Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2018 19:30 Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. Gunnar var búinn að samþykkja að berjast við Englendinginn Darren Till en bardagi þeirra átti að vera aðalbardagi kvöldsins. Till var aftur á móti ekki klár og bar því við að hann væri veikur. Gunnar er ekki alveg að kaupa það. „Ég held að þeir hafi aldrei viljað þennan bardaga. Ég fékk það á tilfinninguna eftir að við vorum búnir að tala saman á Twitter. Það varð lítið úr því eftir á er kom að því að skrifa undir. Þá gerðist ekki neitt og þá gerði maður sér grein fyrir því að þeir voru ekkert að leita að þessum bardaga,“ segir Gunnar nokkuð svekktur enda hefði þetta verið bardagi gegn manni sem er ofar en hann á styrkleikalista UFC. Það eru mennirnir sem hann vill berjast við svo hann komist sjálfur ofar á listanum. Það hefur gengið illa hjá Gunnari að fá þá bardaga sem hann hefur viljað fá síðustu ár. Hann er því í kunnuglegri stöðu núna. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Fyrir síðustu tvo bardaga átti ég að fá gaur fyrir ofan mig en það varð ekkert úr því. Menn eru tregir til þess að berjast. Ég skil það alveg stundum og menn hafa sínar ástæður í einhverjum tilfellum. Það þýðir ekkert að pirra sig á þessu en það væri fínt ef þetta væri eins og á HM þar sem menn væru settir i riðla og fengu ekki um neitt valið. Það væri helvíti fínt.“ Það eru nánast engar líkur á því að Gunnar fái bardaga í mars gegn einhverjum af þeim sem hann vill berjast við. Hann gæti því neyðst til þess að sleppa bardagakvöldinu. „Ég er að vonast til að fá einhvern í topp fimmtán. Ef ég er ekki að fá neinn þar þá kannski doka ég aðeins og held áfram að æfa. Það væri skynsamlegri leið en við sjáum til. MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. Gunnar var búinn að samþykkja að berjast við Englendinginn Darren Till en bardagi þeirra átti að vera aðalbardagi kvöldsins. Till var aftur á móti ekki klár og bar því við að hann væri veikur. Gunnar er ekki alveg að kaupa það. „Ég held að þeir hafi aldrei viljað þennan bardaga. Ég fékk það á tilfinninguna eftir að við vorum búnir að tala saman á Twitter. Það varð lítið úr því eftir á er kom að því að skrifa undir. Þá gerðist ekki neitt og þá gerði maður sér grein fyrir því að þeir voru ekkert að leita að þessum bardaga,“ segir Gunnar nokkuð svekktur enda hefði þetta verið bardagi gegn manni sem er ofar en hann á styrkleikalista UFC. Það eru mennirnir sem hann vill berjast við svo hann komist sjálfur ofar á listanum. Það hefur gengið illa hjá Gunnari að fá þá bardaga sem hann hefur viljað fá síðustu ár. Hann er því í kunnuglegri stöðu núna. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Fyrir síðustu tvo bardaga átti ég að fá gaur fyrir ofan mig en það varð ekkert úr því. Menn eru tregir til þess að berjast. Ég skil það alveg stundum og menn hafa sínar ástæður í einhverjum tilfellum. Það þýðir ekkert að pirra sig á þessu en það væri fínt ef þetta væri eins og á HM þar sem menn væru settir i riðla og fengu ekki um neitt valið. Það væri helvíti fínt.“ Það eru nánast engar líkur á því að Gunnar fái bardaga í mars gegn einhverjum af þeim sem hann vill berjast við. Hann gæti því neyðst til þess að sleppa bardagakvöldinu. „Ég er að vonast til að fá einhvern í topp fimmtán. Ef ég er ekki að fá neinn þar þá kannski doka ég aðeins og held áfram að æfa. Það væri skynsamlegri leið en við sjáum til.
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira