Ingi: Getum ekki reiknað með Pavel fyrr en við sjáum hann á æfingu Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2018 21:53 Ingi var ánægður með sína menn í kvöld. vísir/ernir Nýr þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, er kominn aftur á heimaslóðir en hann þjálfaði KR frá 1999 til 2004 en er snúinn aftur í Vesturbæinn til að sjá um uppbygginguna eftir ansi langa og samfellda sigurgöngu KR í körfubolta undanfarin ár. Fyrsti leikurinn var fyrr í kvöld á móti nýliðum Skallagríms og var hann spurður að því hvernig tilfinningin væri að klára fyrsta leikinn í nýjum búning. „Þetta er nú gamall og góður búningur og maður flýr ekki uppruna sinn. Tilfinningin er samt ótrúlega góð,” sagði Ingi Þór í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigldu heimamenn fram úr en sex stigum munaði á liðunum í hálfleik en KR vann að lokum 109-93. Ingi Þór var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Við tökum ekkert af Skallagrím, þeir voru sprækir og gerðu mjög vel hérna. Voru að skjóta boltanum mjög vel og sóttu hart að okkur en við náðum svo að stoppa fyrir smá leka og héldum síðan ákafanum út leikinn þannig að leiðir skildu en við erum kannski með örlítið meiri breidd en þeir.” „Við löguðum nokkur atriði varnarlega og það gaf okkur auðveldar körfur sem við nýttum okkur til að skapa sigurinn.“ Inga líst mjög vel á komandi tímabil en gerir sér alveg grein fyrir því að verkefnið er ærið enda er þetta sigursæla félag í endurbyggingu. „Þetta er bara nýtt lið. Liðið sem í fyrra hökti að titlinum á nánast ótrúlegan hátt er farið nánast allt eða allavega hryggjarsúlan úr því. Þekkingin er hinsvegar til staðar hérna og við erum bara auðmjúk og nálgumst verkefnið þannig að við ætlum okkur að búa til gott lið og taka okkur tíma í það.” „Við erum raunhæf og erum ekkert að taka fram úr okkur með neitt, ætlum að láta verkin tala.” „Eins og staðan er í dag þá eigum við langt í land, við sýndum það seinasta sunnudag að við eigum langt í land til að vera góðir og á meðan ég og Hjalti og strákarnir erum meðvitaðir um þetta og erum að vinna í því þá eigum við eftir að vera betri.“ Að lokum var Ingi spurður út í stöðuna á Pavel Ermolinskij en ekkert hefur heyrst um það hvað hann ætlar að gera í vetur. „Staðan hjá Pavel er í raun og veru óákveðin, hann er meiddur og ekki að æfa með okkur eins og er. Vonandi þegar lengra líður þá gerist eitthvað í þeim málum. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með hann í hópnum hjá okkur þannig að við getum ekkert reiknað með honum fyrr en við sjáum hann á æfingu.” Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Nýr þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, er kominn aftur á heimaslóðir en hann þjálfaði KR frá 1999 til 2004 en er snúinn aftur í Vesturbæinn til að sjá um uppbygginguna eftir ansi langa og samfellda sigurgöngu KR í körfubolta undanfarin ár. Fyrsti leikurinn var fyrr í kvöld á móti nýliðum Skallagríms og var hann spurður að því hvernig tilfinningin væri að klára fyrsta leikinn í nýjum búning. „Þetta er nú gamall og góður búningur og maður flýr ekki uppruna sinn. Tilfinningin er samt ótrúlega góð,” sagði Ingi Þór í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigldu heimamenn fram úr en sex stigum munaði á liðunum í hálfleik en KR vann að lokum 109-93. Ingi Þór var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Við tökum ekkert af Skallagrím, þeir voru sprækir og gerðu mjög vel hérna. Voru að skjóta boltanum mjög vel og sóttu hart að okkur en við náðum svo að stoppa fyrir smá leka og héldum síðan ákafanum út leikinn þannig að leiðir skildu en við erum kannski með örlítið meiri breidd en þeir.” „Við löguðum nokkur atriði varnarlega og það gaf okkur auðveldar körfur sem við nýttum okkur til að skapa sigurinn.“ Inga líst mjög vel á komandi tímabil en gerir sér alveg grein fyrir því að verkefnið er ærið enda er þetta sigursæla félag í endurbyggingu. „Þetta er bara nýtt lið. Liðið sem í fyrra hökti að titlinum á nánast ótrúlegan hátt er farið nánast allt eða allavega hryggjarsúlan úr því. Þekkingin er hinsvegar til staðar hérna og við erum bara auðmjúk og nálgumst verkefnið þannig að við ætlum okkur að búa til gott lið og taka okkur tíma í það.” „Við erum raunhæf og erum ekkert að taka fram úr okkur með neitt, ætlum að láta verkin tala.” „Eins og staðan er í dag þá eigum við langt í land, við sýndum það seinasta sunnudag að við eigum langt í land til að vera góðir og á meðan ég og Hjalti og strákarnir erum meðvitaðir um þetta og erum að vinna í því þá eigum við eftir að vera betri.“ Að lokum var Ingi spurður út í stöðuna á Pavel Ermolinskij en ekkert hefur heyrst um það hvað hann ætlar að gera í vetur. „Staðan hjá Pavel er í raun og veru óákveðin, hann er meiddur og ekki að æfa með okkur eins og er. Vonandi þegar lengra líður þá gerist eitthvað í þeim málum. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með hann í hópnum hjá okkur þannig að við getum ekkert reiknað með honum fyrr en við sjáum hann á æfingu.”
Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira