Blikur á lofti Hörður Ægisson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Það er sama hvert er litið. Þróunin í íslensku efnahagslífi á allra síðustu árum hefur á flesta mælikvarða verið fordæmalaus. Það hefur ríkt verðstöðugleiki þrátt fyrir að á sama tíma hafi verið hagvöxtur sem aðeins þekkist í nýmarkaðsríkjum. Verðbólga hefur þannig mælst undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár. Engin dæmi eru um slíkt í lýðveldissögunni. Þessi mynd segir engu að síður ekki alla söguna. Væri ekki fyrir miklar húsnæðisverðhækkanir þá væri í reynd meiri verðhjöðnun hér á landi en í mörgum nágrannaríkjum. Takturinn í hagkerfinu er hins vegar að breytast og skeiði verðhjöðnunar að ljúka. Fyrirtæki landsins standa núna mörg hver frammi fyrir tveimur valkostum. Hagræða eða ráðast í uppsagnir. Sú þróun er þegar hafin sem endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að í fyrra var fimm ára met slegið í hópuppsögnum. Þær miklu launahækkanir sem um var samið í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði 2015 eru farnar að hafa veruleg áhrif á rekstur og afkomu fyrirtækja. Efnahagsbati síðustu ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Flestir reiknuðu með að verðbólgan myndi fara af stað eftir að samið var um tugprósenta launahækkanir í síðustu kjarasamningum. Sökum óvenjulegra aðstæðna – mikillar gengisstyrkingar, hagstæðra viðskiptakjara og lægra vöruverðs vegna afnáms tolla og vörugjalda – gekk það sem betur fer ekki eftir. Nú horfir staðan öðruvísi við. Nýjar hagtölur sem bárust í vikunni sýna að verðbólga fer vaxandi. Hætt er við því að sú þróun haldi áfram á næstunni. Gengi krónunnar er hætt að styrkjast og fyrirtæki hafa lítið sem ekkert svigrúm til að taka á sig meiri kostnað. Þau munu að óbreyttu bregðast við launahækkunum með því að velta þeim út í verðlagið með tilheyrandi aukinni verðbólgu. Fyrir þau fyrirtæki sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum er sá möguleiki aftur á móti ekki fyrir hendi heldur þurfa þau að leita leiða til að hagræða. Ein birtingarmynd þessa er ákvörðun prentsmiðjunnar Odda um að segja upp 86 manns. Sú frétt, ásamt vísbendingum um vaxandi verðbólguþrýsting, ætti að undirstrika þau sannindi að þjóðarbúið getur ekki staðið undir annarri eins launahækkunarlotu. Veruleikinn er sá að kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á þremur árum og laun á Íslandi eru þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Markmið komandi kjarasamningaviðræðna hlýtur að vera að festa í sessi þá kaupmáttaraukningu sem áunnist hefur og kasta ekki efnahagsstöðugleikanum fyrir róða með innistæðulausum nafnlaunahækkunum. Íslendingar hafa jafnan tamið sér þann hugsunarhátt að hádegisverðurinn sé ókeypis og að laun geti því verið ákvörðuð án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni. Svo er auðvitað ekki. Hækki laun umfram framleiðni leiðir það að lokum til lægra gengis, meiri verðbólgu og hærri vaxta en þekkist í nágrannaríkjum. Og niðurstaða sumra af þessari arfavitlausu hagstjórn er síðan sú að gera gjaldmiðilinn að blóraböggli. Þessu rugli þarf að linna. Það er undir okkur sjálfum komið, einkum stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins, hvort við viljum enn á ný fara þessa leið. Ef svo er, þá munu lögmál hagfræðinnar einfaldlega taka við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Það er sama hvert er litið. Þróunin í íslensku efnahagslífi á allra síðustu árum hefur á flesta mælikvarða verið fordæmalaus. Það hefur ríkt verðstöðugleiki þrátt fyrir að á sama tíma hafi verið hagvöxtur sem aðeins þekkist í nýmarkaðsríkjum. Verðbólga hefur þannig mælst undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár. Engin dæmi eru um slíkt í lýðveldissögunni. Þessi mynd segir engu að síður ekki alla söguna. Væri ekki fyrir miklar húsnæðisverðhækkanir þá væri í reynd meiri verðhjöðnun hér á landi en í mörgum nágrannaríkjum. Takturinn í hagkerfinu er hins vegar að breytast og skeiði verðhjöðnunar að ljúka. Fyrirtæki landsins standa núna mörg hver frammi fyrir tveimur valkostum. Hagræða eða ráðast í uppsagnir. Sú þróun er þegar hafin sem endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að í fyrra var fimm ára met slegið í hópuppsögnum. Þær miklu launahækkanir sem um var samið í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði 2015 eru farnar að hafa veruleg áhrif á rekstur og afkomu fyrirtækja. Efnahagsbati síðustu ára hefur að stórum hluta farið til launþega, minna til atvinnurekenda. Flestir reiknuðu með að verðbólgan myndi fara af stað eftir að samið var um tugprósenta launahækkanir í síðustu kjarasamningum. Sökum óvenjulegra aðstæðna – mikillar gengisstyrkingar, hagstæðra viðskiptakjara og lægra vöruverðs vegna afnáms tolla og vörugjalda – gekk það sem betur fer ekki eftir. Nú horfir staðan öðruvísi við. Nýjar hagtölur sem bárust í vikunni sýna að verðbólga fer vaxandi. Hætt er við því að sú þróun haldi áfram á næstunni. Gengi krónunnar er hætt að styrkjast og fyrirtæki hafa lítið sem ekkert svigrúm til að taka á sig meiri kostnað. Þau munu að óbreyttu bregðast við launahækkunum með því að velta þeim út í verðlagið með tilheyrandi aukinni verðbólgu. Fyrir þau fyrirtæki sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum er sá möguleiki aftur á móti ekki fyrir hendi heldur þurfa þau að leita leiða til að hagræða. Ein birtingarmynd þessa er ákvörðun prentsmiðjunnar Odda um að segja upp 86 manns. Sú frétt, ásamt vísbendingum um vaxandi verðbólguþrýsting, ætti að undirstrika þau sannindi að þjóðarbúið getur ekki staðið undir annarri eins launahækkunarlotu. Veruleikinn er sá að kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á þremur árum og laun á Íslandi eru þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Markmið komandi kjarasamningaviðræðna hlýtur að vera að festa í sessi þá kaupmáttaraukningu sem áunnist hefur og kasta ekki efnahagsstöðugleikanum fyrir róða með innistæðulausum nafnlaunahækkunum. Íslendingar hafa jafnan tamið sér þann hugsunarhátt að hádegisverðurinn sé ókeypis og að laun geti því verið ákvörðuð án tillits til samkeppnisstöðu útflutningsgreina landsins hverju sinni. Svo er auðvitað ekki. Hækki laun umfram framleiðni leiðir það að lokum til lægra gengis, meiri verðbólgu og hærri vaxta en þekkist í nágrannaríkjum. Og niðurstaða sumra af þessari arfavitlausu hagstjórn er síðan sú að gera gjaldmiðilinn að blóraböggli. Þessu rugli þarf að linna. Það er undir okkur sjálfum komið, einkum stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins, hvort við viljum enn á ný fara þessa leið. Ef svo er, þá munu lögmál hagfræðinnar einfaldlega taka við.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun