Umrædd tíst fóru í umferð eftir að íhaldsmenn í Bandaríkjunum fóru að deila þeim, en mörg þeirra grínuðust með barnaníð og nauðganir. Þá vilja margir meina að tístin hafi verið grafin upp í hefndarskyni vegna gagnrýni leikstjórans á Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Nú hafa leikarar ofurhetjumyndarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir fullum stuðningi við leikstjórann, en á meðal þeirra eru stjörnur á borð við Chris Pratt, Bradley Cooper, Zoe Saldana og Vin Diesel.
„Við lýsum yfir fullum stuðningi við James Gunn. Það kom okkur í opna skjöldu þegar hann var skyndilega rekinn.”, segir í yfirlýsingunni. Þau segja að þau hafi ákveðið að bíða í tíu daga með að birta yfirlýsinguna til að ræða og íhuga málið vel og vandlega.
Although I don’t support James Gunn’s inappropriate jokes from years ago, he is a good man. I’d personally love to see him reinstated as director of Volume 3. If you please, read the following statement- signed by our entire cast.
A post shared by chris pratt (@prattprattpratt) on Jul 30, 2018 at 9:41am PDT
„Á þeim tíma höfum við fundið fyrir stuðningi frá aðdáendum og fjölmiðlafólki sem vill sjá James fá starfið.”Þau segja andstæðinga hans hafa fagnað brottrekstri hans og segja það fráleitt hve margir hafi trúað „fjarstæðukenndum samsæriskenningum” um leikstjórann.