Lífið

Emmsjé Gauti og Keli tókust á í búrinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosaleg glíma.
Rosaleg glíma.
Emmsjé Gauti heldur af stað í tónleikaferðalag í dag þar sem hann spilar á 13 tónleikum á 13 dögum.

Með honum í för eru þeir Keli trommari og DJ Björn Valur og munu þeir birta þrettán vefþætti eftir hverja tónleika hér á Vísi.

Strákarnir hafa verið að æfa í Mjölni fyrir túrinn og inni á YouTube-síðu Mjölnis MMA má sjá skemmtilegt myndband þegar Gauti og Keli tóku góða glímu á dögunum enda var Keli sannfærður um að hann gæti tekið Gauta.

Emmsjé Gauti var aftur á móti á því að það væru núll prósent líkur á því að Keli myndi vinna hann í búrinu.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þeim í glímu.

Strákarnir komu einnig fram í Íslandi í dag í gær þar sem þeir sögðu nánar frá tónleikaferðinni og nýrri plötu sem þeir eru með í bígerð þar sem þeir endurgera fræg íslensk lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.