Einar Valur Ingimundarson er 68 ára gamall umhverfisverkfræðingur sem starfaði lengi sem raungreinakennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann tapaði nánast öllu sparifé sínu í hruninu og missti svo íbúðina sína á nauðungarsölu fyrr á þessu ári vegna láns sem hann tók í japönskum jenum árið 2008. Einar Valur segist sjá mest eftir því að hafa ekki treyst innsæinu heldur bankastarfsmönnum í aðdraganda hrunsins. Sparifé Einars Vals hljóp á tugum milljóna og var að mestu bundið í hlutabréfum og peningabréfum. Hann tapaði meirihlutanum af hlutabréfaeign sinni en hann átti meðal annars hlutabréf í Landsbankanum, Kaupþingi, Exista og Straumi Burðarás. Þá átti hann einnig peningabréf í Landsbankanum en hluta af þeim sparnaði fékk hann til baka. Hlutabréfin í bönkunum urðu hins vegar verðlaus við fall þeirra. „Ég áttaði mig nú alveg á því sem venjulegur ríkisstarfsmaður að þá myndi ég nú ekki bera mikinn og ríkulegan eftirlaunasjóð úr bítum. Þannig að ég ákvað það að eiga svolítið af lífeyri sjálfur þegar ég myndi hætta að vinna og þetta safnaðist saman. Síðan fór þetta allt á fleygiferð þegar menn byrjuðu að ávaxta féð í bönkunum á ævintýralegan hátt en ég var viðskiptavinur Landsbankans og hafði keypt alls konar hlutabréf og svona alls konar sem gaf mér skattaafslátt, eins og þúsundir manna gerðu,“ segir Einar Valur spurður út í sparnaðinn sinn.Einar Valur hefur verið viðskiptavinur Landsbankans í fjölda ára en hann er alls ekki sáttur við framgöngu bankans í lánamálinu.vísir/vilhelm„Ódýrt lán sem er mjög hagstætt fyrir þig“ Í upphafi árs 2008 vildi hann selja hlutabréfin sín í Landsbankanum til að aðstoða ættingja við húsnæðiskaup. „Þá var verðgildi hlutabréfanna í Landsbankanum 18 milljónir. Með þetta fór ég til þjónustufulltrúanna sem ég hafði annars átt prýðilegt samband við. [...] Þau vildu nú rabba aðeins við mig og buðu mér þann kost að ef ég myndi nú ekki selja bréfin þá myndu þau geta tekið þau að veði og látið mig hafa ígildi þeirra 18 milljóna sem þau voru þess virði þá.“ Lánið var í formi yfirdráttarheimildar á myntveltureikningi Einars Vals. Lánið var í japönskum jenum og á hagstæðum kjörum sem Einar Valur var ánægður með. „Eins og þau sögðu „Ódýrt lán sem er mjög hagstætt fyrir þig.“ Þau létu mig hafa lán í jenum og af því að ég var nú talinn góður viðskiptavinur þá voru vextirnir hálft prósent. Það segir sig náttúrulega sjálft að auðvitað finnst manni það vera ljómandi gott í samanburði við vaxtakjörin á íslenskum krónum,“ segir Einar Valur. Hann bætir við að hann vilji meina að þessi ráðgjöf sem hann fékk í bankanum um að selja ekki bréfin heldur taka hagstætt gengislán með veði í bréfunum hafi verið hluti af þeim viðskiptaháttum Landsbankans sem lýst var í dómi Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli bankans. Þar voru fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans dæmdir fyrir mikil kaup eigin fjárfestinga bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Á móti voru sölutilboð þeirra og sölur í sjálfvirkum pörunarviðskiptum óveruleg. Var talið sannað að þau viðskipti gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna í bankanum ranglega eða misvísandi til kynna. „Núna þegar maður lítur til baka og les meðal annars Hæstaréttardóminn sem kveðinn var upp yfir bankastjórum Landsbankans þá kemur það í ljós að á þessum tíma þá hélt bankinn uppi gengi bréfanna vísvitandi með því að hafa áhrif á viðskiptamenn og kaupa eigin bréf þannig að gengið héldist og héngi uppi í því sem það var. Þetta er ein af ástæðum þess að þeir fengu fangelsisdóma af því að þetta var kölluð markaðsmisnotkun,“ segir Einar Valur.Einar Valur vann mál sem bankinn höfðaði gegn honum í héraði en tapaði því svo í Hæstarétti.vísir/vilhelmDóttir og gamall vinnufélagi til vitnis um samskiptin við bankann Nokkrum mánuðum eftir að Einar Valur tók yfirdráttarlánið segir hann að hringt hafi verið í hann frá bankanum og óskað eftir frekari veðum en hlutabréfunum í Landsbankanum fyrir láninu. „Þetta var svona dálítið, já svona leiðinlegt samtal, ég var pínu reiður af því ég áttaði mig á því þarna að þarna var hringavitleysan byrjuð. En samtalið endaði með því að ég veitti leyfi til að taka veð í öðrum hlutabréfapakka sem ég átti þarna en með þeim fyrirmælum að þau skyldu síðan ekki reyna þetta aftur. Ef svona veðkall þyrfti að gera aftur þá þyrftu þau bara að selja bréfin og gera upp mína skuld. Þá var það alveg klárt og þetta var símtal sem bankinn tók upp.“ Í september 2008 kallar bankinn síðan eftir frekari veðum að sögn Einars Vals og var dóttir hans vitni að símtalinu við bankann. „Þá sagði ég við þann þjónustufulltrúa, nú hefurðu þau fyrirmæli skýr sem ég gaf ykkur fyrr í sumar að ef svona veðkall kæmi aftur þá hafið þið leyfi til þess að selja það sem væri að veði.“ Einar Valur kveðst hafa farið í bankann og ítrekað þetta. Gamall vinnufélagi var vitni af samtalinu. „Þegar ég er á leiðinni niður í banka á Laugaveg 77 þá hitti ég gamlan samkennara minn sem vildi svo til að átti afmæli þennan dag og bauð mér í kaffi. Ég sagði að ég skyldi nú þiggja hjá honum kaffi en hvort hann vildi ekki koma með mér inn í bankann, ég þyrfti að ganga þannig frá málum að það yrði ekkert meira rugl í mínum málum. Við förum þarna upp á verðbréfadeildina og ég tala þar við tvær manneskjur sem ég get nafngreint en ég ætla ekki að gera það í þessu viðtali. Og hann er vitni að þessu, hann er einn af þeim sem bar vitni fyrir héraðsdómi, þarna er ég gjaldfær um allt þetta lán og ég er svikinn um þetta. Eða eins og segir í dómnum, þarna kemur fram ákveðinn óheiðarleiki hjá bankanum sem leiðir svo til þess nokkrum árum seinna að bankinn telur sér það til sóma að fara að innheimta þetta lán hjá mér.“Einar Valur varði sig sjálfur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en dómur í málinu gekk í febrúar 2016.vísir/vilhelmLeið ekki vel með að fá stefnuna frá bankanum Dómurinn sem Einar Valur vísar þarna til er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar 2016 þegar hann var sýknaður af kröfu bankans um að borga gengislánið til baka. Bankinn fór í mál við hann árið 2014 til að innheimta lánið með kröfu sem hljóðaði upp á 26 milljónir króna. Einar Valur segir samtal hafa verið í gangi á milli sín og bankans áður en honum var stefnt um að hann myndi borga lánið til baka. Hann hafði verið með önnur lán hjá bankanum sem hann hafði alltaf greitt af og það allt farið á besta veg, eins og hann orðar það. Útibússtjóri Landsbankans á Laugavegi 77 vildi semja við hann um greiðslu gengislánsins að sögn Einars Vals. „Ég samþykkti að það færi fram svokallað greiðslumat á því hvað ég gæti borgað því á þessum tíma var ég raunverulega hættur að vinna og ég lagði inn öll gögn til bankans varðandi það hvað ég gæti borgað. En síðan þegar þessi gögn eru búin að vera dágóðan tíma inni í bankanum þá hættir þessi útibússtjóri í sínu hlutverki og fer að gegna öðrum störfum hjá bankanum,“ segir Einar Valur. Hann segist því aldrei hafa fengið neitt greiðslumat í hendurnar. „Mér er aldrei boðið neitt og það eina sem ég fæ að lokum er stefna, gjörið svo vel að borga þetta.“* Bankinn stefndi Einari Val árið 2014. Aðspurður segir hann að honum hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel með að fá stefnuna. „Ég talaði við nokkra lögfræðinga sem ég hafði haft góð samskipti við. Þeir sögðu bara að allt sem snýr að bönkunum og Fjármálaeftirlitinu það er fyrirfram tapað vegna þess að stjórnvöld hafa gefið bönkunum þannig rauðan dregil inn í dómstólana að það er eiginlega vonlaust að vinna svona mál. Einn þeirra sagði ég skal kannski hjálpað þér ef þú vilt verja þig sjálfur ég get hjálpað þér að gera greinargerð og annað, svo það varð á endanum þannig að ég bara gerði þetta,“ segir Einar Valur.Óskaði eftir upptökum af símtölum hans við bankann Krafa bankans á hendur Einari Val byggðist á endurútreikningi lánsins frá árinu 2012 en áður en það hafði verði endurreiknað fór það úr því að vera 18 milljónir króna í 40 milljónir. Við meðferð málsins fyrir dómi óskaði Einar Valur eftir því að afrit af símtölum hans við bankann frá árinu 2008 þar sem hann segist hafa farið fram á það við þjónustufulltrúa að bréfin hans í bankanum skyldu seld. „En þegar bankinn var búinn að leita í þrjá mánuði að tilteknum upptökum þá kom bankinn til baka og sagði „Við finnum ekkert.“ Dómarinn sneri sér að mér og sagði „Það er nú ekki gott fyrir þig Einar Valur, vilt þú reyna að afla þér frekari sannana en þessar hljóðupptökur?“ Á þeim tíma þá mundi ég eiginlega ekki eftir því hvernig aðstæðurnar voru. Ég var búinn að steingleyma því að þessi kunningi kom með mér í bankann og ég mundi ekkert eftir því að dóttir mín var með mér í bílnum en það vildi bara þannig til að hún átti þetta í dagbókinni sinni.“Einar Valur átti íbúð í miðborg Reykjavíkur sem seld var á nauðungarsölu fyrr á árinu til innheimtu á láninu.vísir/vilhelm„Landsbanki með leiðindi“ Einar Valur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og voru dóttur hans og vinnufélagi vitni um að hann hefði viljað selja bréfin í bankanum eða eins og segir í dómi héraðsdóms: „Stefndi lagði fram ljósrit af síðu úr dagbók dóttur sinnar, Valgerðar, með texta sem hún skrifaði við föstudaginn 26. september 2008. Þar segir: Úff! þvílíkur dagur. Gat klárað næstum allt í ... okkar pabba en ó ó ó shit hvað mér leið ömurlega þegar ég heyrði pabba verða öskureiðan í símann. Landsbanki með leiðindi. Er mjög forvitin og heyrði að pabbi talaði um að selja hlutabréf. Veit ekki hvort hann sé kominn í vanda út af því að hjálpa okkur með íbúðina. Langar svo að spyrja pabba hvaða hlutabréf hann vill selja en það kemur mér já ekki við. Hann bauðst til að hjálpa mér því ég átti von á barni... Valgerður Einarsdóttir kom fyrir dóm og staðfesti þessa frásögn í dagbók sinni. Jafnframt leiddi stefndi vitnið Ágúst Ásgeirsson, sem er fyrrum samstarfsmaður hans. Ágúst kvaðst hafa hitt stefnda þann 29. september 2008. Honum hafi verið mikið niðri fyrir. Hann hafi farið með stefnda inn í útibú Landsbankans að Laugavegi 77. Einar hafi þar sagt við starfsmenn bankans að þeir yrðu nú að setja hlutabréf hans í bankanum upp í lánið hans. Vitnið kvaðst muna þessa dagsetningu vel, en þetta væri afmælisdagur hans.