Telur vegakerfið vanrækt og útgjöld til þess dropa í hafið Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 22:45 Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Vegakerfið er vanrækt í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og eru útgjöld til þess dropi í hafið að mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir þetta mikið áhyggjuefni því skortur á fjárfestingu í samgöngukerfinu sé skuld við komandi kynslóðir. Ríkisstjórnin ætlar að verja 338 milljörðum króna á næstu fimm árum til fjárfestingar í því sem hún fellir undir innviði. Við kynningu á fjármálaáætlun í gær kom fram að sérstök áhersla væri lögð á samgöngumál. En hvaða vegir eru þetta sem verða lagaðir? „Við erum að tala um 5,5 milljarða á ári í þrjú ár, alls 16,5 milljarða á árunum 2019, 2020 og 2021. Sem fara í að hraða uppbyggingu í samgöngumálum. Í sambandi við hvar þessir hlutir koma niður þá kemur það fram í samgönguáætlun sem kemur fram í haust að raða þessu fjármagni þar inn. Þannig að það mun nýtast sem best. Það verður alls staðar. Það verður auðvitað hér á þessum stofnbrautum út úr Reykjavík. Vesturlands, Suðurlandsvegi og Reykjanesbrautinni en það verður líka á vegum á Vestfjörðum, Austfjörðum og annars staðar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. 5,5 milljarðar í vegakerfið á næsta ári er aðeins 0,2 prósent af landsframleiðslu. Samtök iðnaðarins gáfu út ítarlega skýrslu um fjárfestingu í innviðum í fyrra þar sem fram kom að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða næmi 372 milljörðum króna. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir að fjármálaáætlunin endurspegli ekki loforð ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera í þessum málaflokki og það er mjög miður. Auðvitað er verið að bæta í að einhverju leyti og það er jákvætt. En það er bara dropi í hafið. Við sjáum það að af þessum tæplega 340 milljörðum króna sem eiga að fara í innviðauppbyggingu á næstu árum þá er um það bil einn þriðji sem fer í samgöngumálin og það er bara örlítíl viðbót við það sem hefði hvort eð er farið í þann málaflokk. Það er mjög sérstakt að sjá þá forgangsröðun ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira