Teitur Örlygs um Matthías Orra: „Eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 14:30 Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4 Dominos-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Í beinni: Grindavík - Álftanes | NBA-slagur og mikið í húfi Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4
Dominos-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Í beinni: Grindavík - Álftanes | NBA-slagur og mikið í húfi Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjá meira