Gunnar vann sigur á Oliveira á bardagakvöldi UFC í Toronto fyrr í þessum mánuði með uppgjafartaki í annarri lotu. Gunnar fer ítarlega yfir bardagann í spjalli við Pétur Marinó, sérfræðing Stöðvar 2 Sports í blönduðum bardagalistum.
Þetta var fyrsti bardagi Gunnars í eitt og hálft ár og sigurinn því sérstaklega kærkominn. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær Gunnar berst næst en vonir standa til að hann geti mögulega fengið stóran bardaga á UFC-kvöldi í London í mars.
Sjáðu stutt brot úr þættinum hér fyrir neðan en hann verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 21.30 í kvöld.