Sport

ÍR varði titil sinn eftir harða rimmu við FH

ÍR-ingar fagna hér bikarmeistaratitli sínum sem liðið vann eftir spennandi keppni við FH í Borgarnesi um nýliðna helgi.
ÍR-ingar fagna hér bikarmeistaratitli sínum sem liðið vann eftir spennandi keppni við FH í Borgarnesi um nýliðna helgi. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson
ÍR varði bikar­meist­aratitil sinn í frjáls­um íþrótt­um eft­ir æsispennandi baráttu liðsins gegn FH, en þetta var í 52. skiptið sem bikar­meist­ara­mótið er haldið og fór það fram í Borg­ar­nesi að þessu sinni.

ÍR fékk sam­an­lagt 116 stig í heild­ar­keppn­inni, en liðið fékk þrem­ur stig­um meira en FH sem varð í öðru sæti. Breiðablik hafnaði síðan í þriðja sæti með 91 stig.

FH varð bikar­meist­ari í kvennaflokki, en liðið fékk 64 stig og hafði betur á móti ÍR sem náði í 58 stig­. Breiðablik hafnaði í þriðja sæti með 52 stig.

ÍR bar hins vegar sigur úr býtum í karlaflokki með 58 stigum gegn 49 stigum FH-liðsins. UMSS, Ung­menna­sam­band Skaga­fjarðar, hafnaði í þriðja sæti í karla­flokki með 41 stig.

Guðni Val­ur Guðna­son, kúlu­varpari úr ÍR, bætti persónulegt met sitt þegar hann kastaði kúlunni 17,37 metra. Thelma Lind Kristjáns­dótt­ir, kringlukastari úr ÍR, sem varð nýverið Íslandsmeistari í greininni vann sannfærandi sig­ur með kasti upp á 49,67 metra.

Tiana Ósk Whitworth, hlaupari úr ÍR, kom fyrst í mark í 100 metra hlaupi og Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir, Evr­ópu­meist­ari 18 ára og yngri í 100 metra hlaupi, vann 400 metra hlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×