Í minningu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 5. september 2018 09:00 Bandaríski guð- og siðfræðingurinn Reinhold Niebuhr segir í æðruleysisbæninni: „Guð, gef mér kraft til að standa upp og reyna aftur, þótt það virðist vonlaust.“ Þessi setning kom upp í huga minn sl. sunnudag þegar verkefninu Erninum var færð hálf milljón króna að gjöf. Verkefnið snýst um að gefa börnum og unglingum sem misst hafa ástvini tækifæri til skapandi samveru og sorgarúrvinnslu með helgardvöl í sumarbúðunum í Vindáshlíð. Gjöfin kom úr minningarsjóði Jennýjar Lilju sem lést af slysförum þriggja ára gömul árið 2015. Yfir fjörutíu manns hlupu til styrktar minningarsjóðnum í síðasta Reykjavíkurmaraþoni og voru það foreldrar stúlkunnar sem afhentu gjöfina. Í minningu þessa barns fá nú ungir eftirlifendur tækifæri til að nema staðar í öruggu umhverfi og hitta jafnaldra sem eiga hliðstæða sorgarreynslu. Í hópnum ríkir frelsi og gagnkvæmur skilningur svo úrvinnsla getur átt sér stað. Ég hef lært það í gegnum árin hvað jafningjafræðsla og svona hópavinna fyrir fólk á öllum aldursskeiðum er máttug. Það að geta viðrað viðbrögð sín og tilfinningar í andrúmslofti þar sem enginn er að dæma eða segja manni til gerir það að verkum að persónan öðlast sjónarhorn á eigið líf. Við það að áður ókunnugt fólk horfir á mann með viðurkenningu og hlustar með virkum og kærleiksríkum hætti verður maður færari um að taka eigið líf í sátt. Missir ástvinar virkar oft eins og sjálfræðissvipting. Allt í einu er lífið sett á hvolf og maður er rændur öllum völdum. Við þær aðstæður getur hugsunin um það að rísa aftur á fætur virkað vonlaus. Ekkert er þá betra en mannleg nálægð þess sem verið hefur í sömu stöðu og einnig það að leyfa minningunni að lifa með því að styðja aðra til að rísa á fætur. Það er kraftaverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Bandaríski guð- og siðfræðingurinn Reinhold Niebuhr segir í æðruleysisbæninni: „Guð, gef mér kraft til að standa upp og reyna aftur, þótt það virðist vonlaust.“ Þessi setning kom upp í huga minn sl. sunnudag þegar verkefninu Erninum var færð hálf milljón króna að gjöf. Verkefnið snýst um að gefa börnum og unglingum sem misst hafa ástvini tækifæri til skapandi samveru og sorgarúrvinnslu með helgardvöl í sumarbúðunum í Vindáshlíð. Gjöfin kom úr minningarsjóði Jennýjar Lilju sem lést af slysförum þriggja ára gömul árið 2015. Yfir fjörutíu manns hlupu til styrktar minningarsjóðnum í síðasta Reykjavíkurmaraþoni og voru það foreldrar stúlkunnar sem afhentu gjöfina. Í minningu þessa barns fá nú ungir eftirlifendur tækifæri til að nema staðar í öruggu umhverfi og hitta jafnaldra sem eiga hliðstæða sorgarreynslu. Í hópnum ríkir frelsi og gagnkvæmur skilningur svo úrvinnsla getur átt sér stað. Ég hef lært það í gegnum árin hvað jafningjafræðsla og svona hópavinna fyrir fólk á öllum aldursskeiðum er máttug. Það að geta viðrað viðbrögð sín og tilfinningar í andrúmslofti þar sem enginn er að dæma eða segja manni til gerir það að verkum að persónan öðlast sjónarhorn á eigið líf. Við það að áður ókunnugt fólk horfir á mann með viðurkenningu og hlustar með virkum og kærleiksríkum hætti verður maður færari um að taka eigið líf í sátt. Missir ástvinar virkar oft eins og sjálfræðissvipting. Allt í einu er lífið sett á hvolf og maður er rændur öllum völdum. Við þær aðstæður getur hugsunin um það að rísa aftur á fætur virkað vonlaus. Ekkert er þá betra en mannleg nálægð þess sem verið hefur í sömu stöðu og einnig það að leyfa minningunni að lifa með því að styðja aðra til að rísa á fætur. Það er kraftaverk.