Íslenski boltinn

Ástríðan á Kópavogsvelli: „Þessi völlur er barnið mitt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin á Kópavogsvelli var góð í gærkvöld.
Stemningin á Kópavogsvelli var góð í gærkvöld.
„Ég elska völlinn eins og barnið mitt og þetta er í raun barnið mitt,“ sagði Magnús Böðvarsson, betur þekktur sem Maggi Bö, vallarvörður á Kópavogsvelli fyrir leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í gærkvöldi.

Blikarnir unnu leikinn 1-0 og spáði Magnús einmitt fyrir því að hans menn myndu hafa sigur. Blikar hafa ákveðið að skipta yfir í gervigras og telur Magnús að þeir eigi eftir að sjá eftir þeirri ákvörðun en Kópavogsvöllur þykir einn allra besti völlur landsins.

Ástríðan í Pepsi-mörkunum var á svæðinu og var rætt við stuðningsmenn liðanna fyrir leik og einnig eftir hann.

Hér að neðan má sjá innslagið sem birtist í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×