Körfubolti

Körfuboltakvöld: Kennslumyndband um hvernig á að skjóta fyrir unga leikmenn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Finnski leikmaður Stjörnunnar var til umræðu í körfuboltakvöldi
Finnski leikmaður Stjörnunnar var til umræðu í körfuboltakvöldi
Finnski leikmaður Stjörnunnar, Antti Kanervo var til umræðu í Dominos körfuboltakvöldi en hann átti stórleik gegn Grindvíkingum þar sem hann skoraði 40 stig.



„Ef þessi strákur fær ekki skot af „screeni“ eða eitthvað slíkt, þá gerist ekki neitt. Hann getur ekki skapað sitt eigið skot að mínu mati.“ sagði Jón Halldór um Antti.



„Í öllum klippunum skapaði hann sín eigin skot,“ svaraði Fannar Ólafsson honum á móti.



Antti byrjaði rólega fyrir Stjörnuna á tímabilinu en hann hefur verið feikiöflugur í síðustu leikjum liðsins og hefur verið að hitta afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna.



Kjartan Atli er ákaflega hrifinn af skotstíl Finnans.



„Sjáið hvað hann er þráðbeinn í loftinu. Hann er einhver teknískasti skotmaður sem ég hef séð. Sjáið hvað hann fer beint upp. Þetta er kennslumyndband um hvernig á að skjóta fyrir unga leikmenn,“ sagði Kjartan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×