Hafnarfjarðarmótið flutt úr Strandgötu og yfir á Ásvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2018 14:00 Haukamaðurinn Daníel Ingason skorar í leik á móti FH á síðustu leiktíð. Fréttablaðið/Anton Fjögur af fimm efstu liðum Olís-deildar karla í fyrra taka þátt í hinu árlega Hafnarfjarðarmóti sem hefst í kvöld. Það er því von á góðum handbolta og spennandi keppni. Hafnarfjarðarmótið hefur verið spilað á Strandgötunni undanfarin ár en mótið hefur nú verið flutt yfir í Schenkerhöllina á Ásvöllum. Þetta mót hefur verið fastur liður á haustin og þar spila oftast mjög sterk lið við Hafnarfjarðarfélögin tvö. Engin breyting er á því í ár. „Mótið í ár er haldið í ár til heiðurs 150 ára fæðingarafmælis Séra Friðriks. Þess vegna verður mótið spilað í Schenkerhöllinni og veður það spilað þriðjudag, fimmtudag og laugardag og eru þáttakendur mótsins í ár Haukar, FH, Selfoss og Valur,“ segir í frétt á heimasíðu Hauka. Íslands- og bikarmeistarar ÍBV eru eina liðið úr topp fimm sem ekki er með á þessu móti. Selfyssingar urðu í öðru sæti í deildarkeppninni og FH-ingar komust alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Haukarnir duttu út úr úrslitakeppninni á móti verðandi Íslandsmeisturum ÍBV en höfðu áður slegið Val út í átta liða úrslitunum.Hið árlega Hafnarfjarðarmót hefst á þriðjudag og í ár eru það HAUKAR, @FH_Handbolti, @selfosshandb og @valurhandbolti sem taka þátt. Mótið í ár verður haldið á Ásvöllum og hvetjum við alla til að mæta í Schenkerhöllina #handbolti#olisdeildin#Seinnibylgjan#haukarhaukarpic.twitter.com/TgoLLpXAFG — Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) August 19, 2018 Leikjaplan mótsins í ár er þannig: Þriðjudagurinn 21. ágúst Klukkan 18.00 Haukar – Valur Klukkan 20.00 FH – Selfoss Fimmtudagurinn 23. ágúst Klukkan 18.00 FH – Valur Klukkan 20.00 Haukar – Selfoss Laugardagurinn 25. ágúst Klukkan 14.00 Selfoss – Valur Klukkan 16.00 Haukar – FH. Frítt er inn á mótið og verða allir leikir mótsins eru líka sýndir beint á Haukar TV. Olís-deild karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Fjögur af fimm efstu liðum Olís-deildar karla í fyrra taka þátt í hinu árlega Hafnarfjarðarmóti sem hefst í kvöld. Það er því von á góðum handbolta og spennandi keppni. Hafnarfjarðarmótið hefur verið spilað á Strandgötunni undanfarin ár en mótið hefur nú verið flutt yfir í Schenkerhöllina á Ásvöllum. Þetta mót hefur verið fastur liður á haustin og þar spila oftast mjög sterk lið við Hafnarfjarðarfélögin tvö. Engin breyting er á því í ár. „Mótið í ár er haldið í ár til heiðurs 150 ára fæðingarafmælis Séra Friðriks. Þess vegna verður mótið spilað í Schenkerhöllinni og veður það spilað þriðjudag, fimmtudag og laugardag og eru þáttakendur mótsins í ár Haukar, FH, Selfoss og Valur,“ segir í frétt á heimasíðu Hauka. Íslands- og bikarmeistarar ÍBV eru eina liðið úr topp fimm sem ekki er með á þessu móti. Selfyssingar urðu í öðru sæti í deildarkeppninni og FH-ingar komust alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Haukarnir duttu út úr úrslitakeppninni á móti verðandi Íslandsmeisturum ÍBV en höfðu áður slegið Val út í átta liða úrslitunum.Hið árlega Hafnarfjarðarmót hefst á þriðjudag og í ár eru það HAUKAR, @FH_Handbolti, @selfosshandb og @valurhandbolti sem taka þátt. Mótið í ár verður haldið á Ásvöllum og hvetjum við alla til að mæta í Schenkerhöllina #handbolti#olisdeildin#Seinnibylgjan#haukarhaukarpic.twitter.com/TgoLLpXAFG — Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) August 19, 2018 Leikjaplan mótsins í ár er þannig: Þriðjudagurinn 21. ágúst Klukkan 18.00 Haukar – Valur Klukkan 20.00 FH – Selfoss Fimmtudagurinn 23. ágúst Klukkan 18.00 FH – Valur Klukkan 20.00 Haukar – Selfoss Laugardagurinn 25. ágúst Klukkan 14.00 Selfoss – Valur Klukkan 16.00 Haukar – FH. Frítt er inn á mótið og verða allir leikir mótsins eru líka sýndir beint á Haukar TV.
Olís-deild karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira