Leiðarlok á ferli Friðriks Dórs: Flytur úr landi til að læra innanhússhönnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2018 10:35 Friðrik Dór ætlar að flýja land á næsta ári. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson stendur á tímamótum en hann fagnar þrítugsafmæli sínu í október með stórtónleikum undir yfirskriftinni „Í síðasta skipti“. Tónleikarnir marka „ákveðin leiðarlok“ á ferli Friðriks sem hyggur á nám í innanhússhönnun á Ítalíu á næsta ári.Er Frikki Dór að hætta? Friðrik ræddi tónleikana og framtíðaráform sín í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Margir ráku upp stór augu þegar tónleikaboð tóku að berast á samfélagsmiðlum, þar eð í lýsingu á viðburðunum segir að tónleikarnir „endurspegli ákveðin leiðarlok á ferli Friðriks“. Þá er nafn tónleikanna „Í síðasta skipti“, eins og áður sagði, og því hafa margir velt því fyrir sér hvort Friðrik hyggist leggja hljóðnemann á hilluna fyrir fullt og allt. „Þetta er vísun í lagið auðvitað,“ segir Friðrik, inntur eftir því hvað yfirskrift tónleikanna tákni. Þá sé vissulega um að ræða ákveðin tímamót á ferlinum. „Þetta er í síðasta skipti sem ég held mína eigin tónleika í einhvern tíma en ég verð áfram í þessum verkefnum sem maður er í dagsdaglega í þessu blessaða starfi.“Gamall draumur að læra innanhússhönnun Þá verður einhver bið á næstu tónleikum þar sem Friðrik ætlar að láta gamlan draum rætast og setjast aftur á skólabekk á næsta ári. „En eins og ég segi, tónleikarnir verða þeir síðustu í bili vegna þess að 2019 stefni ég á að fara í nám erlendis,“ segir Friðrik og bætir jafnframt við að innanhússhönnun hafi orðið fyrir valinu. „Þegar ég var yngri þá var þetta alltaf stefnan að fara í innanhússhönnun en það frestaðist af hinum ýmsu ástæðum og aðallega út af tónlistinni. Svo fór ég í viðskiptafræði og kláraði hana, það var aðallega fyrir mömmu mína til að vera með einhverja gráðu.“Tvennir tónleikar í Kaplakrika Að sögn Friðriks hefur hann og fjölskylduna lengi langað að búa erlendis. Þá eru allar líkur á að ítölsku borgirnar Mílanó eða Flórens verði fyrir valinu, enda hefur Ítalía löngum verið talin mekka hönnunar í heiminum. Friðrik ítrekar þó að ekki sé um að ræða formleg lok á tónlistarferlinum. „Ég er ekkert búinn að renna fyrir munninn á mér.“ Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni „Friðrik Dór – Í síðasta skipti“ verða haldnir þann 6. október næstkomandi í Kaplakrika í Hafnarfirði en Friðrik verður þrítugur daginn eftir. Fyrri tónleikarnir eru fjölskyldutónleikar og hefjast klukkan 15 og þá verður blásið til kvöldtónleika klukkan 21. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, 12. júlí.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Friðrik Dór í heild sinni.Og hér að neðan má hlusta á lagið Leiðarlok af fyrstu plötu Friðriks Dórs, Allt sem þú átt, sem verður að teljast viðeigandi á þessu stigi málsins. Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00 Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson stendur á tímamótum en hann fagnar þrítugsafmæli sínu í október með stórtónleikum undir yfirskriftinni „Í síðasta skipti“. Tónleikarnir marka „ákveðin leiðarlok“ á ferli Friðriks sem hyggur á nám í innanhússhönnun á Ítalíu á næsta ári.Er Frikki Dór að hætta? Friðrik ræddi tónleikana og framtíðaráform sín í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Margir ráku upp stór augu þegar tónleikaboð tóku að berast á samfélagsmiðlum, þar eð í lýsingu á viðburðunum segir að tónleikarnir „endurspegli ákveðin leiðarlok á ferli Friðriks“. Þá er nafn tónleikanna „Í síðasta skipti“, eins og áður sagði, og því hafa margir velt því fyrir sér hvort Friðrik hyggist leggja hljóðnemann á hilluna fyrir fullt og allt. „Þetta er vísun í lagið auðvitað,“ segir Friðrik, inntur eftir því hvað yfirskrift tónleikanna tákni. Þá sé vissulega um að ræða ákveðin tímamót á ferlinum. „Þetta er í síðasta skipti sem ég held mína eigin tónleika í einhvern tíma en ég verð áfram í þessum verkefnum sem maður er í dagsdaglega í þessu blessaða starfi.“Gamall draumur að læra innanhússhönnun Þá verður einhver bið á næstu tónleikum þar sem Friðrik ætlar að láta gamlan draum rætast og setjast aftur á skólabekk á næsta ári. „En eins og ég segi, tónleikarnir verða þeir síðustu í bili vegna þess að 2019 stefni ég á að fara í nám erlendis,“ segir Friðrik og bætir jafnframt við að innanhússhönnun hafi orðið fyrir valinu. „Þegar ég var yngri þá var þetta alltaf stefnan að fara í innanhússhönnun en það frestaðist af hinum ýmsu ástæðum og aðallega út af tónlistinni. Svo fór ég í viðskiptafræði og kláraði hana, það var aðallega fyrir mömmu mína til að vera með einhverja gráðu.“Tvennir tónleikar í Kaplakrika Að sögn Friðriks hefur hann og fjölskylduna lengi langað að búa erlendis. Þá eru allar líkur á að ítölsku borgirnar Mílanó eða Flórens verði fyrir valinu, enda hefur Ítalía löngum verið talin mekka hönnunar í heiminum. Friðrik ítrekar þó að ekki sé um að ræða formleg lok á tónlistarferlinum. „Ég er ekkert búinn að renna fyrir munninn á mér.“ Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni „Friðrik Dór – Í síðasta skipti“ verða haldnir þann 6. október næstkomandi í Kaplakrika í Hafnarfirði en Friðrik verður þrítugur daginn eftir. Fyrri tónleikarnir eru fjölskyldutónleikar og hefjast klukkan 15 og þá verður blásið til kvöldtónleika klukkan 21. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, 12. júlí.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Friðrik Dór í heild sinni.Og hér að neðan má hlusta á lagið Leiðarlok af fyrstu plötu Friðriks Dórs, Allt sem þú átt, sem verður að teljast viðeigandi á þessu stigi málsins.
Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00 Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira
Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00
Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30