“ Fram kemur í dómnum að bankinn hafi mótmælt sönnunargildi framburði þessara vitna og sagði það ósannað að Einar Valur hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin upp í skuldina. „Niðurstaða dómsins var sú að ég var sýknaður af kröfu bankans. Dómsorðið var það að starfsmenn bankans hefðu verið óheiðarlegir gagnvart mér og því bæri mér ekki að borga það sem bankinn hefði sannarlega átt að gera upp á sínum tíma. Ég hugsaði bara með mér að það væri til eitthvað réttlæti hérna.“Að selja ekki bréfin heldur taka yfirdráttarlán „féll að þessum fyrirætlunum bankans“ Hér er gripið niður í dómsorðin í dómi héraðsdóms: „Stefndi stofnaði til skuldar við Landsbanka Íslands á sérstökum gjaldeyrisreikningi með yfirdráttarheimild. Stefnandi hefur ekki upplýst hversu lengi heimildin átti að gilda. Telja verður fullvíst að stefnda hafi ekki dottið þetta form lántöku í hug sjálfum og verður að leggja til grundvallar að starfsmenn Landsbanka Íslands hafi ráðlagt honum að taka þetta yfirdráttarlán, eins og hann heldur fram. Stefndi fullyrðir að hann hafi beðið um að skuld sín yrði gerð upp í lok september 2008 með því að verðbréf hans, sem hafi verið veðsett til tryggingar yfirdrættinum, yrðu seld. Hann hefur leitt dóttur sína til vitnis um símtal við starfsmann bankans og fyrrum samstarfsmann sem vitnar um heimsókn stefnda í bankann og ósk hans um sölu bréfanna. Þá skoraði hann á stefnanda að leggja fram upptökur af samtölum hans við starfsmenn bankans, en stefnandi varð ekki við þeirri áskorun. Sú skýring sem lögmaður stefnanda gaf að stefndi yrði að veita nákvæmari upplýsingar til að unnt væri að finna umrædd samtöl er fyrirsláttur sem er að engu hafandi. Samkvæmt framansögðu verður að telja sannað að stefndi hafi beðið um að skuld hans yrði gerð upp með sölu verðbréfa sem voru í vörslu bankans. Þessari beiðni var ekki sinnt.“ Er síðan tiltekið í niðurstöðu dómsins að „alþekkt“ sé nú að á árinu 2008 hafi forsvarsmenn Landsbankans unnið að því „að hindra að hlutabréf í bankanum lækkuðu í verði. Sú ákvörðun stefnda að selja ekki bréf sín í janúar 2008, heldur að taka lán í formi yfirdráttar, féll að þessum fyrirætlunum bankans. Ekki er neitt upplýst um hvort stefndi hafi haft tekjur japönskum jenum eða átt peningalegar eignir í þeirri mynt. Forsendur fyrir þessari ákvörðun hans eru með öllu óútskýrðar. Stefndi byggir á því að hann hafi verið blekktur. Hann vísar einnig til ákvæða samningalaga um svik, misneytingu, óheiðarleika og ósanngirni. Ósannað er að stefndi hafi verið beittur svikum eða sætt misneytingu af hálfu bankans. Þegar horft er til þeirra ráðlegginga sem stefnda voru veittar um lántöku, sem fól í sér verulega áhættu fyrir hann, og vanrækslu bankans á að selja verðbréf til greiðslu skuldarinnar þegar stefndi krafðist þess, verður að telja að það sé óheiðarlegt af bankanum að bera þessa skuldbindingu stefnda fyrir sig. Verður samningur aðila um yfirdráttarlán talinn ógildur samkvæmt 33. gr. laga nr. 7/1936, sbr. 3. gr. laga nr. 11/1986. Getur stefnandi því ekki krafist endurgreiðslu lánsfjárhæðarinnar og verður stefndi sýknaður af öllum kröfum hans.“Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, kynnir viðauka um siðferði í rannsóknarskýrslu Alþingis um föll bankanna en hann var formaður nefndar sem fjallaði sérstaklega um það.fréttablaðið/vilhelm„Svo ekki sé talað um þá almennu viðskiptavini sem hafði verið ráðlagt að taka erlend lán“ Í viðauka um siðferði í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir að fjölmörg dæmi hafi verið um það að reynt hafi verið að blekkja einstaklinga til viðskipta í bönkunum, þó að héraðsdómur hafi ekki talið sannað að það hafi verið tilfellið í máli Einars Vals. Hins vegar segir um það þegar fólk reyndi síðar meir að fá upplýsingar um viðskipti, líkt og Einar Valur reyndi fyrir dómi: „Þegar fólk hefur síðan óskað eftir upplýsingum um viðskiptin síðar, til dæmis að heyra upptökur af samtölum við þjónustufulltrúa, hefur það fengið þau svör að upptökur séu ekki til. Í slíkum tilfellum getur verið að sími í þjónustuveri hafi ekki verið með upptökutæki, upptökum hafi verið eytt eða að þau hafi farið fram í farsímum starfsmanna.“ Þá er einnig rifjað upp viðtal sem Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fór í í Kastljósi í ágúst 2009, og baðst afsökunar. „[...] tiltók hann sérstaklega hluthafa bankans, kröfuhafa, og starfsmenn. Aðspurður taldi hann sér ekki skylt að biðja þjóðina afsökunar. Annan hóp vantaði þó tilfinnanlega í upptalningu hans; það voru sparifjáreigendur - fólk sem hafði trúað bankanum fyrir sparifé sínu og tapað hluta þess í peningamarkaðssjóðum eða í öðrum sparnaðarformum, svo ekki sé talað um þá almennu viðskiptavini sem hafði verið ráðlagt að taka erlend lán eða kaupa hlutafé í bankanum þegar best lét.“Landsbankinn áfrýjaði sýknudómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem felldi dóm bankanum í vil. Einar Valur kveðst hafa verið gáttaður á þeim dómi.vísir/vilhelmTaldi ekki sannað að Einar Valur hefði beðið um sölu á bréfunum Þrátt fyrir sigur Einars Vals í héraði var málinu ekki lokið þar sem bankinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Einar Valur tapaði málinu þar. Hæstiréttur taldi að honum hefði ekki tekist að sanna að hann hefði beðið bankann um að selja Landsbankabréfin í aðdraganda hrunsins. Því bæri honum að greiða lánið en hér er gripið niður í dóm Hæstaréttar í málinu: „Af hálfu stefnda hefur því ekki verið andmælt að honum hafi frá öndverðu verið ljóst að yfirdráttur hans á myntveltureikningnum var ekki gerður upp með ráðstöfun á þeim hlutabréfum, sem stóðu að handveði fyrir skuldinni, þrátt fyrir þau tilmæli sem stefndi heldur fram að hann hafi beint að Landsbanka Íslands hf. í lok september 2008 og áfrýjanda í október sama ár. Þótt stefndi hafi í kjölfarið og á árunum þar á eftir verið í samskiptum við bankann vegna myntveltureikningsins og annarra skulda sinna verður ekki séð að hann hafi fyrr en með áðurnefndu tölvubréfi 14. mars 2013, eða ríflega fjórum árum síðar, hreyft því að skuldina hefði átt að gera upp með því að ráðstafa bréfunum í samræmi við fyrirmæli hans. Þá er þess að gæta að við rekstur málsins í héraði upplýsti stefndi ekki, þrátt fyrir tilmæli áfrýjanda, hvaða starfsmenn bankans hefðu tekið við fyrirmælum hans um sölu bréfanna, svo afla mætti nánari upplýsinga, eftir atvikum með því að kanna hvort til væru upptökur af símtölum stefnda við þá. Að öllu þessu virtu er ósannað að stefndi hafi óskað eftir því að skuld sín vegna yfirdráttarins yrði gerð upp með ráðstöfun bréfanna áður en þau urðu verðlaus við fall viðskiptabankanna um haustið 2008 og í kjölfar þess.“ Þá er það mat Hæstaréttar að þegar samningurinn var gerður á milli bankans og Einars Vals um lánið þá hafi ekki hallað á Einar Val, þó að dómurinn myndi leggja til grundvallar fullyrðingar hans „um þá almennu ráðgjöf um lántöku sem honum var veitt af hálfu starfsmanna bankans. Þá verður um efni skuldbindingarinnar að líta til þess að með láni í jenum fékk stefndi góð vaxtakjör en tók hins vegar á sig gengisáhættu.“Úr 18 milljónum króna í 44 milljónir króna Einar Valur kveðst hafa verið gáttaður á dómnum. Íbúðin hans sem hann átti í miðborg Reykjavíkur var seld á nauðungarsölu fyrr á árinu til innheimtu á láninu. Samkvæmt beiðni um nauðungarsölu á íbúð Einars Vals sem birt var í Lögbirtingarblaðinu í desember í fyrra hljóðaði krafa Landsbankans á hann rúmlega 44 milljónum króna. Einar Valur segir að bankinn hafi fengið um 28 milljónir út úr sölu íbúðarinnar. Hann segir að bankinn hafi einnig farið fram á nauðungarsölu á íbúð dóttur hans til að innheimta það sem eftir stendur af láninu. Um er að ræða íbúð sem að Einar Valur seldi dóttur sinni fyrir mörgum árum. Hún tók yfir lánið sem hvíldi á íbúðinni og hefur borgað af því síðan en Einar Valur segir að nafnabreyting hafi aldrei verið gerð á láninu. Lánið sé því enn á hans nafni og er bankinn að ganga að íbúðinni nú sem verður boðin upp síðar í vikunni. Einar Valur er ósáttur, bæði við bankann, sem hann telur enn að hafi komið óheiðarlega fram, og Hæstarétt. Hann tók engu að síður lánið svo einhverjir hugsa líklega að honum beri að borga skuldina til baka. Aðspurður hvað hann vilji segja við það fólk segir hann: „Það sem ég segi við það fólk er það treystið ekki bönkunum ykkkar. Munið að þeir eru með bankastarfsemina til að hagnast á henni sjálfir, ekki viðskiptavinina.“ Þá sér hann eftir að hafa ekki treyst innsæinu í aðdraganda hrunsins. „Já, ég sé eftir að hafa ekki farið eftir mínum eigin tilfinningum og losað mig út úr þessu þegar ég ætlaði að gera það. Þarna voru bara tveir vingjarnlegir þjónustufulltrúar sem höfðu alveg reynst mér vel en maður bara á ekki að hlusta á bankafólk.“ Í dag segist hann reyna að skrimta en hann geti til dæmis ekki veitt þá aðstoð til dætra sinna sem hann ætlaði að gera. Þá hafði hann vonast til að sjá fram á betri lífeyrisdaga en hann á framundan. Hrunið Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30 Tíu ár frá hruni: Sáu í hvað stefndi eftir Kryddsíldarmótmælin Þúsundir manna komu saman á Austurvelli haustið 2008 og í janúar 2009 til þess að mótmæla ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og bara ástandinu í þjóðfélaginu almennt. Mótmælin eru best þekkt sem Búsáhaldabyltingin eftir að mótmælendur komu saman með potta, pönnur og önnur búsáhöld og létu í sér heyra. 1. október 2018 15:30 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent
Einar Valur Ingimundarson er 68 ára gamall umhverfisverkfræðingur sem starfaði lengi sem raungreinakennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann tapaði nánast öllu sparifé sínu í hruninu og missti svo íbúðina sína á nauðungarsölu fyrr á þessu ári vegna láns sem hann tók í japönskum jenum árið 2008. Einar Valur segist sjá mest eftir því að hafa ekki treyst innsæinu heldur bankastarfsmönnum í aðdraganda hrunsins. Sparifé Einars Vals hljóp á tugum milljóna og var að mestu bundið í hlutabréfum og peningabréfum. Hann tapaði meirihlutanum af hlutabréfaeign sinni en hann átti meðal annars hlutabréf í Landsbankanum, Kaupþingi, Exista og Straumi Burðarás. Þá átti hann einnig peningabréf í Landsbankanum en hluta af þeim sparnaði fékk hann til baka. Hlutabréfin í bönkunum urðu hins vegar verðlaus við fall þeirra. „Ég áttaði mig nú alveg á því sem venjulegur ríkisstarfsmaður að þá myndi ég nú ekki bera mikinn og ríkulegan eftirlaunasjóð úr bítum. Þannig að ég ákvað það að eiga svolítið af lífeyri sjálfur þegar ég myndi hætta að vinna og þetta safnaðist saman. Síðan fór þetta allt á fleygiferð þegar menn byrjuðu að ávaxta féð í bönkunum á ævintýralegan hátt en ég var viðskiptavinur Landsbankans og hafði keypt alls konar hlutabréf og svona alls konar sem gaf mér skattaafslátt, eins og þúsundir manna gerðu,“ segir Einar Valur spurður út í sparnaðinn sinn.Einar Valur hefur verið viðskiptavinur Landsbankans í fjölda ára en hann er alls ekki sáttur við framgöngu bankans í lánamálinu.vísir/vilhelm„Ódýrt lán sem er mjög hagstætt fyrir þig“ Í upphafi árs 2008 vildi hann selja hlutabréfin sín í Landsbankanum til að aðstoða ættingja við húsnæðiskaup. „Þá var verðgildi hlutabréfanna í Landsbankanum 18 milljónir. Með þetta fór ég til þjónustufulltrúanna sem ég hafði annars átt prýðilegt samband við. [...] Þau vildu nú rabba aðeins við mig og buðu mér þann kost að ef ég myndi nú ekki selja bréfin þá myndu þau geta tekið þau að veði og látið mig hafa ígildi þeirra 18 milljóna sem þau voru þess virði þá.“ Lánið var í formi yfirdráttarheimildar á myntveltureikningi Einars Vals. Lánið var í japönskum jenum og á hagstæðum kjörum sem Einar Valur var ánægður með. „Eins og þau sögðu „Ódýrt lán sem er mjög hagstætt fyrir þig.“ Þau létu mig hafa lán í jenum og af því að ég var nú talinn góður viðskiptavinur þá voru vextirnir hálft prósent. Það segir sig náttúrulega sjálft að auðvitað finnst manni það vera ljómandi gott í samanburði við vaxtakjörin á íslenskum krónum,“ segir Einar Valur. Hann bætir við að hann vilji meina að þessi ráðgjöf sem hann fékk í bankanum um að selja ekki bréfin heldur taka hagstætt gengislán með veði í bréfunum hafi verið hluti af þeim viðskiptaháttum Landsbankans sem lýst var í dómi Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli bankans. Þar voru fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans dæmdir fyrir mikil kaup eigin fjárfestinga bankans á bréfum í bankanum sjálfum. Á móti voru sölutilboð þeirra og sölur í sjálfvirkum pörunarviðskiptum óveruleg. Var talið sannað að þau viðskipti gáfu eða voru líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfanna í bankanum ranglega eða misvísandi til kynna. „Núna þegar maður lítur til baka og les meðal annars Hæstaréttardóminn sem kveðinn var upp yfir bankastjórum Landsbankans þá kemur það í ljós að á þessum tíma þá hélt bankinn uppi gengi bréfanna vísvitandi með því að hafa áhrif á viðskiptamenn og kaupa eigin bréf þannig að gengið héldist og héngi uppi í því sem það var. Þetta er ein af ástæðum þess að þeir fengu fangelsisdóma af því að þetta var kölluð markaðsmisnotkun,“ segir Einar Valur.Einar Valur vann mál sem bankinn höfðaði gegn honum í héraði en tapaði því svo í Hæstarétti.vísir/vilhelmDóttir og gamall vinnufélagi til vitnis um samskiptin við bankann Nokkrum mánuðum eftir að Einar Valur tók yfirdráttarlánið segir hann að hringt hafi verið í hann frá bankanum og óskað eftir frekari veðum en hlutabréfunum í Landsbankanum fyrir láninu. „Þetta var svona dálítið, já svona leiðinlegt samtal, ég var pínu reiður af því ég áttaði mig á því þarna að þarna var hringavitleysan byrjuð. En samtalið endaði með því að ég veitti leyfi til að taka veð í öðrum hlutabréfapakka sem ég átti þarna en með þeim fyrirmælum að þau skyldu síðan ekki reyna þetta aftur. Ef svona veðkall þyrfti að gera aftur þá þyrftu þau bara að selja bréfin og gera upp mína skuld. Þá var það alveg klárt og þetta var símtal sem bankinn tók upp.“ Í september 2008 kallar bankinn síðan eftir frekari veðum að sögn Einars Vals og var dóttir hans vitni að símtalinu við bankann. „Þá sagði ég við þann þjónustufulltrúa, nú hefurðu þau fyrirmæli skýr sem ég gaf ykkur fyrr í sumar að ef svona veðkall kæmi aftur þá hafið þið leyfi til þess að selja það sem væri að veði.