Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 22:45 Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður. Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður.
Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira