Faðir brúðarinnar á leið í hjartaaðgerð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2018 23:30 Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga þann 19. maí. Vísir/Getty Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu. Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Það lítur út fyrir að Thomas Markle, faðir leikkonunnar Meghan Markle, muni ekki verða viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Upphaflega stóð til að hann myndi fylgja henni upp að altarinu en mikil óvissa hefur ríkt í kringum málið, sem hefur reynst Meghan mjög erfitt. Thomas segir í samtali við TMZ að hann muni fara í hjartaaðgerð snemma á miðvikudagsmorgun. Læknarnir munu þá laga stíflu og gera við skemmdir og annað sem þörf er á. Kemur einnig fram að Thomas hafi fengið hjartaáfall í síðustu viku. Þykir ólíklegt að hann nái að ferðast til Bretlands fyrir brúðkaupið um helgina. Fyrr í dag hafði Thomas sagt í samtali við TMZ að hann stefndi á að mæta í brúðkaupið til þess að fylgja dóttur sinni upp að altarinu og vera hluti af þessari „sögulegu stund.“ Eftir þetta var ákveðið að skera hann upp strax í fyrramálið. CNN hafði samband við Kensington-höll vegna fréttar TMZ en talsmenn hallarinnar neituðu að tjá sig. Sjúkrahúsið í Rosarito í Mexíkó, þar sem talið er að Thomas dvelji, vildi heldur ekki svara fyrirspurnum CNN. Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu.Skjáskot/Daily MailLjósmyndahneyksli olli fjaðrafoki Eins og kom fram á Vísi í dag hefur ljósmyndahneyksli tengt honum varpað skugga á konunglega brúðkaupið. Thomas Markle ætlaði að gera tilraun til að bæta ímynd sína í breskum blöðum og var því ráðinn paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af honum og dreifa til fjölmiðla sem greiddu fyrir þær háar fjárhæðir. Þegar upp komst að myndatökurnar hefðu verið sviðsettar olli það miklu fjaðrafoki. Í tilkynningu frá Kensington-höll fyrr í vikunni sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi enda eru aðeins örfáir dagar til stefnu. Athöfnin verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31 Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Vill verða Díana númer 2 Kastljósið er á Meghan Markle sem senn gengur að eiga Harry Bretaprins. Hún kemur úr sundraðri fjölskyldu og ólíklegt er að systkinum hennar verði boðið í brúðkaupið. 5. maí 2018 08:30
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Meghan Markle kveður Suits Síðasti þáttur verðandi prinsessunnar var sýndur í Bandaríkjunum í gær. 26. apríl 2018 08:31
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00