Lífið

Eitt besta danspar landsins fór á kostum sem eldri borgarar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nicolò og Sara voru frábær í gærkvöldi.
Nicolò og Sara voru frábær í gærkvöldi.
Atvinnudansparið Sara Rós Jakobsdóttir  og Nicolò Barbizi komu fram í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. Bæði voru þau í gervi eldriborgara og var atriðið stórbrotið.

Parið komst meðal annars í úrslit í 10 dönsum á Evrópumeistaramóti 8. mars og hafnaði parið í sjötta sæti á mótinu.

Það er í fyrsta skipti sem að íslenskt danspar kemst í úrslit á Evrópumeistaramóti í þeim flokki og því langbesti árangurinn. Sara og Nivoló komu síðan til Íslands og kepptu um helgina á Íslandsmeistaramóti í 10 dönsum, DSÍ Open Latin og DSÍ Open Standard, og sigruðu alla flokkana.

Parið býr í Danmörku og æfa þar, en keppa ávallt fyrir Íslands hönd. Hér að neðan má sjá atriðið þeirra frá því í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.