“ Einar Valur kveðst hafa farið í bankann og ítrekað þetta. Gamall vinnufélagi var vitni af samtalinu. „Þegar ég er á leiðinni niður í banka á Laugaveg 77 þá hitti ég gamlan samkennara minn sem vildi svo til að átti afmæli þennan dag og bauð mér í kaffi. Ég sagði að ég skyldi nú þiggja hjá honum kaffi en hvort hann vildi ekki koma með mér inn í bankann, ég þyrfti að ganga þannig frá málum að það yrði ekkert meira rugl í mínum málum. Við förum þarna upp á verðbréfadeildina og ég tala þar við tvær manneskjur sem ég get nafngreint en ég ætla ekki að gera það í þessu viðtali. Og hann er vitni að þessu, hann er einn af þeim sem bar vitni fyrir héraðsdómi, þarna er ég gjaldfær um allt þetta lán og ég er svikinn um þetta. Eða eins og segir í dómnum, þarna kemur fram ákveðinn óheiðarleiki hjá bankanum sem leiðir svo til þess nokkrum árum seinna að bankinn telur sér það til sóma að fara að innheimta þetta lán hjá mér.“Einar Valur varði sig sjálfur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en dómur í málinu gekk í febrúar 2016.vísir/vilhelmLeið ekki vel með að fá stefnuna frá bankanum Dómurinn sem Einar Valur vísar þarna til er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar 2016 þegar hann var sýknaður af kröfu bankans um að borga gengislánið til baka. Bankinn fór í mál við hann árið 2014 til að innheimta lánið með kröfu sem hljóðaði upp á 26 milljónir króna. Einar Valur segir samtal hafa verið í gangi á milli sín og bankans áður en honum var stefnt um að hann myndi borga lánið til baka. Hann hafði verið með önnur lán hjá bankanum sem hann hafði alltaf greitt af og það allt farið á besta veg, eins og hann orðar það. Útibússtjóri Landsbankans á Laugavegi 77 vildi semja við hann um greiðslu gengislánsins að sögn Einars Vals. „Ég samþykkti að það færi fram svokallað greiðslumat á því hvað ég gæti borgað því á þessum tíma var ég raunverulega hættur að vinna og ég lagði inn öll gögn til bankans varðandi það hvað ég gæti borgað. En síðan þegar þessi gögn eru búin að vera dágóðan tíma inni í bankanum þá hættir þessi útibússtjóri í sínu hlutverki og fer að gegna öðrum störfum hjá bankanum,“ segir Einar Valur. Hann segist því aldrei hafa fengið neitt greiðslumat í hendurnar. „Mér er aldrei boðið neitt og það eina sem ég fæ að lokum er stefna, gjörið svo vel að borga þetta.“* Bankinn stefndi Einari Val árið 2014. Aðspurður segir hann að honum hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel með að fá stefnuna. „Ég talaði við nokkra lögfræðinga sem ég hafði haft góð samskipti við. Þeir sögðu bara að allt sem snýr að bönkunum og Fjármálaeftirlitinu það er fyrirfram tapað vegna þess að stjórnvöld hafa gefið bönkunum þannig rauðan dregil inn í dómstólana að það er eiginlega vonlaust að vinna svona mál. Einn þeirra sagði ég skal kannski hjálpað þér ef þú vilt verja þig sjálfur ég get hjálpað þér að gera greinargerð og annað, svo það varð á endanum þannig að ég bara gerði þetta,“ segir Einar Valur.Óskaði eftir upptökum af símtölum hans við bankann Krafa bankans á hendur Einari Val byggðist á endurútreikningi lánsins frá árinu 2012 en áður en það hafði verði endurreiknað fór það úr því að vera 18 milljónir króna í 40 milljónir. Við meðferð málsins fyrir dómi óskaði Einar Valur eftir því að afrit af símtölum hans við bankann frá árinu 2008 þar sem hann segist hafa farið fram á það við þjónustufulltrúa að bréfin hans í bankanum skyldu seld. „En þegar bankinn var búinn að leita í þrjá mánuði að tilteknum upptökum þá kom bankinn til baka og sagði „Við finnum ekkert.“ Dómarinn sneri sér að mér og sagði „Það er nú ekki gott fyrir þig Einar Valur, vilt þú reyna að afla þér frekari sannana en þessar hljóðupptökur?“ Á þeim tíma þá mundi ég eiginlega ekki eftir því hvernig aðstæðurnar voru. Ég var búinn að steingleyma því að þessi kunningi kom með mér í bankann og ég mundi ekkert eftir því að dóttir mín var með mér í bílnum en það vildi bara þannig til að hún átti þetta í dagbókinni sinni.“Einar Valur átti íbúð í miðborg Reykjavíkur sem seld var á nauðungarsölu fyrr á árinu til innheimtu á láninu.vísir/vilhelm„Landsbanki með leiðindi“ Einar Valur varði sig sjálfur fyrir héraðsdómi og voru dóttur hans og vinnufélagi vitni um að hann hefði viljað selja bréfin í bankanum eða eins og segir í dómi héraðsdóms: „Stefndi lagði fram ljósrit af síðu úr dagbók dóttur sinnar, Valgerðar, með texta sem hún skrifaði við föstudaginn 26. september 2008. Þar segir: Úff! þvílíkur dagur. Gat klárað næstum allt í ... okkar pabba en ó ó ó shit hvað mér leið ömurlega þegar ég heyrði pabba verða öskureiðan í símann. Landsbanki með leiðindi. Er mjög forvitin og heyrði að pabbi talaði um að selja hlutabréf. Veit ekki hvort hann sé kominn í vanda út af því að hjálpa okkur með íbúðina. Langar svo að spyrja pabba hvaða hlutabréf hann vill selja en það kemur mér já ekki við. Hann bauðst til að hjálpa mér því ég átti von á barni... Valgerður Einarsdóttir kom fyrir dóm og staðfesti þessa frásögn í dagbók sinni. Jafnframt leiddi stefndi vitnið Ágúst Ásgeirsson, sem er fyrrum samstarfsmaður hans. Ágúst kvaðst hafa hitt stefnda þann 29. september 2008. Honum hafi verið mikið niðri fyrir. Hann hafi farið með stefnda inn í útibú Landsbankans að Laugavegi 77. Einar hafi þar sagt við starfsmenn bankans að þeir yrðu nú að setja hlutabréf hans í bankanum upp í lánið hans. Vitnið kvaðst muna þessa dagsetningu vel, en þetta væri afmælisdagur hans.