Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu. Daily Mail Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi. Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi.
Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“