Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 14:52 Frá fundi Íbúðalánasjóðs í hádeginu. vísir/sigurjón Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en í hádeginu í dag stóð sjóðurinn fyrir fundi um áhrif Airbnb á íslenska húsnæðismarkaðinn. Fjöldi gistieininga á Airbnb vex mun hægar áður og þá hefur bókunarhlutfall verið lægra í upphafi þessa árs en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs um Airbnb. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá hagdeild sjóðsins kynnti skýrsluna á fundinum í dag. „Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi og hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Ólafur áætlar að um 1.500-2.000 íbúðir og herbergi á landsvísu séu í stöðugri útleigu á Airbnb og ekki í hefðbundinni notkun sem íbúðarhúsnæði. Fram kom í erindi hans að Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal,“ segir í tilkynningunni. Greining hagdeildar Íbúðalánasjóðs bendir til þess að fjölgun Airbnb-gistieininga geti skýrt samanlagt allt að 5 til 9 prósent hækkun íbúðaverðs hér á landi á tímabilinu 2015 til 2017. Frekari rannsókna sé þó þörf á orsakasambandinu milli Airbnb-útleigu og húsnæðismarkaðar. „Stóraukið framboð, bætt nýting og hærra verð í erlendri mynt hefur valdið mikilli aukningu í tekjum af Airbnb-útleigu undanfarin tvö ár, þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Árið 2016 voru vergar tekjur af útleigu á Airbnb hér á landi um 9,4 milljarðar en í fyrra voru þær um 19,7 milljarðar. Vöxturinn nemur 110% milli ára. Til samanburðar veltu fyrirtæki sem skráð eru sem gististaðir 94 milljörðum króna árið 2017 samkvæmt tölum Hagstofunnar og velta þeirra jókst um 11% milli ára,“ sagði Ólafur Heiðar. „Í mars sl. voru 30% Airbnb-íbúða og -herbergja á Íslandi staðsett í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur en Airbnb-íbúðum á landsbyggðinni hefur hins vegar fjölgað talsvert hraðar en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Milli mars 2016 og mars 2018 fjölgaði íbúðum og herbergjum til leigu í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur um 200 en utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði þeim um 1.400. Útgefnum leyfum fyrir skammtímaleigu hefur þó ekki fjölgað í takt við leigueiningarnar sem skráðar eru á Airbnb. Ólafur sagði að svo virðist sem illa gangi að framfylgja reglum um að umfangsmikil skammtímaleiga íbúða skuli vera leyfisskyld. Í nóvember 2017 voru um 60% íbúða í umfangsmikilli útleigu á Airbnb ekki skráð sem atvinnuhúsnæði þrátt fyrir reglur þar um. Svo virðist sem sveitarfélög verði árlega af hundruðum milljóna króna, jafnvel yfir milljarði, í formi fasteignagjalda vegna Airbnb-íbúða,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs. Airbnb Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41 Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en í hádeginu í dag stóð sjóðurinn fyrir fundi um áhrif Airbnb á íslenska húsnæðismarkaðinn. Fjöldi gistieininga á Airbnb vex mun hægar áður og þá hefur bókunarhlutfall verið lægra í upphafi þessa árs en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs um Airbnb. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá hagdeild sjóðsins kynnti skýrsluna á fundinum í dag. „Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi og hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Ólafur áætlar að um 1.500-2.000 íbúðir og herbergi á landsvísu séu í stöðugri útleigu á Airbnb og ekki í hefðbundinni notkun sem íbúðarhúsnæði. Fram kom í erindi hans að Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal,“ segir í tilkynningunni. Greining hagdeildar Íbúðalánasjóðs bendir til þess að fjölgun Airbnb-gistieininga geti skýrt samanlagt allt að 5 til 9 prósent hækkun íbúðaverðs hér á landi á tímabilinu 2015 til 2017. Frekari rannsókna sé þó þörf á orsakasambandinu milli Airbnb-útleigu og húsnæðismarkaðar. „Stóraukið framboð, bætt nýting og hærra verð í erlendri mynt hefur valdið mikilli aukningu í tekjum af Airbnb-útleigu undanfarin tvö ár, þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Árið 2016 voru vergar tekjur af útleigu á Airbnb hér á landi um 9,4 milljarðar en í fyrra voru þær um 19,7 milljarðar. Vöxturinn nemur 110% milli ára. Til samanburðar veltu fyrirtæki sem skráð eru sem gististaðir 94 milljörðum króna árið 2017 samkvæmt tölum Hagstofunnar og velta þeirra jókst um 11% milli ára,“ sagði Ólafur Heiðar. „Í mars sl. voru 30% Airbnb-íbúða og -herbergja á Íslandi staðsett í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur en Airbnb-íbúðum á landsbyggðinni hefur hins vegar fjölgað talsvert hraðar en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Milli mars 2016 og mars 2018 fjölgaði íbúðum og herbergjum til leigu í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur um 200 en utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði þeim um 1.400. Útgefnum leyfum fyrir skammtímaleigu hefur þó ekki fjölgað í takt við leigueiningarnar sem skráðar eru á Airbnb. Ólafur sagði að svo virðist sem illa gangi að framfylgja reglum um að umfangsmikil skammtímaleiga íbúða skuli vera leyfisskyld. Í nóvember 2017 voru um 60% íbúða í umfangsmikilli útleigu á Airbnb ekki skráð sem atvinnuhúsnæði þrátt fyrir reglur þar um. Svo virðist sem sveitarfélög verði árlega af hundruðum milljóna króna, jafnvel yfir milljarði, í formi fasteignagjalda vegna Airbnb-íbúða,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.
Airbnb Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41 Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15
Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41
Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00