“ Fram kemur í dómnum að bankinn hafi mótmælt sönnunargildi framburði þessara vitna og sagði það ósannað að Einar Valur hefði gefið bankanum fyrirmæli um að selja hlutabréfin upp í skuldina. „Niðurstaða dómsins var sú að ég var sýknaður af kröfu bankans. Dómsorðið var það að starfsmenn bankans hefðu verið óheiðarlegir gagnvart mér og því bæri mér ekki að borga það sem bankinn hefði sannarlega átt að gera upp á sínum tíma. Ég hugsaði bara með mér að það væri til eitthvað réttlæti hérna.“Að selja ekki bréfin heldur taka yfirdráttarlán „féll að þessum fyrirætlunum bankans“ Hér er gripið niður í dómsorðin í dómi héraðsdóms: „Stefndi stofnaði til skuldar við Landsbanka Íslands á sérstökum gjaldeyrisreikningi með yfirdráttarheimild. Stefnandi hefur ekki upplýst hversu lengi heimildin átti að gilda. Telja verður fullvíst að stefnda hafi ekki dottið þetta form lántöku í hug sjálfum og verður að leggja til grundvallar að starfsmenn Landsbanka Íslands hafi ráðlagt honum að taka þetta yfirdráttarlán, eins og hann heldur fram. Stefndi fullyrðir að hann hafi beðið um að skuld sín yrði gerð upp í lok september 2008 með því að verðbréf hans, sem hafi verið veðsett til tryggingar yfirdrættinum, yrðu seld. Hann hefur leitt dóttur sína til vitnis um símtal við starfsmann bankans og fyrrum samstarfsmann sem vitnar um heimsókn stefnda í bankann og ósk hans um sölu bréfanna. Þá skoraði hann á stefnanda að leggja fram upptökur af samtölum hans við starfsmenn bankans, en stefnandi varð ekki við þeirri áskorun. Sú skýring sem lögmaður stefnanda gaf að stefndi yrði að veita nákvæmari upplýsingar til að unnt væri að finna umrædd samtöl er fyrirsláttur sem er að engu hafandi. Samkvæmt framansögðu verður að telja sannað að stefndi hafi beðið um að skuld hans yrði gerð upp með sölu verðbréfa sem voru í vörslu bankans. Þessari beiðni var ekki sinnt.“ Er síðan tiltekið í niðurstöðu dómsins að „alþekkt“ sé nú að á árinu 2008 hafi forsvarsmenn Landsbankans unnið að því „að hindra að hlutabréf í bankanum lækkuðu í verði. Sú ákvörðun stefnda að selja ekki bréf sín í janúar 2008, heldur að taka lán í formi yfirdráttar, féll að þessum fyrirætlunum bankans. Ekki er neitt upplýst um hvort stefndi hafi haft tekjur japönskum jenum eða átt peningalegar eignir í þeirri mynt. Forsendur fyrir þessari ákvörðun hans eru með öllu óútskýrðar. Stefndi byggir á því að hann hafi verið blekktur. Hann vísar einnig til ákvæða samningalaga um svik, misneytingu, óheiðarleika og ósanngirni. Ósannað er að stefndi hafi verið beittur svikum eða sætt misneytingu af hálfu bankans. Þegar horft er til þeirra ráðlegginga sem stefnda voru veittar um lántöku, sem fól í sér verulega áhættu fyrir hann, og vanrækslu bankans á að selja verðbréf til greiðslu skuldarinnar þegar stefndi krafðist þess, verður að telja að það sé óheiðarlegt af bankanum að bera þessa skuldbindingu stefnda fyrir sig. Verður samningur aðila um yfirdráttarlán talinn ógildur samkvæmt 33. gr. laga nr. 7/1936, sbr. 3. gr. laga nr. 11/1986. Getur stefnandi því ekki krafist endurgreiðslu lánsfjárhæðarinnar og verður stefndi sýknaður af öllum kröfum hans.“Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, kynnir viðauka um siðferði í rannsóknarskýrslu Alþingis um föll bankanna en hann var formaður nefndar sem fjallaði sérstaklega um það.fréttablaðið/vilhelm„Svo ekki sé talað um þá almennu viðskiptavini sem hafði verið ráðlagt að taka erlend lán“ Í viðauka um siðferði í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir að fjölmörg dæmi hafi verið um það að reynt hafi verið að blekkja einstaklinga til viðskipta í bönkunum, þó að héraðsdómur hafi ekki talið sannað að það hafi verið tilfellið í máli Einars Vals. Hins vegar segir um það þegar fólk reyndi síðar meir að fá upplýsingar um viðskipti, líkt og Einar Valur reyndi fyrir dómi: „Þegar fólk hefur síðan óskað eftir upplýsingum um viðskiptin síðar, til dæmis að heyra upptökur af samtölum við þjónustufulltrúa, hefur það fengið þau svör að upptökur séu ekki til. Í slíkum tilfellum getur verið að sími í þjónustuveri hafi ekki verið með upptökutæki, upptökum hafi verið eytt eða að þau hafi farið fram í farsímum starfsmanna.“ Þá er einnig rifjað upp viðtal sem Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fór í í Kastljósi í ágúst 2009, og baðst afsökunar. „[...] tiltók hann sérstaklega hluthafa bankans, kröfuhafa, og starfsmenn. Aðspurður taldi hann sér ekki skylt að biðja þjóðina afsökunar. Annan hóp vantaði þó tilfinnanlega í upptalningu hans; það voru sparifjáreigendur - fólk sem hafði trúað bankanum fyrir sparifé sínu og tapað hluta þess í peningamarkaðssjóðum eða í öðrum sparnaðarformum, svo ekki sé talað um þá almennu viðskiptavini sem hafði verið ráðlagt að taka erlend lán eða kaupa hlutafé í bankanum þegar best lét.“Landsbankinn áfrýjaði sýknudómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem felldi dóm bankanum í vil. Einar Valur kveðst hafa verið gáttaður á þeim dómi.vísir/vilhelmTaldi ekki sannað að Einar Valur hefði beðið um sölu á bréfunum Þrátt fyrir sigur Einars Vals í héraði var málinu ekki lokið þar sem bankinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Einar Valur tapaði málinu þar. Hæstiréttur taldi að honum hefði ekki tekist að sanna að hann hefði beðið bankann um að selja Landsbankabréfin í aðdraganda hrunsins. Því bæri honum að greiða lánið en hér er gripið niður í dóm Hæstaréttar í málinu: „Af hálfu stefnda hefur því ekki verið andmælt að honum hafi frá öndverðu verið ljóst að yfirdráttur hans á myntveltureikningnum var ekki gerður upp með ráðstöfun á þeim hlutabréfum, sem stóðu að handveði fyrir skuldinni, þrátt fyrir þau tilmæli sem stefndi heldur fram að hann hafi beint að Landsbanka Íslands hf. í lok september 2008 og áfrýjanda í október sama ár. Þótt stefndi hafi í kjölfarið og á árunum þar á eftir verið í samskiptum við bankann vegna myntveltureikningsins og annarra skulda sinna verður ekki séð að hann hafi fyrr en með áðurnefndu tölvubréfi 14. mars 2013, eða ríflega fjórum árum síðar, hreyft því að skuldina hefði átt að gera upp með því að ráðstafa bréfunum í samræmi við fyrirmæli hans. Þá er þess að gæta að við rekstur málsins í héraði upplýsti stefndi ekki, þrátt fyrir tilmæli áfrýjanda, hvaða starfsmenn bankans hefðu tekið við fyrirmælum hans um sölu bréfanna, svo afla mætti nánari upplýsinga, eftir atvikum með því að kanna hvort til væru upptökur af símtölum stefnda við þá. Að öllu þessu virtu er ósannað að stefndi hafi óskað eftir því að skuld sín vegna yfirdráttarins yrði gerð upp með ráðstöfun bréfanna áður en þau urðu verðlaus við fall viðskiptabankanna um haustið 2008 og í kjölfar þess.“ Þá er það mat Hæstaréttar að þegar samningurinn var gerður á milli bankans og Einars Vals um lánið þá hafi ekki hallað á Einar Val, þó að dómurinn myndi leggja til grundvallar fullyrðingar hans „um þá almennu ráðgjöf um lántöku sem honum var veitt af hálfu starfsmanna bankans. Þá verður um efni skuldbindingarinnar að líta til þess að með láni í jenum fékk stefndi góð vaxtakjör en tók hins vegar á sig gengisáhættu.“Úr 18 milljónum króna í 44 milljónir króna Einar Valur kveðst hafa verið gáttaður á dómnum. Íbúðin hans sem hann átti í miðborg Reykjavíkur var seld á nauðungarsölu fyrr á árinu til innheimtu á láninu. Samkvæmt beiðni um nauðungarsölu á íbúð Einars Vals sem birt var í Lögbirtingarblaðinu í desember í fyrra hljóðaði krafa Landsbankans á hann rúmlega 44 milljónum króna. Einar Valur segir að bankinn hafi fengið um 28 milljónir út úr sölu íbúðarinnar. Hann segir að bankinn hafi einnig farið fram á nauðungarsölu á íbúð dóttur hans til að innheimta það sem eftir stendur af láninu. Um er að ræða íbúð sem að Einar Valur seldi dóttur sinni fyrir mörgum árum. Hún tók yfir lánið sem hvíldi á íbúðinni og hefur borgað af því síðan en Einar Valur segir að nafnabreyting hafi aldrei verið gerð á láninu. Lánið sé því enn á hans nafni og er bankinn að ganga að íbúðinni nú sem verður boðin upp síðar í vikunni. Einar Valur er ósáttur, bæði við bankann, sem hann telur enn að hafi komið óheiðarlega fram, og Hæstarétt. Hann tók engu að síður lánið svo einhverjir hugsa líklega að honum beri að borga skuldina til baka. Aðspurður hvað hann vilji segja við það fólk segir hann: „Það sem ég segi við það fólk er það treystið ekki bönkunum ykkkar. Munið að þeir eru með bankastarfsemina til að hagnast á henni sjálfir, ekki viðskiptavinina.“ Þá sér hann eftir að hafa ekki treyst innsæinu í aðdraganda hrunsins. „Já, ég sé eftir að hafa ekki farið eftir mínum eigin tilfinningum og losað mig út úr þessu þegar ég ætlaði að gera það. Þarna voru bara tveir vingjarnlegir þjónustufulltrúar sem höfðu alveg reynst mér vel en maður bara á ekki að hlusta á bankafólk.“ Í dag segist hann reyna að skrimta en hann geti til dæmis ekki veitt þá aðstoð til dætra sinna sem hann ætlaði að gera. Þá hafði hann vonast til að sjá fram á betri lífeyrisdaga en hann á framundan.
Tíu ár frá hruni: „Markaðsmisnotkunin nokkurs konar regnhlíf yfir aðra brotastarfsemi“ Lög um sérstakan saksóknara voru samþykkt á Alþingi í desember 2008 en það var Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, sem lagði fram frumvarp um stofnun embættisins. 3. október 2018 09:30
Tíu ár frá hruni: Sáu í hvað stefndi eftir Kryddsíldarmótmælin Þúsundir manna komu saman á Austurvelli haustið 2008 og í janúar 2009 til þess að mótmæla ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og bara ástandinu í þjóðfélaginu almennt. Mótmælin eru best þekkt sem Búsáhaldabyltingin eftir að mótmælendur komu saman með potta, pönnur og önnur búsáhöld og létu í sér heyra. 1. október 2018 15:30