Eyðimerkurgöngu Íslands í Eurovision langt frá því að vera lokið að mati erlendra blaðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2018 11:00 Ari Ólafsson flytur lagið Our Choice í Eurovision. RÚV Það blæs ekki byrlega með Ara Ólafssyni fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, eða ef marka má umsagnir erlendra blaðamanna um lagið sem hann flytur Our Choice. Ari stígur á svið í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal næstkomandi þriðjudagskvöld en undanfarnir dagar hafa farið í æfingar og blaðamannafundi þar sem lagið er kynnt. Þeir blaðamenn sem hafa fylgst með æfingunum úti eru á því að eyðimerkurganga Íslands í Eurovision muni halda áfram þetta árið, það er að Ísland komist ekki í úrslit keppninnar í ár, líkt og þrjú síðustu ár. Anthony Granger, hjá Eurovix, hefur fylgst með æfingum Ara, þar á meðal æfingunni sem átti sér stað í dag.Granger er þeirrar skoðunar að Ari muni ekki komast upp úr undanriðlinum. Blaðamaður breska dagblaðsins Metro, Benny Royston, segir hins vegar að Ari eigi möguleika á að komast í úrslit Eurovision. Að hans mati er Ara frábær söngvari og engin furða að hann sé ein af efnilegustu stjörnum Íslands. „Við erum afar hrifin af þessu framlagi og það á möguleika á að komast í úrslitin í næstu viku.“Á vef Eurovisionary er farið yfir æfingar Ara en það gera Josef frá Tékklandi, Jens Erik frá Danmörku og Michael frá Bretlandi. Allir eru þeirrar skoðunar að Ari sé frábær söngvari og flutningur hans magnaður, en atriðið muni gleymast innan um fjölda góðra laga í keppninni.Atriðið gamaldags „Málið er að Ari er svo elskulegur en ég verð alltaf fyrir vonbrigðum þegar ég hugsa til þess að þetta sé það sem hann þarf að gera í Eurovision. Ég vona að honum gangi vel, en þessi jakki þarf að fara. Hann er ungur piltur en þessi jakki lætur hann líta út fyrir að vera fjörutíu ára gamlan raulara,“ segir Chris hjá Eurovision-síðunni Wiwi Bloggs eftir að hafa fylgst með æfingu Ara. Félagi hans hjá Wiwi Blogg, Padraig, segir að einfalt sé að segja að Ari sé frábær söngvari og manneskja en Eurovision sé söngvakeppni, ekki keppni í geðfelldni. „Hann er ekki með lag og sviðsetningin ekki til staðar,“ segir Padraig og vill meina að atriðið líti út fyrir að vera frá níunda áratug síðustu aldar þegar Írinn Johnny Logan átti Eurovision. „Jakkinn gerir hann svo aldraðan, mjög gamaldags. Hann er nítján ára og enginn sem er nítján ára myndi ganga í svona fötum,“ segir Padraig sem á ekki von á að Ísland komist í úrslit.Frábær flytjandi sem á skilið betra lag Og það eru fleiri sem hafa fylgst með æfingum Ara. Hér fyrir neðan má sjá þá Matt, Sean og Efe hjá ESC United fara yfir æfingu Ara en þeir eru ekki bjartsýnir fyrir hans hönd. Umfjöllun þeirra um Ara byrjar þegar tvær mínútur og átján sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þeir benda á að lagið hafi ekki verið ofarlega í spám en eru þeirrar skoðunar að lítið hafi breyst eftir æfingar Ara í Altice-höllinni. Þeim finnst lagið og atriðið gamaldags og að lagið sem ballaða sé ekki nógu öflugt fyrir Eurovision. Allir eru þeir á því að Ari sé frábær flytjandi en eigi þó skilið betra lag. Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30 Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir gerir fötin sem íslenski Eurovision hópurinn klæðist í Lissabon. Jakkinn hans Ara hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru íslenskar rúnir enda segir hönnuðurinn að Ari sé boðberi jákvæðni. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira
Það blæs ekki byrlega með Ara Ólafssyni fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, eða ef marka má umsagnir erlendra blaðamanna um lagið sem hann flytur Our Choice. Ari stígur á svið í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal næstkomandi þriðjudagskvöld en undanfarnir dagar hafa farið í æfingar og blaðamannafundi þar sem lagið er kynnt. Þeir blaðamenn sem hafa fylgst með æfingunum úti eru á því að eyðimerkurganga Íslands í Eurovision muni halda áfram þetta árið, það er að Ísland komist ekki í úrslit keppninnar í ár, líkt og þrjú síðustu ár. Anthony Granger, hjá Eurovix, hefur fylgst með æfingum Ara, þar á meðal æfingunni sem átti sér stað í dag.Granger er þeirrar skoðunar að Ari muni ekki komast upp úr undanriðlinum. Blaðamaður breska dagblaðsins Metro, Benny Royston, segir hins vegar að Ari eigi möguleika á að komast í úrslit Eurovision. Að hans mati er Ara frábær söngvari og engin furða að hann sé ein af efnilegustu stjörnum Íslands. „Við erum afar hrifin af þessu framlagi og það á möguleika á að komast í úrslitin í næstu viku.“Á vef Eurovisionary er farið yfir æfingar Ara en það gera Josef frá Tékklandi, Jens Erik frá Danmörku og Michael frá Bretlandi. Allir eru þeirrar skoðunar að Ari sé frábær söngvari og flutningur hans magnaður, en atriðið muni gleymast innan um fjölda góðra laga í keppninni.Atriðið gamaldags „Málið er að Ari er svo elskulegur en ég verð alltaf fyrir vonbrigðum þegar ég hugsa til þess að þetta sé það sem hann þarf að gera í Eurovision. Ég vona að honum gangi vel, en þessi jakki þarf að fara. Hann er ungur piltur en þessi jakki lætur hann líta út fyrir að vera fjörutíu ára gamlan raulara,“ segir Chris hjá Eurovision-síðunni Wiwi Bloggs eftir að hafa fylgst með æfingu Ara. Félagi hans hjá Wiwi Blogg, Padraig, segir að einfalt sé að segja að Ari sé frábær söngvari og manneskja en Eurovision sé söngvakeppni, ekki keppni í geðfelldni. „Hann er ekki með lag og sviðsetningin ekki til staðar,“ segir Padraig og vill meina að atriðið líti út fyrir að vera frá níunda áratug síðustu aldar þegar Írinn Johnny Logan átti Eurovision. „Jakkinn gerir hann svo aldraðan, mjög gamaldags. Hann er nítján ára og enginn sem er nítján ára myndi ganga í svona fötum,“ segir Padraig sem á ekki von á að Ísland komist í úrslit.Frábær flytjandi sem á skilið betra lag Og það eru fleiri sem hafa fylgst með æfingum Ara. Hér fyrir neðan má sjá þá Matt, Sean og Efe hjá ESC United fara yfir æfingu Ara en þeir eru ekki bjartsýnir fyrir hans hönd. Umfjöllun þeirra um Ara byrjar þegar tvær mínútur og átján sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þeir benda á að lagið hafi ekki verið ofarlega í spám en eru þeirrar skoðunar að lítið hafi breyst eftir æfingar Ara í Altice-höllinni. Þeim finnst lagið og atriðið gamaldags og að lagið sem ballaða sé ekki nógu öflugt fyrir Eurovision. Allir eru þeir á því að Ari sé frábær flytjandi en eigi þó skilið betra lag.
Eurovision Tengdar fréttir Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30 Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir gerir fötin sem íslenski Eurovision hópurinn klæðist í Lissabon. Jakkinn hans Ara hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru íslenskar rúnir enda segir hönnuðurinn að Ari sé boðberi jákvæðni. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira
Sjáðu brot frá fyrstu æfingu Ara Ólafs Eurovision-farinn Ari Ólafsson er mættur til Lissabon en hann kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í keppninni 8. maí. 30. apríl 2018 12:30
Fötin hans Ara vísa í eldgos og ástríðueldinn Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir gerir fötin sem íslenski Eurovision hópurinn klæðist í Lissabon. Jakkinn hans Ara hefur þegar vakið mikla athygli en þar eru íslenskar rúnir enda segir hönnuðurinn að Ari sé boðberi jákvæðni. 2. maí 2018 06:00