Lífið

Rauk úr viðtalinu eftir að „barnaníðingatækið“ fór að pípa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Moore var ekki skemmt.
Moore var ekki skemmt.
Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl.

Þættirnir eru hugarfóstur breska grínistans Sacha Baron Cohen sem hefur meðal annars leikið fólk grátt í gervi persóna á borð við Ali G, Borat og Bruno. Í nýju þáttunum bregður hann sér í ýmis gervi með aðstoð förðunarmeistara og fær opinberar persónur til að gera sig að fífli.

Í nýju stiklunni bregður Cohen fyrir í líki hins ísraelska Erran Morad ofursta og ræðir meðal annars við bandaríska stjórnmálamanninn Roy Moore. Fjölmargar konur hafa sakað Moore um kynferðislega áreitni síðustu misseri.

Í viðtalinu sagði Morad Moore frá því að Ísraelsmenn hefðu fundið upp ákveðna tækni sem gæti greint auðveldlega hvort menn væru kynferðisbrotamenn eða barnaníðingar.

Tækið fór að pípa þegar því var beint að Moore og rauk hann að lokum úr viðtalinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×