðavalið vaknaði áhugi á honum á ný,“ segir Jonathan sem man ekki eftir annarri eins sögu. „Ég man ekki eftir manni sem var að raka hey og keyra traktor í stað þess að æfa og vera kominn í NBA-deildina innan nokkurra ára þótt það hafi komið margir áhugaverðir karakterar og sögur um þá í deildina,“ segir hann hlæjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira