Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2018 23:30 Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga þann 19. maí. Vísir/Getty Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu. Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00