Háværum stegg sagt til syndanna í Druslugöngunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 19:57 Druslur létu ekki smá rigningu á sig fá. Vísir/einar „Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan. Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan.
Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18
Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15
Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21