Handbolti

Þrettán mörk frá Örnu Sif í sigri ÍBV á Akureyri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arna Sif var í sérflokki í kvöld.
Arna Sif var í sérflokki í kvöld. vísir/ernir
Arna Sif Pálsdóttir var í miklum ham er ÍBV vann átta marka sigur, 34-26, á nýliðum KA/Þór er liðin mættust í Olís-deild kvenna í kvöld.

ÍBV tapaði óvænt fyrir HK á heimavelli í síðustu umferð á meðan nýliðar KA/Þór gerðu sér lítið fyrir og skelltu Haukum á Ásvöllum.

Eyjastúlkur voru heldur betur mættar til leiks í kvöld en þær voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 17-14. Þær slökuðu ekki á klónni í síðari hálfleik og unnu átta marka sigur.

Arna Sif Pálsdóttir var í sérflokki í liði ÍBV. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði þrettán mörk. Næst var Greta Kavaliuskaite með sex mörk.

Í liði heimastúlkna var það sem fyrr Martha Hermannsdóttir var markahæst með sex mörk en næst var Sólveig Lára Kristjánsdóttir með fimm.

ÍBV er því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og er á toppnum, að minnsta kosti tímabundið, en KA/Þór er með tvö stig í fimmta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×