Lífið

Snjóbrettahátíðin AK Extreme um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin hefur verið frábær á hátíðinni síðustu ár.
Stemningin hefur verið frábær á hátíðinni síðustu ár.
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5.– 8. apríl á Akureyri eins og vaninn hefur verið síðustu ár.

Hátíðin er haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í  Gilinu, Sjallanum og Græna Hattinum.

Hápunktur AK Extreme verður Eimskips gámastökkið í Gilinu á laugardagskvöldið 7. apríl klukkan 21:00 en þar koma saman færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum þar sem þeir keppa um AK Extreme titilinn og hringinn.  Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi.

Öflug tónleikadagskrá verður í boði í Sjallanum föstudag og laugardag en þar koma fram:  

Aron Can, Birnir, Dj Sura, Emmsjé Gauti, Floni, GDRN, JóiPé&Króli, KÁ-AKÁ, Young Karin, Yung Nigo Drippin, Úlfur Úlfur.

Einnig verða opnunarpartý á Græna Hattinum á fimmtudagskvöldinu sem er selt inn á sér en þar koma fram: Dr.Spock, Une Misére og DJ Egill Birgisson.

Miðasala á tónlistarviðburði AK Extreme fer fram á tix.is og í verslun Eymundsson á Akureyri. Uppselt hefur verið í Sjallanum síðustu tvö ár. 

Armbandið í Sjallann kostar 5.900 kr. og veitir það aðgang að tveimur tónleikadögum hátíðarinnar. Selt er sér inn á fimmtudagskvöldið á Græna hattinum og er miðaverðið 1500 kr.

Ak Extreme mun bjóða uppá í annað skipti off venue dagskrá sem verður opin fyrir alla aldurshópa og það er ókeypis aðgangur á þessa viðburði en tónleikarnir fara fram í 66°Norður Hafnarstræti 94 og Akureyri Backpackers Hafnarstræti 98 Akureyri föstudaginn 6. apríl og við hvetjum alla til að mæta.  

Nánari upplýsingar fyrir dagskrá. 

Forsala miða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.