„Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2018 11:00 Hildur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira