Seinni bylgjan: Hugsanlega bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 14:30 Hergeir Grímsson og Einar Sverrisson. Vísir/Daníel Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira