Ógæfan varð styrkur minn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. október 2018 09:00 "Hins vegar breytti þetta lífi mínu og það svo sterklega að í rauninni var ég aldrei einn.“ Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í nýrri ljóðabók sinni, Rof, yrkir Bubbi Morthens um kynferðislega misnotkun sem hann varð fyrir sem barn. Í fyrsta ljóði bókarinnar nefnir hann áfallið semlæddist inní drauminneitraði framtíðinahvarf útí myrkriðmeð æskublómið Sú kynferðislega misnotkun sem hann varð fyrir í æsku hefur litað líf Bubba í áratugi, en nú tekst hann á við áfallið í áhrifamikilli ljóðabók. „Þegar upp er staðið held ég að öll skáld yrki um innra líf sitt. Meira að segja Halldór Kiljan þótt hann segðist frábiðja sé slíkt. Þessi ljóð tóku af mér ráðin,“ segir Bubbi. „Ég var að vinna úr æsku minni og áföllum með aðstoð leiðsögumanns og við vorum að fara yfir lífshlaup mitt. Ég átti erfitt með að festa niður ákveðna hluti, þannig að ég punktaði hjá mér það sem ég ætlaði að tala um. Þessir punktar urðu að ljóðum. Svo hugsaði ég með mér: Láttu bara vaða! Þannig að nú eru ljóðin komin í ljóðabók. Án þess að ég sé að setja það í stórkostlegan fókus finnst mér þessi bók eiga erindi til annarra karlmanna. Karlmenn hafa ekki mikið verið að ræða kynferðislegt ofbeldi sem þeir verða fyrir.“Var aldrei einn Hver var þessi maður sem beitti þig kynferðislegu ofbeldi þegar þú varst barn? „Nafn hans skiptir í rauninni ekki máli eða hvaðan hann kom. Hins vegar breytti þetta lífi mínu og það svo sterklega að í rauninni var ég aldrei einn. Eins og segir í ljóðinu Ánauð: Við vorum alltaf tveir.“Hatarðu þennan mann? „Nei. Ég er hins vegar búinn að skila honum skömminni. Í bókinni er ljóð sem heitir Staðreynd og er upptalning á staðreyndum og endar á: Aðeins eitt prósent viðurkennir verknaðinn. Ljóðin í bókinni segja þessa sögu á frekar skýran máta. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli að til er lausn við áföllum eins og þessum. Það er hægt að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Með því móti brýtur maður hlekki og verður frjáls. Það er aldrei of seint. Lífið er of merkilegt og dásamlegt til þess að maður gefi því ekki öll möguleg tækifæri og leggi sig fram við að finna kjarnann sinn og lifa í heiðarleika gagnvart sjálfum sér.“Loksins laus við kenginn Þú ert rúmlega sextugur. Ertu í fyrsta skipti frá því þessir hræðilegu atburðir gerðust orðinn frjáls? „Já.“Finnst þér ekki dapurlegt að það skuli hafa orðið svo seint? „Þetta er súrrealískt, að vera frjáls gagnvart einhverju sem hefur haldið þér í fjötrum svo lengi en um leið stórkostleg reynsla. Ameríkaninn segir: It is never too late to have a happy childhood. Fyrir mér var gríðarleg opinberun að skilja að það er aldrei of seint að eignast hamingjuríka æsku. Ég er ekki að segja að líf mitt hafi að öllu leyti verið hörmung. Hins vegar má segja að ég og einhvers konar ógæfa höfum bundist í bandalag. Þessi ógæfa varð um leið styrkur minn vegna þess að ég lifði hana af, en um leið skerti hún lífsgæði mín verulega. Þar af leiðandi er ég afskaplega þakklátur fyrir að vera loksins laus við kenginn sem hefur plagað mig nánast frá því ég var lítill strákur. Lykillinn að velsæld vitundarinnar er sjálfskærleikur, og eins og segir í bókinni:það er aldrei of seintað byrja að elska sjálfan sig„Fyrir mér var gríðarleg opinberun að skilja að það er aldrei of seint að eignast hamingjuríka æsku. Það fallega í þessu öllu er að uppgötva að það er til lausn.“ Fréttablaðið/Sigtryggur AriEkki mikið mál að deyja Í ágústmánuði síðastliðnum varð Bubbi að hætta við tónleika á Menningarnótt eftir að hafa verið lagður inn á spítala. Það tók hann nokkurn tíma að jafna sig. „Það rofnaði slagæð í kokinu á mér og hefði hún rofnað ofar þá hefði ég dáið á staðnum,“ segir Bubbi. Spurður hvort hann hafi óttast að deyja segir hann: „Ég varð skelkaður en óttaðist ekki að deyja. Ég var aðallega að pirra mig á því hvað þetta var subbulegt. Það er óþægilegt að blæða í fjóra sólarhringa og enginn vissi hvað væri í gangi. Ég þurfti að fara í mjög magnaða aðgerð þar sem var farið með myndavél í gegnum nárann.“Það hefði getað farið illa, þú hlýtur að vera glaður yfir að vera á lífi? „Lífsþorstinn er forritaður í okkur, hver einasta fruma er forrituð með þau skilaboð að lifa. Vitundin og vitundarlíf er nokkuð sem ekki er hægt að setja fingur á og er ekki sjáanlegt. Ég held að hver einasta lifandi vera með sjálfsvitund hafi sínar óskir og þrár um það hvernig hún vill deyja og sé búin að teikna það upp.“Hvernig teiknar þú þinn dauða upp? „Ég á mér þá ósk að deyja á árbakkanum, eða í fangi konu minnar í miðri athöfn eða deyja í svefni. Annars skipta mínar óskir engu máli í þessu sambandi. Ég held að tími okkar á þessari jörð sé ákveðinn og dauðinn mætir sama hvað við erum að gera, dagurinn er ákveðinn, mínútan er ákveðin. Það hlýtur að vera óskaplega erfitt djobb að vera dauðinn, það hlýtur að taka á. Stundum finn ég til samúðar með honum. Ég er kominn á þá skoðun að lífið og dauðinn séu par sem eigi í eldheitu ástarsambandi. Þar sem ég hef áttað mig á þessu þá er það að deyja ekki mikið mál, þannig séð. Svo að þegar dauðinn kemur, þá bara kemur hann. Það er hins vegar ágætt að vera búinn að hugleiða dauðann og undirbúa sig undir hann þannig að maður lifi ekki endalaust hugaróra Einars Ben sem var svo ægilega hræddur við dauðann að það litaði alla tilveru hans. Það er ekki skemmtilegt.“ Bubbi hefur ekki farið leynt með drykkju og dópneyslu sína í fortíðinni, sem hann segir hafa staðið í átján ár. Hann er spurður hvort hann haldi að þetta líferni hafi haft varanleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. „Klárlega. Kannabis var mitt efni og ég held að ég muni aldrei jafna mig fullkomlega á þeirri neyslu. Kannabis er lúmskt og skilur eftir sig sviðna vitund hjá alltof mörgum. Auðvitað eru til manneskjur sem geta notað það og sloppið sæmilega frá því en því miður eru fleiri sem geta það ekki. Þetta er lúmskasta dópið. Hins vegar er ég svo ótrúlega heppinn að það eru góð gen í mér, eins og Kári myndi segja. Miðað við lífernið og það magn fíkniefna sem ég neytti er ég við góða andlega og líkamlega heilsu og er óskaplega þakklátur fyrir það.“Samúð með svíninu Blaðamaður hefur reynslu af því að Bubbi hafi frestað viðtölum vegna þess að hann vildi sinna dætrum sínum þegar starfsdagar voru í skólanum. Er hann afar umhyggjusamur pabbi? „Ég veit það ekki en ég á nógan tíma ef svo ber undir,“ segir hann. „Ef það er frí í skólanum og konan er að vinna þá er ég bara heima með krakkana og spilli þeim. Þau eru með iPad og Netflix og fá að sinna hugðarefnum sínum án þess að ég sé að trufla þau. Það er eitt sem ég legg mikið upp úr í sambandi við börnin og það er bóklestur, sem mér finnst skipta miklu máli. Miðdóttirin, Dögun París, er svo góður upplesari að ég er farinn að láta hana lesa upp fyrir mig. Hún les með tilþrifum og ástríðu. Undanfarið hefur hún verið að lesa fyrir mig Vefinn hennar Karlottu. Þar er lýst ægilegri angist sem grípur svínið þegar rolluskjátan skellir því á það að örlög þess séu að enda sem jólasteik. Ég hef svo mikla samúð með svíninu að ég hugsa í öngum mínum: Get ég virkilega haldið áfram að borða svínakjöt? Dögun París les miklu meira en skólinn ætlast til og við fjölskyldan skemmtum okkur alveg konunglega yfir upplestri hennar á framhaldssögunni um svínið og Karlottu. Ísabella Ósk, eldri dóttir mín, er gríðarlegur lestrarhestur og las bókina Bókaþjófinn þegar hún var ellefu ára og les enn í dag mikið. Af eigin reynslu veit ég hversu miklu máli það skiptir að börn lesi. Ég var alinn upp við bóklestur og las eins og enginn væri morgundagurinn. Ég held að ég hefði aldrei orðið það sem ég er nema vegna þess hversu mikið ég las af bókum og ljóðum. Síðustu tuttugu árin eða svo hef ég aðallega lesið ljóð. Ég á gríðarlega stórt safn ljóðabóka þannig að ég les bæði gömul og nýrri ljóð. Næstu vikur og mánuðir munu mikið fara í að lesa þær ljóðabækur sem koma út fyrir þessi jól. Ég held að gullöld ljóðsins númer tvö sé í uppsiglingu. Unga kynslóðin kaupir ljóðabækur og les ljóð vegna þess að formið höfðar til þeirra. Formið á samfélagsmiðlunum kallast á við ljóðformið vegna þess að það er líka mjög knappt. Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því hvað ljóðið er að koma sterkt inn.“Merkingarríkur dagur Auk þess að senda frá sér ljóðabók er Bubbi að vinna að plötu. „Eftir útkomu hennar tekur við tónleikaröð. En núna er ég að fara að spila í kirkjum. Þar er gott að koma fram. Fólk kann sig í kirkjum, er til dæmis ekki með símann uppi þar og það skiptir máli. Kirkjur eru passlega stórar, þar myndast nánd og hljómburðurinn er oftast mjög góður. Ég er að fara að spila mikið af nýju efni í bland við gamalt og svo endar þetta auðvitað á Þorláksmessutónleikum í Hörpu og tónleikum á aðfangadag á Litla-Hrauni.“ Bubbi hefur lengi haft það fyrir sið að spila fyrir fanga á Litla-Hrauni á aðfangadag. Dagurinn er fyrir vikið mjög eftirminnilegur dagur í lífi hans. „Aðfangadagur er svefnlaus dagur hjá mér. Á Þorláksmessu er ég búinn að spila í Hörpu milli tólf og eitt, fer að sofa þrjú, fjögur, vakna klukkan tíu á aðfangadag og legg af stað á Litla-Hraun að spila. Aðfangadagur er sérstakur og merkingarríkur dagur af því ég fer á Litla-Hraun að spila. Hinn klassíski boðskapur jólanna kristallast í huga mínum í því þegar ég geng út af Litla-Hrauni, auðmjúkur og þakklátur maður fyrir líf mitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Í nýrri ljóðabók sinni, Rof, yrkir Bubbi Morthens um kynferðislega misnotkun sem hann varð fyrir sem barn. Í fyrsta ljóði bókarinnar nefnir hann áfallið semlæddist inní drauminneitraði framtíðinahvarf útí myrkriðmeð æskublómið Sú kynferðislega misnotkun sem hann varð fyrir í æsku hefur litað líf Bubba í áratugi, en nú tekst hann á við áfallið í áhrifamikilli ljóðabók. „Þegar upp er staðið held ég að öll skáld yrki um innra líf sitt. Meira að segja Halldór Kiljan þótt hann segðist frábiðja sé slíkt. Þessi ljóð tóku af mér ráðin,“ segir Bubbi. „Ég var að vinna úr æsku minni og áföllum með aðstoð leiðsögumanns og við vorum að fara yfir lífshlaup mitt. Ég átti erfitt með að festa niður ákveðna hluti, þannig að ég punktaði hjá mér það sem ég ætlaði að tala um. Þessir punktar urðu að ljóðum. Svo hugsaði ég með mér: Láttu bara vaða! Þannig að nú eru ljóðin komin í ljóðabók. Án þess að ég sé að setja það í stórkostlegan fókus finnst mér þessi bók eiga erindi til annarra karlmanna. Karlmenn hafa ekki mikið verið að ræða kynferðislegt ofbeldi sem þeir verða fyrir.“Var aldrei einn Hver var þessi maður sem beitti þig kynferðislegu ofbeldi þegar þú varst barn? „Nafn hans skiptir í rauninni ekki máli eða hvaðan hann kom. Hins vegar breytti þetta lífi mínu og það svo sterklega að í rauninni var ég aldrei einn. Eins og segir í ljóðinu Ánauð: Við vorum alltaf tveir.“Hatarðu þennan mann? „Nei. Ég er hins vegar búinn að skila honum skömminni. Í bókinni er ljóð sem heitir Staðreynd og er upptalning á staðreyndum og endar á: Aðeins eitt prósent viðurkennir verknaðinn. Ljóðin í bókinni segja þessa sögu á frekar skýran máta. Það skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli að til er lausn við áföllum eins og þessum. Það er hægt að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Með því móti brýtur maður hlekki og verður frjáls. Það er aldrei of seint. Lífið er of merkilegt og dásamlegt til þess að maður gefi því ekki öll möguleg tækifæri og leggi sig fram við að finna kjarnann sinn og lifa í heiðarleika gagnvart sjálfum sér.“Loksins laus við kenginn Þú ert rúmlega sextugur. Ertu í fyrsta skipti frá því þessir hræðilegu atburðir gerðust orðinn frjáls? „Já.“Finnst þér ekki dapurlegt að það skuli hafa orðið svo seint? „Þetta er súrrealískt, að vera frjáls gagnvart einhverju sem hefur haldið þér í fjötrum svo lengi en um leið stórkostleg reynsla. Ameríkaninn segir: It is never too late to have a happy childhood. Fyrir mér var gríðarleg opinberun að skilja að það er aldrei of seint að eignast hamingjuríka æsku. Ég er ekki að segja að líf mitt hafi að öllu leyti verið hörmung. Hins vegar má segja að ég og einhvers konar ógæfa höfum bundist í bandalag. Þessi ógæfa varð um leið styrkur minn vegna þess að ég lifði hana af, en um leið skerti hún lífsgæði mín verulega. Þar af leiðandi er ég afskaplega þakklátur fyrir að vera loksins laus við kenginn sem hefur plagað mig nánast frá því ég var lítill strákur. Lykillinn að velsæld vitundarinnar er sjálfskærleikur, og eins og segir í bókinni:það er aldrei of seintað byrja að elska sjálfan sig„Fyrir mér var gríðarleg opinberun að skilja að það er aldrei of seint að eignast hamingjuríka æsku. Það fallega í þessu öllu er að uppgötva að það er til lausn.“ Fréttablaðið/Sigtryggur AriEkki mikið mál að deyja Í ágústmánuði síðastliðnum varð Bubbi að hætta við tónleika á Menningarnótt eftir að hafa verið lagður inn á spítala. Það tók hann nokkurn tíma að jafna sig. „Það rofnaði slagæð í kokinu á mér og hefði hún rofnað ofar þá hefði ég dáið á staðnum,“ segir Bubbi. Spurður hvort hann hafi óttast að deyja segir hann: „Ég varð skelkaður en óttaðist ekki að deyja. Ég var aðallega að pirra mig á því hvað þetta var subbulegt. Það er óþægilegt að blæða í fjóra sólarhringa og enginn vissi hvað væri í gangi. Ég þurfti að fara í mjög magnaða aðgerð þar sem var farið með myndavél í gegnum nárann.“Það hefði getað farið illa, þú hlýtur að vera glaður yfir að vera á lífi? „Lífsþorstinn er forritaður í okkur, hver einasta fruma er forrituð með þau skilaboð að lifa. Vitundin og vitundarlíf er nokkuð sem ekki er hægt að setja fingur á og er ekki sjáanlegt. Ég held að hver einasta lifandi vera með sjálfsvitund hafi sínar óskir og þrár um það hvernig hún vill deyja og sé búin að teikna það upp.“Hvernig teiknar þú þinn dauða upp? „Ég á mér þá ósk að deyja á árbakkanum, eða í fangi konu minnar í miðri athöfn eða deyja í svefni. Annars skipta mínar óskir engu máli í þessu sambandi. Ég held að tími okkar á þessari jörð sé ákveðinn og dauðinn mætir sama hvað við erum að gera, dagurinn er ákveðinn, mínútan er ákveðin. Það hlýtur að vera óskaplega erfitt djobb að vera dauðinn, það hlýtur að taka á. Stundum finn ég til samúðar með honum. Ég er kominn á þá skoðun að lífið og dauðinn séu par sem eigi í eldheitu ástarsambandi. Þar sem ég hef áttað mig á þessu þá er það að deyja ekki mikið mál, þannig séð. Svo að þegar dauðinn kemur, þá bara kemur hann. Það er hins vegar ágætt að vera búinn að hugleiða dauðann og undirbúa sig undir hann þannig að maður lifi ekki endalaust hugaróra Einars Ben sem var svo ægilega hræddur við dauðann að það litaði alla tilveru hans. Það er ekki skemmtilegt.“ Bubbi hefur ekki farið leynt með drykkju og dópneyslu sína í fortíðinni, sem hann segir hafa staðið í átján ár. Hann er spurður hvort hann haldi að þetta líferni hafi haft varanleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu. „Klárlega. Kannabis var mitt efni og ég held að ég muni aldrei jafna mig fullkomlega á þeirri neyslu. Kannabis er lúmskt og skilur eftir sig sviðna vitund hjá alltof mörgum. Auðvitað eru til manneskjur sem geta notað það og sloppið sæmilega frá því en því miður eru fleiri sem geta það ekki. Þetta er lúmskasta dópið. Hins vegar er ég svo ótrúlega heppinn að það eru góð gen í mér, eins og Kári myndi segja. Miðað við lífernið og það magn fíkniefna sem ég neytti er ég við góða andlega og líkamlega heilsu og er óskaplega þakklátur fyrir það.“Samúð með svíninu Blaðamaður hefur reynslu af því að Bubbi hafi frestað viðtölum vegna þess að hann vildi sinna dætrum sínum þegar starfsdagar voru í skólanum. Er hann afar umhyggjusamur pabbi? „Ég veit það ekki en ég á nógan tíma ef svo ber undir,“ segir hann. „Ef það er frí í skólanum og konan er að vinna þá er ég bara heima með krakkana og spilli þeim. Þau eru með iPad og Netflix og fá að sinna hugðarefnum sínum án þess að ég sé að trufla þau. Það er eitt sem ég legg mikið upp úr í sambandi við börnin og það er bóklestur, sem mér finnst skipta miklu máli. Miðdóttirin, Dögun París, er svo góður upplesari að ég er farinn að láta hana lesa upp fyrir mig. Hún les með tilþrifum og ástríðu. Undanfarið hefur hún verið að lesa fyrir mig Vefinn hennar Karlottu. Þar er lýst ægilegri angist sem grípur svínið þegar rolluskjátan skellir því á það að örlög þess séu að enda sem jólasteik. Ég hef svo mikla samúð með svíninu að ég hugsa í öngum mínum: Get ég virkilega haldið áfram að borða svínakjöt? Dögun París les miklu meira en skólinn ætlast til og við fjölskyldan skemmtum okkur alveg konunglega yfir upplestri hennar á framhaldssögunni um svínið og Karlottu. Ísabella Ósk, eldri dóttir mín, er gríðarlegur lestrarhestur og las bókina Bókaþjófinn þegar hún var ellefu ára og les enn í dag mikið. Af eigin reynslu veit ég hversu miklu máli það skiptir að börn lesi. Ég var alinn upp við bóklestur og las eins og enginn væri morgundagurinn. Ég held að ég hefði aldrei orðið það sem ég er nema vegna þess hversu mikið ég las af bókum og ljóðum. Síðustu tuttugu árin eða svo hef ég aðallega lesið ljóð. Ég á gríðarlega stórt safn ljóðabóka þannig að ég les bæði gömul og nýrri ljóð. Næstu vikur og mánuðir munu mikið fara í að lesa þær ljóðabækur sem koma út fyrir þessi jól. Ég held að gullöld ljóðsins númer tvö sé í uppsiglingu. Unga kynslóðin kaupir ljóðabækur og les ljóð vegna þess að formið höfðar til þeirra. Formið á samfélagsmiðlunum kallast á við ljóðformið vegna þess að það er líka mjög knappt. Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því hvað ljóðið er að koma sterkt inn.“Merkingarríkur dagur Auk þess að senda frá sér ljóðabók er Bubbi að vinna að plötu. „Eftir útkomu hennar tekur við tónleikaröð. En núna er ég að fara að spila í kirkjum. Þar er gott að koma fram. Fólk kann sig í kirkjum, er til dæmis ekki með símann uppi þar og það skiptir máli. Kirkjur eru passlega stórar, þar myndast nánd og hljómburðurinn er oftast mjög góður. Ég er að fara að spila mikið af nýju efni í bland við gamalt og svo endar þetta auðvitað á Þorláksmessutónleikum í Hörpu og tónleikum á aðfangadag á Litla-Hrauni.“ Bubbi hefur lengi haft það fyrir sið að spila fyrir fanga á Litla-Hrauni á aðfangadag. Dagurinn er fyrir vikið mjög eftirminnilegur dagur í lífi hans. „Aðfangadagur er svefnlaus dagur hjá mér. Á Þorláksmessu er ég búinn að spila í Hörpu milli tólf og eitt, fer að sofa þrjú, fjögur, vakna klukkan tíu á aðfangadag og legg af stað á Litla-Hraun að spila. Aðfangadagur er sérstakur og merkingarríkur dagur af því ég fer á Litla-Hraun að spila. Hinn klassíski boðskapur jólanna kristallast í huga mínum í því þegar ég geng út af Litla-Hrauni, auðmjúkur og þakklátur maður fyrir líf mitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira