Reiðir yfir konu í Battlefield V Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 15:30 Konan umdeilda. Fjölmargir hafa brugðist reiðir við því að kona hafi birst í stiklu leiksins Battlefield V sem opinberuð var í gær en konuna má einnig finna veggspjaldi leiksins. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að þeldökkur maður berjist í sömu sveit og áðurnefnd kona gegn þýskum nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Gagnrýnendur hafa gripið til Twitter, Reddit og gert athugasemdir við myndbandið á Youtube. Gagnrýnin virðist að miklu leyti snúast að því að vera konunnar í leiknum angi af pólitískum réttrúnaði og skorti á sögulegri nákvæmni í nýjasta leik sænsku framleiðendanna Dice. Gagnrýnendur hafa notast við #NotMyBattlefield til að lýsa yfir vonbrigðum sínum og er það ekki í fyrsta sinn sem þetta kassamerki lítur dagsins ljós. Þegar Battlefield 1 leit dagsins ljós gripu margir til þess til að gagnrýna að þeldökkur maður væri á einu veggspjaldi leiksins. Sjá má stikluna hér að neðan.Þessi umræða er, svo það sé sagt hreint út, heimskuleg. Í fyrsta lagi er Battlefield V tölvuleikur og í fyrri leikjum seríunnar hafa framleiðendur þeirra aldrei lagt mikið upp úr því að leikirnir endurspegli söguna og fylgi reglum þess tíma sem leikurinn á að gerast til hins ýtrasta. Má þar sérstaklega nefna síðasta leik sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar tóku Dice sér mikið skáldaleyfi með vopn tímabilsins, farartæki og ýmis önnur atriði. Þá má benda á að konur tóku þátt í bardögum í seinni heimsstyrjöldinni, þó þær hafi ef til vill ekki verið gífurlega margar. Þar á meðal var rússneska leyniskyttan Lyudmila Pavlichenko sem sögð er hafa skotið minnst 309 nasista til bana í seinni heimsstyrjöldinni. Konur börðust einnig í frönsku andspyrnuhreyfingunni. Pólska konan Wanda Gertz barðist bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Þar að auki börðust fjölmargir þeldökkir menn í seinni heimsstyrjöldinni. Einnig má nefna leikinn Battlefield 2142, þar sem spilarar börðust í stærðarinnar vélmennum. Raunveruleiki hefur aldrei verið markmið Battlefield. Eins og einn af framleiðendum leiksins orðaði það á Twitter: „Við munum alltaf setja skemmtun ofar raunveruleika.“We will always put fun over authentic :) https://t.co/JGLfZh7CfO — Aleksander Grøndal (@Alekssg) May 24, 2018 Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Fjölmargir hafa brugðist reiðir við því að kona hafi birst í stiklu leiksins Battlefield V sem opinberuð var í gær en konuna má einnig finna veggspjaldi leiksins. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að þeldökkur maður berjist í sömu sveit og áðurnefnd kona gegn þýskum nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Gagnrýnendur hafa gripið til Twitter, Reddit og gert athugasemdir við myndbandið á Youtube. Gagnrýnin virðist að miklu leyti snúast að því að vera konunnar í leiknum angi af pólitískum réttrúnaði og skorti á sögulegri nákvæmni í nýjasta leik sænsku framleiðendanna Dice. Gagnrýnendur hafa notast við #NotMyBattlefield til að lýsa yfir vonbrigðum sínum og er það ekki í fyrsta sinn sem þetta kassamerki lítur dagsins ljós. Þegar Battlefield 1 leit dagsins ljós gripu margir til þess til að gagnrýna að þeldökkur maður væri á einu veggspjaldi leiksins. Sjá má stikluna hér að neðan.Þessi umræða er, svo það sé sagt hreint út, heimskuleg. Í fyrsta lagi er Battlefield V tölvuleikur og í fyrri leikjum seríunnar hafa framleiðendur þeirra aldrei lagt mikið upp úr því að leikirnir endurspegli söguna og fylgi reglum þess tíma sem leikurinn á að gerast til hins ýtrasta. Má þar sérstaklega nefna síðasta leik sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar tóku Dice sér mikið skáldaleyfi með vopn tímabilsins, farartæki og ýmis önnur atriði. Þá má benda á að konur tóku þátt í bardögum í seinni heimsstyrjöldinni, þó þær hafi ef til vill ekki verið gífurlega margar. Þar á meðal var rússneska leyniskyttan Lyudmila Pavlichenko sem sögð er hafa skotið minnst 309 nasista til bana í seinni heimsstyrjöldinni. Konur börðust einnig í frönsku andspyrnuhreyfingunni. Pólska konan Wanda Gertz barðist bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Þar að auki börðust fjölmargir þeldökkir menn í seinni heimsstyrjöldinni. Einnig má nefna leikinn Battlefield 2142, þar sem spilarar börðust í stærðarinnar vélmennum. Raunveruleiki hefur aldrei verið markmið Battlefield. Eins og einn af framleiðendum leiksins orðaði það á Twitter: „Við munum alltaf setja skemmtun ofar raunveruleika.“We will always put fun over authentic :) https://t.co/JGLfZh7CfO — Aleksander Grøndal (@Alekssg) May 24, 2018
Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira