Lífið

Dóttir Sögu og Snorra fær nafn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir hafa verið par í nokkur ár.
Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir hafa verið par í nokkur ár. VÍSIR/ANTON/DANÍEL
Dóttur leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur og tónlistarmannsins Snorra Helgasonar hefur verið gefið nafn. Stúlkan, sem kom í heiminn þann 28. febrúar síðastliðinn, heitir Edda Kristín.

Saga greindi frá nafngiftinni á Instagram-reikningi sínum í gærkvöldi og deildi þar mynd af sér ásamt tveimur Eddum, systur sinni og nýnefndri dótturinni.

„Elsku Edda systir er miklu þolinmóðari, frjósamari og rauðhærðari en ég. Hér má sjá hana ásamt dóttur minni Eddu Kristínu í nafnaveislu þeirrar síðarnefndu. Mikið er ég heppin að eiga þær að,“ skrifar Saga.

Edda Kristín er fyrsta barn foreldra sinna og óskar Lífið fjölskyldunni innilega til hamingju með nafnið.


Tengdar fréttir

Saga Garðars á steypinum í ræktinni

"Settur dagur á morgun,“ segir grínistinn og leikkonan Saga Garðarsdóttir í færslu sinni á Twitter. Þar birtir hún myndband af sér í ræktinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.