Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2018 14:52 Frá fundi Íbúðalánasjóðs í hádeginu. vísir/sigurjón Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en í hádeginu í dag stóð sjóðurinn fyrir fundi um áhrif Airbnb á íslenska húsnæðismarkaðinn. Fjöldi gistieininga á Airbnb vex mun hægar áður og þá hefur bókunarhlutfall verið lægra í upphafi þessa árs en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs um Airbnb. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá hagdeild sjóðsins kynnti skýrsluna á fundinum í dag. „Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi og hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Ólafur áætlar að um 1.500-2.000 íbúðir og herbergi á landsvísu séu í stöðugri útleigu á Airbnb og ekki í hefðbundinni notkun sem íbúðarhúsnæði. Fram kom í erindi hans að Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal,“ segir í tilkynningunni. Greining hagdeildar Íbúðalánasjóðs bendir til þess að fjölgun Airbnb-gistieininga geti skýrt samanlagt allt að 5 til 9 prósent hækkun íbúðaverðs hér á landi á tímabilinu 2015 til 2017. Frekari rannsókna sé þó þörf á orsakasambandinu milli Airbnb-útleigu og húsnæðismarkaðar. „Stóraukið framboð, bætt nýting og hærra verð í erlendri mynt hefur valdið mikilli aukningu í tekjum af Airbnb-útleigu undanfarin tvö ár, þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Árið 2016 voru vergar tekjur af útleigu á Airbnb hér á landi um 9,4 milljarðar en í fyrra voru þær um 19,7 milljarðar. Vöxturinn nemur 110% milli ára. Til samanburðar veltu fyrirtæki sem skráð eru sem gististaðir 94 milljörðum króna árið 2017 samkvæmt tölum Hagstofunnar og velta þeirra jókst um 11% milli ára,“ sagði Ólafur Heiðar. „Í mars sl. voru 30% Airbnb-íbúða og -herbergja á Íslandi staðsett í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur en Airbnb-íbúðum á landsbyggðinni hefur hins vegar fjölgað talsvert hraðar en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Milli mars 2016 og mars 2018 fjölgaði íbúðum og herbergjum til leigu í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur um 200 en utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði þeim um 1.400. Útgefnum leyfum fyrir skammtímaleigu hefur þó ekki fjölgað í takt við leigueiningarnar sem skráðar eru á Airbnb. Ólafur sagði að svo virðist sem illa gangi að framfylgja reglum um að umfangsmikil skammtímaleiga íbúða skuli vera leyfisskyld. Í nóvember 2017 voru um 60% íbúða í umfangsmikilli útleigu á Airbnb ekki skráð sem atvinnuhúsnæði þrátt fyrir reglur þar um. Svo virðist sem sveitarfélög verði árlega af hundruðum milljóna króna, jafnvel yfir milljarði, í formi fasteignagjalda vegna Airbnb-íbúða,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs. Airbnb Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41 Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Sjá meira
Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en í hádeginu í dag stóð sjóðurinn fyrir fundi um áhrif Airbnb á íslenska húsnæðismarkaðinn. Fjöldi gistieininga á Airbnb vex mun hægar áður og þá hefur bókunarhlutfall verið lægra í upphafi þessa árs en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs um Airbnb. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá hagdeild sjóðsins kynnti skýrsluna á fundinum í dag. „Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi og hefur fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldast á tveimur árum. Ólafur áætlar að um 1.500-2.000 íbúðir og herbergi á landsvísu séu í stöðugri útleigu á Airbnb og ekki í hefðbundinni notkun sem íbúðarhúsnæði. Fram kom í erindi hans að Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal,“ segir í tilkynningunni. Greining hagdeildar Íbúðalánasjóðs bendir til þess að fjölgun Airbnb-gistieininga geti skýrt samanlagt allt að 5 til 9 prósent hækkun íbúðaverðs hér á landi á tímabilinu 2015 til 2017. Frekari rannsókna sé þó þörf á orsakasambandinu milli Airbnb-útleigu og húsnæðismarkaðar. „Stóraukið framboð, bætt nýting og hærra verð í erlendri mynt hefur valdið mikilli aukningu í tekjum af Airbnb-útleigu undanfarin tvö ár, þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Árið 2016 voru vergar tekjur af útleigu á Airbnb hér á landi um 9,4 milljarðar en í fyrra voru þær um 19,7 milljarðar. Vöxturinn nemur 110% milli ára. Til samanburðar veltu fyrirtæki sem skráð eru sem gististaðir 94 milljörðum króna árið 2017 samkvæmt tölum Hagstofunnar og velta þeirra jókst um 11% milli ára,“ sagði Ólafur Heiðar. „Í mars sl. voru 30% Airbnb-íbúða og -herbergja á Íslandi staðsett í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur en Airbnb-íbúðum á landsbyggðinni hefur hins vegar fjölgað talsvert hraðar en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri. Milli mars 2016 og mars 2018 fjölgaði íbúðum og herbergjum til leigu í miðborg og vesturbæ Reykjavíkur um 200 en utan höfuðborgarsvæðisins fjölgaði þeim um 1.400. Útgefnum leyfum fyrir skammtímaleigu hefur þó ekki fjölgað í takt við leigueiningarnar sem skráðar eru á Airbnb. Ólafur sagði að svo virðist sem illa gangi að framfylgja reglum um að umfangsmikil skammtímaleiga íbúða skuli vera leyfisskyld. Í nóvember 2017 voru um 60% íbúða í umfangsmikilli útleigu á Airbnb ekki skráð sem atvinnuhúsnæði þrátt fyrir reglur þar um. Svo virðist sem sveitarfélög verði árlega af hundruðum milljóna króna, jafnvel yfir milljarði, í formi fasteignagjalda vegna Airbnb-íbúða,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.
Airbnb Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15 Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41 Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00 Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Skortur á húsnæði áskorun á komandi kjörtímabili Fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis hafa farið vítt og breitt um landið og rætt við bæði frambjóðendur og kjósendur í bæði minnstu og stærstu sveitarfélögunum. 22. maí 2018 21:15
Fagna hertu eftirliti með heimagistingu Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið. 15. júní 2018 12:41
Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 64 milljónir í hert eftirlit með heimagistingu, á borð við leiguvefinn Airbnb. 11. júní 2018 08:00