Reiðir yfir konu í Battlefield V Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 15:30 Konan umdeilda. Fjölmargir hafa brugðist reiðir við því að kona hafi birst í stiklu leiksins Battlefield V sem opinberuð var í gær en konuna má einnig finna veggspjaldi leiksins. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að þeldökkur maður berjist í sömu sveit og áðurnefnd kona gegn þýskum nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Gagnrýnendur hafa gripið til Twitter, Reddit og gert athugasemdir við myndbandið á Youtube. Gagnrýnin virðist að miklu leyti snúast að því að vera konunnar í leiknum angi af pólitískum réttrúnaði og skorti á sögulegri nákvæmni í nýjasta leik sænsku framleiðendanna Dice. Gagnrýnendur hafa notast við #NotMyBattlefield til að lýsa yfir vonbrigðum sínum og er það ekki í fyrsta sinn sem þetta kassamerki lítur dagsins ljós. Þegar Battlefield 1 leit dagsins ljós gripu margir til þess til að gagnrýna að þeldökkur maður væri á einu veggspjaldi leiksins. Sjá má stikluna hér að neðan.Þessi umræða er, svo það sé sagt hreint út, heimskuleg. Í fyrsta lagi er Battlefield V tölvuleikur og í fyrri leikjum seríunnar hafa framleiðendur þeirra aldrei lagt mikið upp úr því að leikirnir endurspegli söguna og fylgi reglum þess tíma sem leikurinn á að gerast til hins ýtrasta. Má þar sérstaklega nefna síðasta leik sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar tóku Dice sér mikið skáldaleyfi með vopn tímabilsins, farartæki og ýmis önnur atriði. Þá má benda á að konur tóku þátt í bardögum í seinni heimsstyrjöldinni, þó þær hafi ef til vill ekki verið gífurlega margar. Þar á meðal var rússneska leyniskyttan Lyudmila Pavlichenko sem sögð er hafa skotið minnst 309 nasista til bana í seinni heimsstyrjöldinni. Konur börðust einnig í frönsku andspyrnuhreyfingunni. Pólska konan Wanda Gertz barðist bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Þar að auki börðust fjölmargir þeldökkir menn í seinni heimsstyrjöldinni. Einnig má nefna leikinn Battlefield 2142, þar sem spilarar börðust í stærðarinnar vélmennum. Raunveruleiki hefur aldrei verið markmið Battlefield. Eins og einn af framleiðendum leiksins orðaði það á Twitter: „Við munum alltaf setja skemmtun ofar raunveruleika.“We will always put fun over authentic :) https://t.co/JGLfZh7CfO — Aleksander Grøndal (@Alekssg) May 24, 2018 Leikjavísir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Fjölmargir hafa brugðist reiðir við því að kona hafi birst í stiklu leiksins Battlefield V sem opinberuð var í gær en konuna má einnig finna veggspjaldi leiksins. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að þeldökkur maður berjist í sömu sveit og áðurnefnd kona gegn þýskum nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Gagnrýnendur hafa gripið til Twitter, Reddit og gert athugasemdir við myndbandið á Youtube. Gagnrýnin virðist að miklu leyti snúast að því að vera konunnar í leiknum angi af pólitískum réttrúnaði og skorti á sögulegri nákvæmni í nýjasta leik sænsku framleiðendanna Dice. Gagnrýnendur hafa notast við #NotMyBattlefield til að lýsa yfir vonbrigðum sínum og er það ekki í fyrsta sinn sem þetta kassamerki lítur dagsins ljós. Þegar Battlefield 1 leit dagsins ljós gripu margir til þess til að gagnrýna að þeldökkur maður væri á einu veggspjaldi leiksins. Sjá má stikluna hér að neðan.Þessi umræða er, svo það sé sagt hreint út, heimskuleg. Í fyrsta lagi er Battlefield V tölvuleikur og í fyrri leikjum seríunnar hafa framleiðendur þeirra aldrei lagt mikið upp úr því að leikirnir endurspegli söguna og fylgi reglum þess tíma sem leikurinn á að gerast til hins ýtrasta. Má þar sérstaklega nefna síðasta leik sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar tóku Dice sér mikið skáldaleyfi með vopn tímabilsins, farartæki og ýmis önnur atriði. Þá má benda á að konur tóku þátt í bardögum í seinni heimsstyrjöldinni, þó þær hafi ef til vill ekki verið gífurlega margar. Þar á meðal var rússneska leyniskyttan Lyudmila Pavlichenko sem sögð er hafa skotið minnst 309 nasista til bana í seinni heimsstyrjöldinni. Konur börðust einnig í frönsku andspyrnuhreyfingunni. Pólska konan Wanda Gertz barðist bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Þar að auki börðust fjölmargir þeldökkir menn í seinni heimsstyrjöldinni. Einnig má nefna leikinn Battlefield 2142, þar sem spilarar börðust í stærðarinnar vélmennum. Raunveruleiki hefur aldrei verið markmið Battlefield. Eins og einn af framleiðendum leiksins orðaði það á Twitter: „Við munum alltaf setja skemmtun ofar raunveruleika.“We will always put fun over authentic :) https://t.co/JGLfZh7CfO — Aleksander Grøndal (@Alekssg) May 24, 2018
Leikjavísir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira