Páfagaukurinn Adóra mjálmar og hermir eftir reykskynjurum Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Páfagaukurinn Adóra er af tegundinni African Grey. Þetta þarf ég að sjá, hugsaði blaðamaður með sér þegar hún frétti að til væri páfagaukur sem mjálmar. Það var ekki einungis tengingin við ketti sem kitlaði, heldur sú staðreynd að fuglar eru oftar í því hlutverki að flýja undan köttum og því ákaflega merkilegt að hitta páfagauk sem hermir eftir óvini sínum. Páfagaukar eru sérlundaðar skepnur og það þarf að sæta lagi til að fá þá til að leika og í sumum tilfellum mjálma listir sínar.Símtal við páfagauk Eitt af því furðulegasta sem blaðamaður hefur gert á ferli sínum er að tala við páfagauk í síma. Seint um kvöld, nokkrum dögum áður en við páfagaukurinn Adóra áttum stefnumót, hringdi ég í eiganda hennar, Runólf Oddsson, samtalið þróaðist fljótlega yfir í spjall á milli mín og gauksins. Þetta símtal verður seint toppað, á öðrum endanum var kona með kött í fanginu að flauta aríu næturdrottningar og á hinni línunni 26 ára fugl í Reykjavík að herma eftir ketti og blístra háu tónanna úr Töfraflautunni. Allt hafði þetta þó þann tilgang að vekja upp traust fuglsins á blaðamanni sem nokkrum dögum síðar stormaði inn á yfirráðasvæði hans með ljósmyndara og myndatökumann í eftirdragi. Nú skyldi gauksi mjálma og við ætluðum að ná því á mynd.1. 2. Adóra er skemmtilegur fugl og nýtur sín best innan um fólk.Gaukur sem mjálmar En hvernig stendur á því að páfagaukur hermir eftir ketti? „ Það var nú þannig að ég átti kött, mjög stóran, og það var mikill samgangur á milli kattarins og fuglsins, síðar bættist kanína í hópinn þannig að þetta var orðin skrautlegur dýragarður hjá mér. Adóra stjórnaði genginu og kötturinn þorði ekki að gera atlögu að henni og svo fór að hún fór að herma eftir henni.“ Á meðan Runólfur segir sögu fuglsins berast kunnugleg hljóð frá baðherberginu, Adóra er komin í ham. „Hún vill vera með okkur, henni leiðist ef hún er lokuð inni. Hún dýrkar athygli og þegar hún fær ekki nóg þá lætur hún í sér heyra.“ Sem fór ekki fram hjá viðstöddum, orð eins halló , flaut og reykskynjaravæl upp á háa C bárust úr búri hennar. Skyndilega þagnaði allt og væg tiplhljóð tóku við. Adóra kjagaði fram eftir gólfinu og leit forvitnilega í kringum sig. Viðstaddir biðu með eftirvæntingu eftir því sem tæki við og eðlislæg óþolinmæði fjölmiðlafólksins gerði vart við sig. En frúin var ekki á því að mjálma eftir pöntun, slíkt gerist bara á hennar forsendum, bara þegar hentar. En Runólfur þekkir sinn fugl og beitti útilokunaraðferðinni. Adóra var sett í skammarkrókinn inni á baði. Þar mátti hún dúsa dágóða stund á meðan mannfólkið spjallaði fjörlega saman og hló að eigin bröndurum. Það virkaði því Adóra lék allar sínar listir af miklum krafti, innilokuð inni á baði.Mjálmar ekki eftir pöntun.„Þegar hana vantar athyglina og heldur að hún sé að missa af einhverju þá verður hún fjörug og lætur í sér heyra. Hún á það til að vera verulega hávær á kvöldin og samkjaftar ekki, eins og þegar hún spjallaði við þig í símann. En hún þekkir í þér röddina og er örugglega tilbúin að ræða við þig aftur.“ Og það stóð heima, Adóra leyfði blaðamanni að halda á sér og átti við hann ágætt spjall.Með gogginn að vopni Adóra er af tegundinni African Grey en þeir eru ættaðir frá Vestur-Afríku og hún er sennilega ættuð frá Gana. Fuglinn var tveggja ára þegar hann kom til Íslands og er orðinn 26 ára. Fuglar af þessari tegund geta orðið allt að hundrað ára gamlir og eru sérstaklega vinsælir sem gæludýr. Þeir eru þekktir fyrir einstakan hæfileika sinn til að herma eftir hljóðum manna og dýra. Þeir eru smáir en knáir og geta bitið frá sér, bitkraftur fugls af þessari tegund er um 1,2 tonn og þessir fuglar geta auðveldlega klippt fingur af mönnum og hljóðsnúrur tökumanna líkt og starfsmenn Fréttablaðsins urðu varir við. „Þegar ég fékk hana þá goggaði hún í handlegginn á mér og það í gegnum hold, blóðspýjan stóð út í loftið og þetta leit ekki vel út. En það var bara í þetta eina sinn, ég hef ekki lent í neinum vandræðum með hana síðan þá. Goggurinn er hennar aðalverkfæri og varnartól. Hún opnar búrið sitt sjálf með gogginum og hleypir sér inn og út eftir þörfum. Adóra er skemmtilegur félagsskapur,“ segir Runólfur sem reynir í síðasta sinn að kreista fram mjálmið góða, og í þetta sinn heppnaðist það. Blaðamaður fékk það staðfest að það er til páfagaukur sem mjálmar eins og heyra má glöggt í myndskeiði sem fylgir fréttinni á vefsíðu Fréttablaðsins – frettabladid.is. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Þetta þarf ég að sjá, hugsaði blaðamaður með sér þegar hún frétti að til væri páfagaukur sem mjálmar. Það var ekki einungis tengingin við ketti sem kitlaði, heldur sú staðreynd að fuglar eru oftar í því hlutverki að flýja undan köttum og því ákaflega merkilegt að hitta páfagauk sem hermir eftir óvini sínum. Páfagaukar eru sérlundaðar skepnur og það þarf að sæta lagi til að fá þá til að leika og í sumum tilfellum mjálma listir sínar.Símtal við páfagauk Eitt af því furðulegasta sem blaðamaður hefur gert á ferli sínum er að tala við páfagauk í síma. Seint um kvöld, nokkrum dögum áður en við páfagaukurinn Adóra áttum stefnumót, hringdi ég í eiganda hennar, Runólf Oddsson, samtalið þróaðist fljótlega yfir í spjall á milli mín og gauksins. Þetta símtal verður seint toppað, á öðrum endanum var kona með kött í fanginu að flauta aríu næturdrottningar og á hinni línunni 26 ára fugl í Reykjavík að herma eftir ketti og blístra háu tónanna úr Töfraflautunni. Allt hafði þetta þó þann tilgang að vekja upp traust fuglsins á blaðamanni sem nokkrum dögum síðar stormaði inn á yfirráðasvæði hans með ljósmyndara og myndatökumann í eftirdragi. Nú skyldi gauksi mjálma og við ætluðum að ná því á mynd.1. 2. Adóra er skemmtilegur fugl og nýtur sín best innan um fólk.Gaukur sem mjálmar En hvernig stendur á því að páfagaukur hermir eftir ketti? „ Það var nú þannig að ég átti kött, mjög stóran, og það var mikill samgangur á milli kattarins og fuglsins, síðar bættist kanína í hópinn þannig að þetta var orðin skrautlegur dýragarður hjá mér. Adóra stjórnaði genginu og kötturinn þorði ekki að gera atlögu að henni og svo fór að hún fór að herma eftir henni.“ Á meðan Runólfur segir sögu fuglsins berast kunnugleg hljóð frá baðherberginu, Adóra er komin í ham. „Hún vill vera með okkur, henni leiðist ef hún er lokuð inni. Hún dýrkar athygli og þegar hún fær ekki nóg þá lætur hún í sér heyra.“ Sem fór ekki fram hjá viðstöddum, orð eins halló , flaut og reykskynjaravæl upp á háa C bárust úr búri hennar. Skyndilega þagnaði allt og væg tiplhljóð tóku við. Adóra kjagaði fram eftir gólfinu og leit forvitnilega í kringum sig. Viðstaddir biðu með eftirvæntingu eftir því sem tæki við og eðlislæg óþolinmæði fjölmiðlafólksins gerði vart við sig. En frúin var ekki á því að mjálma eftir pöntun, slíkt gerist bara á hennar forsendum, bara þegar hentar. En Runólfur þekkir sinn fugl og beitti útilokunaraðferðinni. Adóra var sett í skammarkrókinn inni á baði. Þar mátti hún dúsa dágóða stund á meðan mannfólkið spjallaði fjörlega saman og hló að eigin bröndurum. Það virkaði því Adóra lék allar sínar listir af miklum krafti, innilokuð inni á baði.Mjálmar ekki eftir pöntun.„Þegar hana vantar athyglina og heldur að hún sé að missa af einhverju þá verður hún fjörug og lætur í sér heyra. Hún á það til að vera verulega hávær á kvöldin og samkjaftar ekki, eins og þegar hún spjallaði við þig í símann. En hún þekkir í þér röddina og er örugglega tilbúin að ræða við þig aftur.“ Og það stóð heima, Adóra leyfði blaðamanni að halda á sér og átti við hann ágætt spjall.Með gogginn að vopni Adóra er af tegundinni African Grey en þeir eru ættaðir frá Vestur-Afríku og hún er sennilega ættuð frá Gana. Fuglinn var tveggja ára þegar hann kom til Íslands og er orðinn 26 ára. Fuglar af þessari tegund geta orðið allt að hundrað ára gamlir og eru sérstaklega vinsælir sem gæludýr. Þeir eru þekktir fyrir einstakan hæfileika sinn til að herma eftir hljóðum manna og dýra. Þeir eru smáir en knáir og geta bitið frá sér, bitkraftur fugls af þessari tegund er um 1,2 tonn og þessir fuglar geta auðveldlega klippt fingur af mönnum og hljóðsnúrur tökumanna líkt og starfsmenn Fréttablaðsins urðu varir við. „Þegar ég fékk hana þá goggaði hún í handlegginn á mér og það í gegnum hold, blóðspýjan stóð út í loftið og þetta leit ekki vel út. En það var bara í þetta eina sinn, ég hef ekki lent í neinum vandræðum með hana síðan þá. Goggurinn er hennar aðalverkfæri og varnartól. Hún opnar búrið sitt sjálf með gogginum og hleypir sér inn og út eftir þörfum. Adóra er skemmtilegur félagsskapur,“ segir Runólfur sem reynir í síðasta sinn að kreista fram mjálmið góða, og í þetta sinn heppnaðist það. Blaðamaður fékk það staðfest að það er til páfagaukur sem mjálmar eins og heyra má glöggt í myndskeiði sem fylgir fréttinni á vefsíðu Fréttablaðsins – frettabladid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira