Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. mars 2018 19:00 Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira