Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur 4-1 | KA fór létt með Víking Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 3. júní 2018 18:00 vísir/bára Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar þegar KA tók á móti Víkingum í Pepsi deildinni í dag. Fór svo að KA menn höfðu betur 4 -1, afar sanngjörn úrslit. Leikurinn fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum framan af fyrri hálfleik. Það dróg þó til tíðinda á 33. mínútu leiksins. Hallgrímur Mar átti þá skottilraun úr aukaspyrnu sem hafnaði í varnarvegg Víkinga. Boltinn barst hins vegar aftur á Hallgrím sem lyfti honum skemmtilega á fjærstöng þar sem Archange Nkumu var mættur og skallaði boltann óáreittur í netið. Eftir markið hirtu heimamenn völdin smám saman til sín og fjórum mínútum eftir að þeir komust yfir höfðu þeir tvöfaldað forystuna. Hallgrímur Mar tók þá horn sem barst að lokum til Archange sem átti gott skot að marki. Larsen varði hins vegar vel en það var ekki nóg því Ásgeir Sigurgeirsson lúrði á markteignum, hirti frákastið og skilaði boltanum snyrtilega í netið, 2 – 0 eftir 37 mínútna leik. Þegar þarna var komið við sögu réðu KA menn algjörlega ferðinni og héldu áfram þar sem frá var horfið í síðari hálfleik. Það skilaði sér á 54. mínútu þegar Hallgrímur Jónasson skallaði flotta fyrirgjöf nafna síns í netið, 3 – 0 og ekkert sem bendir til þess að Víkingar eigi svör við leik KA manna. Víkingar náðu að klóra í bakkann á 68. mínútu en þá tók Nikolaj Hansen langt innkast sem barst alla leið á fjærstöng þar sem Alex Freyr Hilmarsson kláraði færið af kostgæfni. Staðan 3 – 1 og nóg eftir af leiknum. Víkingar gerðu hvað þeir gátu næstu mínútur til að minnka muninn en frekar en á 79. mínútu veitti Hallgrímur Mar þeim náðarhöggið þegar hann skoraði fjórða mark KA eftir skyndisókn. Verðskuldaður sigur KA sem sitja í 7. sæti með 8 stig. Víkingar hins vegar í vondum málum með 6 stig í 11. sæti deildarinnar. Afhverju vann KA? KA menn voru einfaldlega tilbúnari en Víkingar í þetta verkefni. Víkingarnir virkuðu þungir og þreyttir á meðan KA menn geystust upp völlinn með sína hröðu sóknarmenn. Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur Mar Steingrímsson var besti maður vallarins í dag. Hann átti þátt í öllum mörkum heimamanna með tvær stoðsendingar og mark. Auk þess sem hann átti hornspyrnuna sem leiddi svo til marks númer tvö. Archang Nkumu átti sömuleiðis flottan dag sem og flestir leikmenn KA. Liðið spilaði vel og hélt skipulagi. Hjá gestunum var aðeins einn maður með lífsmarki mest allan leikinn, Alex Freyr Hilmarsson. Aðrir leikmenn Víkinga hafa átt betri dag, svo mikið er víst. Hvað gekk illa? Víkingum gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Það er spurning hvort sólin hér fyrir norðan hafi truflað þá eftir rigningarmánuðinn mikla í Borginni, ég skal ekki segja. Hvað gerist næst? KA menn skella sér suður og mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á Origo vellinum næst komandi laugardag. Víkingar fá aftur á móti Eyjamenn í heimsókn í Fossvoginn. Það er ljóst að um botnbaráttu slag verður að ræða og því mikið að veði í þeim leik. Logi Ólafsson: Varnarleikurinn ekki verið nógu góður Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, var að vonum súr eftir tap sinna manna í dag. Hann sagði frammistöðuna í föstum leikatriðum, varnarlega, hafa verið fyrir neðan allar hellur. ,,Þar voru öll grundvallarprinsipp brotinn og þeir eru sterkir þar“ segir Logi og bætir við að ,,við eigum að vera mjög sterkir í föstum leikatriðum sjálfir og það skýtur svolítið skökku við að fá á sig þrjú mörk upp úr slíku.“ Sóknarleikur Víkinga var slakur framan af og þegar Logi var inntur eftir því hvað hann gæti gert til að breyta því stóð ekki á svari. ,,Ég sé nú fyrst og fremst að lausnin felist í því að skora fleiri mörk með því að nýta færin sem við sköpum.“ Logi segir sína menn hafa fengið nokkur ákjósanleg færi í dag en bætir svo við að vissulega hafi róðurinn þyngst þegar Víkingar voru komnir þremur mörkum undir. Þeir hafi þá freistað þess að sækja meira og jafna leikinn. ,,Við það opnast hlutirnir en við verðum að vera miklu effektívari í þeim færum sem“ segir Logi. Þegar líða fór á leikinn virtist draga verulega af Víkingum. ,,Við megum ekki gleyma því að við spiluðum leik í bikarkeppninni sem var framlengdur og þessir menn tóku þátt í honum að Sölva undanskildum“ segir Logi og bætir við að hugsanlega sé það ástæðan fyrir einhverri þreytu í mannskapnum. Logi segist þó ekki vilja meina að hans menn séu ekki í nógu góðu formi og bætir því við að úti á velli hafi Víkingar átt í fullu tré við KA menn í dag. Logi býst við hörkuleik gegn ÍBV í næstu umferð og segir í raun ekkert annað vera í boði. ,,Við byrjum mótið ágætlega, spilum góða vörn og vinnum leik og gerum jafntefli á móti mjög sterkum liðum en síðan þá hefur varnarleikurinn bara ekki verið nægilega góður sem kom í ljós hér í dag,“ segir Logi og bætir því við að það sé einmitt það sem þurfi að laga í leik sinna manna. Srdjan Tufegdzic: Gæðin skildu að Tufa, þjálfari KA manna, segir viljan til að vinna hafa verið lykilinn að sigri sinna manna í dag. ,,Við höfum ekkert verið að fela það að við erum ekki ánægðir með okkar byrjun í mótinu“ segir Tufa og bætir við að hann hafi fundið hversu einbeittir leikmenn KA hafi verið á sigur í leiknum. ,,Við lögðum upp fyrir leikinn að jafntefli og sérstaklega tap kæmi ekki til greina. Tufa var sérstaklega ánægður með stuðninginn úr stúkunni og segir hann þá hafa gefið sínum mönnum auka innspýtingu. ,,Það sást á vellinum að bæði lið voru þreytt enda spiluðu bæði lið á fimmtudaginn í bikarnum, við fyrir sunnan og þeir 120 mínútur“ segir Tufa. Hann bætir því þó við að þegar uppi var staðið voru það gæðin sem skildu liðin að í dag. ,,Við erum búnir að spila sex leiki í Reykjavík á 28 dögum, plús þrír heimaleikir“ segir Tufa þegar hann er spurður út í leikjaálag og þreytu leikmanna. Hann bætir því þó við að þeir hafi ekki kvartað undan því og nú sé bara áfram gakk eftir góðan sigur og vonast til að sigurinn auki trú leikmanna á að þeir geti gert góða hluti í sumar. Guðmann Þórisson, fyrirliði KA, var enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Tufa segir þetta vera smávægileg meiðsli framan á læri og býst við því að hann verði klár í næsta leik gegn Völsurum. Hallgrímur Mar: ,,Við vorum yfir í baráttunni og skoruðum tvö mörk eftir föst leikatriði og tókum þá yfir leikinn“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, besti maður vallarins, sigurreifur að leik loknum. Hallgrímur átti þátt í öllum mörkum KA manna og segist fyrst núna vera að finna taktinn eftir erfiða byrjun. Hann bætir því við að ,,mikilvægast í þessu er reyndar að fá þrjá punkta“ sem KA menn vissulega taka með sér úr þessari viðureign. KA mönnum var spáð góðu gengi fyrir mót og hefur byrjun tímabilsins því verið vonbrigði að margra mati. ,,Það er mikilvægt að komast á sigurbraut núna og við vitum það manna best að við byrjuðum ekki eins og við vildum“ sagði Hallgrímur og bætir við að vonandi nái KA mann að taka þennan flotta sigur með sér í næstu verkefni og byggja ofan á hann. Pepsi Max-deild karla
Það voru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar þegar KA tók á móti Víkingum í Pepsi deildinni í dag. Fór svo að KA menn höfðu betur 4 -1, afar sanngjörn úrslit. Leikurinn fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum framan af fyrri hálfleik. Það dróg þó til tíðinda á 33. mínútu leiksins. Hallgrímur Mar átti þá skottilraun úr aukaspyrnu sem hafnaði í varnarvegg Víkinga. Boltinn barst hins vegar aftur á Hallgrím sem lyfti honum skemmtilega á fjærstöng þar sem Archange Nkumu var mættur og skallaði boltann óáreittur í netið. Eftir markið hirtu heimamenn völdin smám saman til sín og fjórum mínútum eftir að þeir komust yfir höfðu þeir tvöfaldað forystuna. Hallgrímur Mar tók þá horn sem barst að lokum til Archange sem átti gott skot að marki. Larsen varði hins vegar vel en það var ekki nóg því Ásgeir Sigurgeirsson lúrði á markteignum, hirti frákastið og skilaði boltanum snyrtilega í netið, 2 – 0 eftir 37 mínútna leik. Þegar þarna var komið við sögu réðu KA menn algjörlega ferðinni og héldu áfram þar sem frá var horfið í síðari hálfleik. Það skilaði sér á 54. mínútu þegar Hallgrímur Jónasson skallaði flotta fyrirgjöf nafna síns í netið, 3 – 0 og ekkert sem bendir til þess að Víkingar eigi svör við leik KA manna. Víkingar náðu að klóra í bakkann á 68. mínútu en þá tók Nikolaj Hansen langt innkast sem barst alla leið á fjærstöng þar sem Alex Freyr Hilmarsson kláraði færið af kostgæfni. Staðan 3 – 1 og nóg eftir af leiknum. Víkingar gerðu hvað þeir gátu næstu mínútur til að minnka muninn en frekar en á 79. mínútu veitti Hallgrímur Mar þeim náðarhöggið þegar hann skoraði fjórða mark KA eftir skyndisókn. Verðskuldaður sigur KA sem sitja í 7. sæti með 8 stig. Víkingar hins vegar í vondum málum með 6 stig í 11. sæti deildarinnar. Afhverju vann KA? KA menn voru einfaldlega tilbúnari en Víkingar í þetta verkefni. Víkingarnir virkuðu þungir og þreyttir á meðan KA menn geystust upp völlinn með sína hröðu sóknarmenn. Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur Mar Steingrímsson var besti maður vallarins í dag. Hann átti þátt í öllum mörkum heimamanna með tvær stoðsendingar og mark. Auk þess sem hann átti hornspyrnuna sem leiddi svo til marks númer tvö. Archang Nkumu átti sömuleiðis flottan dag sem og flestir leikmenn KA. Liðið spilaði vel og hélt skipulagi. Hjá gestunum var aðeins einn maður með lífsmarki mest allan leikinn, Alex Freyr Hilmarsson. Aðrir leikmenn Víkinga hafa átt betri dag, svo mikið er víst. Hvað gekk illa? Víkingum gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Það er spurning hvort sólin hér fyrir norðan hafi truflað þá eftir rigningarmánuðinn mikla í Borginni, ég skal ekki segja. Hvað gerist næst? KA menn skella sér suður og mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á Origo vellinum næst komandi laugardag. Víkingar fá aftur á móti Eyjamenn í heimsókn í Fossvoginn. Það er ljóst að um botnbaráttu slag verður að ræða og því mikið að veði í þeim leik. Logi Ólafsson: Varnarleikurinn ekki verið nógu góður Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, var að vonum súr eftir tap sinna manna í dag. Hann sagði frammistöðuna í föstum leikatriðum, varnarlega, hafa verið fyrir neðan allar hellur. ,,Þar voru öll grundvallarprinsipp brotinn og þeir eru sterkir þar“ segir Logi og bætir við að ,,við eigum að vera mjög sterkir í föstum leikatriðum sjálfir og það skýtur svolítið skökku við að fá á sig þrjú mörk upp úr slíku.“ Sóknarleikur Víkinga var slakur framan af og þegar Logi var inntur eftir því hvað hann gæti gert til að breyta því stóð ekki á svari. ,,Ég sé nú fyrst og fremst að lausnin felist í því að skora fleiri mörk með því að nýta færin sem við sköpum.“ Logi segir sína menn hafa fengið nokkur ákjósanleg færi í dag en bætir svo við að vissulega hafi róðurinn þyngst þegar Víkingar voru komnir þremur mörkum undir. Þeir hafi þá freistað þess að sækja meira og jafna leikinn. ,,Við það opnast hlutirnir en við verðum að vera miklu effektívari í þeim færum sem“ segir Logi. Þegar líða fór á leikinn virtist draga verulega af Víkingum. ,,Við megum ekki gleyma því að við spiluðum leik í bikarkeppninni sem var framlengdur og þessir menn tóku þátt í honum að Sölva undanskildum“ segir Logi og bætir við að hugsanlega sé það ástæðan fyrir einhverri þreytu í mannskapnum. Logi segist þó ekki vilja meina að hans menn séu ekki í nógu góðu formi og bætir því við að úti á velli hafi Víkingar átt í fullu tré við KA menn í dag. Logi býst við hörkuleik gegn ÍBV í næstu umferð og segir í raun ekkert annað vera í boði. ,,Við byrjum mótið ágætlega, spilum góða vörn og vinnum leik og gerum jafntefli á móti mjög sterkum liðum en síðan þá hefur varnarleikurinn bara ekki verið nægilega góður sem kom í ljós hér í dag,“ segir Logi og bætir því við að það sé einmitt það sem þurfi að laga í leik sinna manna. Srdjan Tufegdzic: Gæðin skildu að Tufa, þjálfari KA manna, segir viljan til að vinna hafa verið lykilinn að sigri sinna manna í dag. ,,Við höfum ekkert verið að fela það að við erum ekki ánægðir með okkar byrjun í mótinu“ segir Tufa og bætir við að hann hafi fundið hversu einbeittir leikmenn KA hafi verið á sigur í leiknum. ,,Við lögðum upp fyrir leikinn að jafntefli og sérstaklega tap kæmi ekki til greina. Tufa var sérstaklega ánægður með stuðninginn úr stúkunni og segir hann þá hafa gefið sínum mönnum auka innspýtingu. ,,Það sást á vellinum að bæði lið voru þreytt enda spiluðu bæði lið á fimmtudaginn í bikarnum, við fyrir sunnan og þeir 120 mínútur“ segir Tufa. Hann bætir því þó við að þegar uppi var staðið voru það gæðin sem skildu liðin að í dag. ,,Við erum búnir að spila sex leiki í Reykjavík á 28 dögum, plús þrír heimaleikir“ segir Tufa þegar hann er spurður út í leikjaálag og þreytu leikmanna. Hann bætir því þó við að þeir hafi ekki kvartað undan því og nú sé bara áfram gakk eftir góðan sigur og vonast til að sigurinn auki trú leikmanna á að þeir geti gert góða hluti í sumar. Guðmann Þórisson, fyrirliði KA, var enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Tufa segir þetta vera smávægileg meiðsli framan á læri og býst við því að hann verði klár í næsta leik gegn Völsurum. Hallgrímur Mar: ,,Við vorum yfir í baráttunni og skoruðum tvö mörk eftir föst leikatriði og tókum þá yfir leikinn“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, besti maður vallarins, sigurreifur að leik loknum. Hallgrímur átti þátt í öllum mörkum KA manna og segist fyrst núna vera að finna taktinn eftir erfiða byrjun. Hann bætir því við að ,,mikilvægast í þessu er reyndar að fá þrjá punkta“ sem KA menn vissulega taka með sér úr þessari viðureign. KA mönnum var spáð góðu gengi fyrir mót og hefur byrjun tímabilsins því verið vonbrigði að margra mati. ,,Það er mikilvægt að komast á sigurbraut núna og við vitum það manna best að við byrjuðum ekki eins og við vildum“ sagði Hallgrímur og bætir við að vonandi nái KA mann að taka þennan flotta sigur með sér í næstu verkefni og byggja ofan á hann.