Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Benedikt Bóas skrifar 6. september 2018 06:00 Kristín var að sjálfsögðu mætt á forsýningu myndarinnar á þriðjudag. Hér ásamt Hildi Karen. Myndin verður frumsýnd á föstudag. Fréttablaðið/Ernir Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir þreif ekki á sér húðina, sat í sminkstólnum í um 90 mínútur á dag og lagði ansi mikið á sig til að ná gervi Magneu í kvikmyndinni Lof mér að falla. Kristín Júlla förðunarmeistari sá um gervið í myndinni og þó hún vinni bak við myndavélina er hún ein stærsta stjarna myndarinnar. Öll gervi í myndinni eru ótrúlega góð. „Ég undirbjó mig eins vel og ég gat. Hitti fólk, las mér til, horfði á heimildarmyndir og reyndi virkilega að setja mig inn í þennan heim. Kristín Júlla er auðvitað séní. Við vorum saman um 90 mínútur til tvo tíma. Það þurfti að breyta tönnunum og ég reyndi nú að hjálpa til með því að þrífa ekki á mér andlitið,“ segir hún og hlær. „Þetta heppnaðist vel í þessu tilviki en hún Kristín Júlla er auðvitað töfrakona. Ég reyndi að gera mitt en hún gerði töfra og það gerði Eva Vala búningahönnuður líka, þær eru magnaðar.” Kristín og aðrir leikarar og leikstjórinn flugu til Toronto í gær þar sem myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í dag. Hún verður sýnd hér á landi á morgun. „Það var krefjandi að leika hlutverk Magneu en á sama tíma mikill heiður að taka þátt í að segja þessa sögu og vinna með svona ótrúlega hæfileikaríku og mögnuðu fólki.“ Kristín Þóra verður í Þjóðleikhúsinu í vetur, í tveimur sýningum. Samþykki sem verður sýnd í lok október og Loddaranum eftir Molière sem sýnd verður í apríl.. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30 Lof mér að falla valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíðar Asíu, sem fram fer í Suður Kóreu 4.-13. október. 5. september 2018 17:00 Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum "Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það.“ 5. september 2018 10:30 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir þreif ekki á sér húðina, sat í sminkstólnum í um 90 mínútur á dag og lagði ansi mikið á sig til að ná gervi Magneu í kvikmyndinni Lof mér að falla. Kristín Júlla förðunarmeistari sá um gervið í myndinni og þó hún vinni bak við myndavélina er hún ein stærsta stjarna myndarinnar. Öll gervi í myndinni eru ótrúlega góð. „Ég undirbjó mig eins vel og ég gat. Hitti fólk, las mér til, horfði á heimildarmyndir og reyndi virkilega að setja mig inn í þennan heim. Kristín Júlla er auðvitað séní. Við vorum saman um 90 mínútur til tvo tíma. Það þurfti að breyta tönnunum og ég reyndi nú að hjálpa til með því að þrífa ekki á mér andlitið,“ segir hún og hlær. „Þetta heppnaðist vel í þessu tilviki en hún Kristín Júlla er auðvitað töfrakona. Ég reyndi að gera mitt en hún gerði töfra og það gerði Eva Vala búningahönnuður líka, þær eru magnaðar.” Kristín og aðrir leikarar og leikstjórinn flugu til Toronto í gær þar sem myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í dag. Hún verður sýnd hér á landi á morgun. „Það var krefjandi að leika hlutverk Magneu en á sama tíma mikill heiður að taka þátt í að segja þessa sögu og vinna með svona ótrúlega hæfileikaríku og mögnuðu fólki.“ Kristín Þóra verður í Þjóðleikhúsinu í vetur, í tveimur sýningum. Samþykki sem verður sýnd í lok október og Loddaranum eftir Molière sem sýnd verður í apríl..
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30 Lof mér að falla valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíðar Asíu, sem fram fer í Suður Kóreu 4.-13. október. 5. september 2018 17:00 Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum "Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það.“ 5. september 2018 10:30 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar. 25. ágúst 2018 07:30
Lof mér að falla valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta Busan, stærstu kvikmyndahátíðar Asíu, sem fram fer í Suður Kóreu 4.-13. október. 5. september 2018 17:00
Lof mér að falla skildi bíógesti eftir í sjokki og sumir gengu grátandi út úr salnum "Ég er mjög stressaður, ég verð bara að viðurkenna það. Ég var búinn að lofa mér því að halda ekki ræðu um það hvað það er erfitt að vera kvikmyndagerðamaður á Íslandi og hvað við þjáumst mikið fyrir verkið, en shit við gerðum það.“ 5. september 2018 10:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein