Kristján fyrstur í kringum hnöttinn einn á mótorhjóli: „Þetta var ferðalag lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 11:30 Kristján Gíslason sá heiminn á hjólinu. „Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján. Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
„Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján.
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira