Kristján fyrstur í kringum hnöttinn einn á mótorhjóli: „Þetta var ferðalag lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 11:30 Kristján Gíslason sá heiminn á hjólinu. „Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján. Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
„Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján.
Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira