Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. janúar 2018 17:30 Helgi Jean Claessen skipuleggjandi ráðstefnunnar þekkir viðfangsefnin vel sjálfur en gjörbreytti lífi sínu sjálfur fyrir nokkrum árum. Vísir/Ernir Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. Markmiðið með ráðstefnunni er að fræða og hvetja fólk áfram til að komast í sitt besta form, bæði líkamlega og andlega. Á ráðstefnunni verða haldnir átta fyrirlestrar og verður meðal annars fjallað um markmiðasetningu, mataræði, svefnvenjur og núvitund. Ráðstefnan er fjórir tímar en fyrirlesararnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Helgi Jean Claessen skipuleggjandi ráðstefnunnar þekkir viðfangsefnin vel sjálfur en gjörbreytti lífi sínu sjálfur fyrir nokkrum árum.Sjósund, svefn og meltinginÓlafur Stefánsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta heldur fyrirlesturinn Leitaðu ekki lengra – Þú ert hetjan í þínu lífi. Hann muna þar segja frá því hvernig hann fann hetjuna í sínu eigin hjarta. Vilborg Arna Gissurardóttir heldur erindið Ef þú þráir eitthvað nógu heitt að þá finnurðu leiðina, annars finnurðu bara afsökunina. Vilborg segir þar meðal annars frá því hvernig hún náði sínu stærsta markmiði, að sjá sólarupprás á Everest. Einkaþjálfarinn og heilsusálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, heldur erindið Að borða í núvitund – Leiðin að heilbrigðu sambandi við mat. Vilhjálmur Andri Einarsson núverandi Íslandsmeistari í ísbaði heldur erindið Hættu að væla og farðu að kæla en hann sneri lífi sínu við með sjósundi og köldum körum. Heiða Björk heldur fyrirlesturinn Hamingjan hefst í meltingarveginum en þar ætlar hún að leiða í ljós hvernig hægt er að breyta lífinu með praktískum ráðum að bættri meltingu. Heiða Björk er umhverfisfræðingur, jógakennari og næringarþerapisti, kennari og sagnfræðingur og fléttar þessu öllu saman í sinni fræðslu. Markþjálfarinn Matti Ósvald heldur fyrirlesturinn Vökvaðu bestu fræin þín - Leiðin að markmiðinu - Gerðu það sem þú vilt. Matti hefur einstaka trú á fólki og að það búi sjálft yfir því sem þarf til að komast að sínum besta eða betri áfangastað. Erla Björnsdóttir sálfræðingur heldur erindið Svefninn sem lykill að andlegri og líkamlegri heilsu. Erla talar um hvernig svefninn er besta leiðin til að finna andlegt og líkamlegt jafnvægi. Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi og hefur skrifað bók um svefninn.Fyrirlesarar námskeiðsins Bara það besta 2018Vítahringur sektarkenndarÞað er Helgi Jean Claessen sem stendur á bakvið þennan viðburð en hann gjörbreytti sínum eigin lífsstíl fyrir nokkrum árum eftir að lenda á botninum. Helgi er með tvær MSc gráður á sviði markaðsfræða og stjórnunar en hann heldur fyrirlesturinn Að snúa vítahring yfir í himnahring. Í samtali við Vísi segir Helgi að hann hafi verið fastur í vítahring sektarkennd og skammar. „Mér var byrjað að leiðast í lífinu. Það kom augnablik þegar ég leit í spegilinn á mánudagsmorgni og mér fannst ég vera orðinn svona sextugur. Með bumbu, kollvik og bauga.“ Helgi var þá 31 árs gamall og hafði líf hans þá einkennst af jójó-megrunum. Hann var drukkin í miðbæ Reykjavíkur allar helgar og var oft þunnur fram á mánudag. Hann var alltaf þreyttur og orkulaus en átti samt erfitt með að sofna á kvöldin þar sem hann svaf of lengi á daginn, lagði sig jafnvel og drakk svo Pepsi Max alla daga. „Ég hugsaði bara að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég var búinn að missa metnaðinn, ég var ekki með innblástur til að skrifa eins og mig langaði til að gera, ég var ekki að reka fyrirtækið mitt. Ég var eiginlega bara sofandi.“Helgi segir að honum hafi skyndilega liðið eins og hann væri orðinn sextugur, þegar hann var í kringum þrítugt.Úr einkasafniSkipti úr vítahring yfir í himnahring„Þetta var annað hvort eitthvað „midlife crisis“ eða unglingaveiki,“ segir Helgi og viðurkennir að hafa aldrei liðið betur, andlega og líkamlega. Lífsstílsbreytingin varð mjög mikil en hugarfarsbreytingin varð enn meiri. „Ég byrjaði á að taka mataræðið í gegn og ákvað að hætta þessum jójó-megrunum, sem ég var áskrifandi að í tíu ár. Alltaf þegar ég fitnaði tók ég svona mánuð þar sem ég borðaði bragðlaust skyr þangað til ég varð mjór aftur og köttaður.“ Þegar Helgi breytti mataræðinu byrjaði hann sjálfkrafa að sofna fyrr og sofa betur. Í kjölfarið byrjaði hann að vakna fyrr og hafa meiri orku yfir daginn. Hann talar um þetta sem himnahringinn. „Vítahringur er þannig að þú gerir vonda hluti og fleiri fylgja. Himnahringur er þannig að þú gerir góða hluti og fleiri fylgja.“Hætti að drekka áfengiHelga leið mun betur en það var eitt sem að hafði mikil áhrif á hans líðan, að hann datt í það um helgar. „Ég var byrjaður að hugsa vel um sjálfan mig og leið töluvert betur. Svo rotaði ég sjálfan mig allar helgar og þá er maður miklu líklegri til að fara aftur í sukk.“ Helgi reiknaði út að hann hefði drukkið tvær kippur af bjór um hverja helgi í tíu ár. „Það eru sex lítrar, 52 helgar. Sem gerir 112 lítra á ári sem gerir 1120 lítra á tíu árum. 1,1 tonn af bjór á tíu árum.“ Hann ákvað svo að prófa að sleppa því að neyta áfengis og var svo ánægður með líðan sína um helgar að hann hætti bara alveg að drekka árið 2013. „Það eru komnir 96 mánuðir,“ segir Helgi um áfengislausan lífsstíl sinn „Eftir því sem tíminn leið fannst mér ég komast undan einhverju áfengisullarteppi sem hafði verið að kæfa mig. Ég hafði verið að eitra fyrir mér.“Helgi ráðleggur fólki að fara ekki of hratt af stað þegar það breytir um lífsstíl.Úr einkasafniBreytti hugarfarinu Helgi segir að hann hafi verið orðinn svona þreyttur vegna eigin hugsana og niðurrifs. „Ég breytti hugarfarinu. Ég hélt að ég þyrfti að gera eitthvað til að líða vel, en nei mér þarf að líða vel og þá geri ég góða hluti. Ef þú snýrð þessari jöfnu við, þá byrjar þú að framkvæma.“ Í stað þess að gera hluti sem létu honum líða vel í augnablik en ollu svo samviskubiti, ákvað Helgi að byrja að gera hluti sem voru kannski erfiðir eða leiðinlegir í smá stund en þeim fylgdi svo vellíðan á eftir. Nefndi hann sem dæmi líkamsrækt, köld ísböð, hollan mat og fleira. „Ég er hættur að hugsa um 15 mínúturnar meðan ég borða og hugsa núna um næstu þrjá eða fjóra tímana á eftir.“ Bendir hann á að það sé ekki hægt að deyfa vanlíðan sína með mat og áfengi án þess að deyfa líka vellíðun og gleði í leiðinni.Úr einkasafniLosaði sig við alla orkuþjófaHelgi stundar líka hugleiðslu, jóga og öndunaræfingar til þess að draga úr streitu og auka slökun og vellíðan. Alla daga gerir hann öndunaræfingar, hugleiðslu, býr um rúmið sitt og fer í ískalda sturtu til þess að fá orku fyrir daginn. Hann ákvað líka að taka úr alla „orkuþjófana“ úr sínu lífi og segir að það hafi breytt gríðarlega miklu. „Fötin sem þú átt eftir að fara með í hreinsun. Skáparnir og geymslurnar sem þú átt efir að taka til í, allt þetta gráa svæði. Samskiptin eins og eitthvað sem þú ætlaðir að vera búinn að gera fyrir einhvern.“ Hvetur hann fólk til að vaða í slík verkefni og beinagrindur strax því það steli orku að hafa áhyggjur af þessu. Að laga til á þessu gráa svæði í lífinu gefi manni mikla orku. Helgi er hættur að gera hluti á síðustu stundu fullur af samviskubiti og skömm. Hann segir að nú lifi hann sínu lífi í „heiðarleika og berskjöldun.“Mikilvægt að sýna þolinmæði Helgi segir að hann hafi verið kominn langt niður þegar hann breytti lífi sínu til framtíðar og reif sig upp aftur. „Ég var kominn á botninn. Það góða við að hitta botninn er að þú færð svo góða spyrnu. Ég nýtti spyrnuna mína ótrúlega vel.“Þegar kemur að lífsstílsbreytingum ráðleggur Helgi fólki að taka þetta rólega og sýna þolinmæði. „Þú reynir ekki að komast í splitt á einum degi.“Ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! Fer fram í Bíó Paradís sunnudaginn 28. Janúar frá klukkan 12 til 16. Heilsa Tengdar fréttir Ragga Nagli: „Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri“ Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari birtir lista yfir mat sem fólk ætti að forðast til þess að ná árangri. 16. ágúst 2017 13:21 Vilborg Arna: Ólýsanleg tilfinning að horfa yfir heiminn "Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna. 23. maí 2017 15:40 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. Markmiðið með ráðstefnunni er að fræða og hvetja fólk áfram til að komast í sitt besta form, bæði líkamlega og andlega. Á ráðstefnunni verða haldnir átta fyrirlestrar og verður meðal annars fjallað um markmiðasetningu, mataræði, svefnvenjur og núvitund. Ráðstefnan er fjórir tímar en fyrirlesararnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Helgi Jean Claessen skipuleggjandi ráðstefnunnar þekkir viðfangsefnin vel sjálfur en gjörbreytti lífi sínu sjálfur fyrir nokkrum árum.Sjósund, svefn og meltinginÓlafur Stefánsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta heldur fyrirlesturinn Leitaðu ekki lengra – Þú ert hetjan í þínu lífi. Hann muna þar segja frá því hvernig hann fann hetjuna í sínu eigin hjarta. Vilborg Arna Gissurardóttir heldur erindið Ef þú þráir eitthvað nógu heitt að þá finnurðu leiðina, annars finnurðu bara afsökunina. Vilborg segir þar meðal annars frá því hvernig hún náði sínu stærsta markmiði, að sjá sólarupprás á Everest. Einkaþjálfarinn og heilsusálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, heldur erindið Að borða í núvitund – Leiðin að heilbrigðu sambandi við mat. Vilhjálmur Andri Einarsson núverandi Íslandsmeistari í ísbaði heldur erindið Hættu að væla og farðu að kæla en hann sneri lífi sínu við með sjósundi og köldum körum. Heiða Björk heldur fyrirlesturinn Hamingjan hefst í meltingarveginum en þar ætlar hún að leiða í ljós hvernig hægt er að breyta lífinu með praktískum ráðum að bættri meltingu. Heiða Björk er umhverfisfræðingur, jógakennari og næringarþerapisti, kennari og sagnfræðingur og fléttar þessu öllu saman í sinni fræðslu. Markþjálfarinn Matti Ósvald heldur fyrirlesturinn Vökvaðu bestu fræin þín - Leiðin að markmiðinu - Gerðu það sem þú vilt. Matti hefur einstaka trú á fólki og að það búi sjálft yfir því sem þarf til að komast að sínum besta eða betri áfangastað. Erla Björnsdóttir sálfræðingur heldur erindið Svefninn sem lykill að andlegri og líkamlegri heilsu. Erla talar um hvernig svefninn er besta leiðin til að finna andlegt og líkamlegt jafnvægi. Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi og hefur skrifað bók um svefninn.Fyrirlesarar námskeiðsins Bara það besta 2018Vítahringur sektarkenndarÞað er Helgi Jean Claessen sem stendur á bakvið þennan viðburð en hann gjörbreytti sínum eigin lífsstíl fyrir nokkrum árum eftir að lenda á botninum. Helgi er með tvær MSc gráður á sviði markaðsfræða og stjórnunar en hann heldur fyrirlesturinn Að snúa vítahring yfir í himnahring. Í samtali við Vísi segir Helgi að hann hafi verið fastur í vítahring sektarkennd og skammar. „Mér var byrjað að leiðast í lífinu. Það kom augnablik þegar ég leit í spegilinn á mánudagsmorgni og mér fannst ég vera orðinn svona sextugur. Með bumbu, kollvik og bauga.“ Helgi var þá 31 árs gamall og hafði líf hans þá einkennst af jójó-megrunum. Hann var drukkin í miðbæ Reykjavíkur allar helgar og var oft þunnur fram á mánudag. Hann var alltaf þreyttur og orkulaus en átti samt erfitt með að sofna á kvöldin þar sem hann svaf of lengi á daginn, lagði sig jafnvel og drakk svo Pepsi Max alla daga. „Ég hugsaði bara að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég var búinn að missa metnaðinn, ég var ekki með innblástur til að skrifa eins og mig langaði til að gera, ég var ekki að reka fyrirtækið mitt. Ég var eiginlega bara sofandi.“Helgi segir að honum hafi skyndilega liðið eins og hann væri orðinn sextugur, þegar hann var í kringum þrítugt.Úr einkasafniSkipti úr vítahring yfir í himnahring„Þetta var annað hvort eitthvað „midlife crisis“ eða unglingaveiki,“ segir Helgi og viðurkennir að hafa aldrei liðið betur, andlega og líkamlega. Lífsstílsbreytingin varð mjög mikil en hugarfarsbreytingin varð enn meiri. „Ég byrjaði á að taka mataræðið í gegn og ákvað að hætta þessum jójó-megrunum, sem ég var áskrifandi að í tíu ár. Alltaf þegar ég fitnaði tók ég svona mánuð þar sem ég borðaði bragðlaust skyr þangað til ég varð mjór aftur og köttaður.“ Þegar Helgi breytti mataræðinu byrjaði hann sjálfkrafa að sofna fyrr og sofa betur. Í kjölfarið byrjaði hann að vakna fyrr og hafa meiri orku yfir daginn. Hann talar um þetta sem himnahringinn. „Vítahringur er þannig að þú gerir vonda hluti og fleiri fylgja. Himnahringur er þannig að þú gerir góða hluti og fleiri fylgja.“Hætti að drekka áfengiHelga leið mun betur en það var eitt sem að hafði mikil áhrif á hans líðan, að hann datt í það um helgar. „Ég var byrjaður að hugsa vel um sjálfan mig og leið töluvert betur. Svo rotaði ég sjálfan mig allar helgar og þá er maður miklu líklegri til að fara aftur í sukk.“ Helgi reiknaði út að hann hefði drukkið tvær kippur af bjór um hverja helgi í tíu ár. „Það eru sex lítrar, 52 helgar. Sem gerir 112 lítra á ári sem gerir 1120 lítra á tíu árum. 1,1 tonn af bjór á tíu árum.“ Hann ákvað svo að prófa að sleppa því að neyta áfengis og var svo ánægður með líðan sína um helgar að hann hætti bara alveg að drekka árið 2013. „Það eru komnir 96 mánuðir,“ segir Helgi um áfengislausan lífsstíl sinn „Eftir því sem tíminn leið fannst mér ég komast undan einhverju áfengisullarteppi sem hafði verið að kæfa mig. Ég hafði verið að eitra fyrir mér.“Helgi ráðleggur fólki að fara ekki of hratt af stað þegar það breytir um lífsstíl.Úr einkasafniBreytti hugarfarinu Helgi segir að hann hafi verið orðinn svona þreyttur vegna eigin hugsana og niðurrifs. „Ég breytti hugarfarinu. Ég hélt að ég þyrfti að gera eitthvað til að líða vel, en nei mér þarf að líða vel og þá geri ég góða hluti. Ef þú snýrð þessari jöfnu við, þá byrjar þú að framkvæma.“ Í stað þess að gera hluti sem létu honum líða vel í augnablik en ollu svo samviskubiti, ákvað Helgi að byrja að gera hluti sem voru kannski erfiðir eða leiðinlegir í smá stund en þeim fylgdi svo vellíðan á eftir. Nefndi hann sem dæmi líkamsrækt, köld ísböð, hollan mat og fleira. „Ég er hættur að hugsa um 15 mínúturnar meðan ég borða og hugsa núna um næstu þrjá eða fjóra tímana á eftir.“ Bendir hann á að það sé ekki hægt að deyfa vanlíðan sína með mat og áfengi án þess að deyfa líka vellíðun og gleði í leiðinni.Úr einkasafniLosaði sig við alla orkuþjófaHelgi stundar líka hugleiðslu, jóga og öndunaræfingar til þess að draga úr streitu og auka slökun og vellíðan. Alla daga gerir hann öndunaræfingar, hugleiðslu, býr um rúmið sitt og fer í ískalda sturtu til þess að fá orku fyrir daginn. Hann ákvað líka að taka úr alla „orkuþjófana“ úr sínu lífi og segir að það hafi breytt gríðarlega miklu. „Fötin sem þú átt eftir að fara með í hreinsun. Skáparnir og geymslurnar sem þú átt efir að taka til í, allt þetta gráa svæði. Samskiptin eins og eitthvað sem þú ætlaðir að vera búinn að gera fyrir einhvern.“ Hvetur hann fólk til að vaða í slík verkefni og beinagrindur strax því það steli orku að hafa áhyggjur af þessu. Að laga til á þessu gráa svæði í lífinu gefi manni mikla orku. Helgi er hættur að gera hluti á síðustu stundu fullur af samviskubiti og skömm. Hann segir að nú lifi hann sínu lífi í „heiðarleika og berskjöldun.“Mikilvægt að sýna þolinmæði Helgi segir að hann hafi verið kominn langt niður þegar hann breytti lífi sínu til framtíðar og reif sig upp aftur. „Ég var kominn á botninn. Það góða við að hitta botninn er að þú færð svo góða spyrnu. Ég nýtti spyrnuna mína ótrúlega vel.“Þegar kemur að lífsstílsbreytingum ráðleggur Helgi fólki að taka þetta rólega og sýna þolinmæði. „Þú reynir ekki að komast í splitt á einum degi.“Ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! Fer fram í Bíó Paradís sunnudaginn 28. Janúar frá klukkan 12 til 16.
Heilsa Tengdar fréttir Ragga Nagli: „Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri“ Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari birtir lista yfir mat sem fólk ætti að forðast til þess að ná árangri. 16. ágúst 2017 13:21 Vilborg Arna: Ólýsanleg tilfinning að horfa yfir heiminn "Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna. 23. maí 2017 15:40 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Ragga Nagli: „Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri“ Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari birtir lista yfir mat sem fólk ætti að forðast til þess að ná árangri. 16. ágúst 2017 13:21
Vilborg Arna: Ólýsanleg tilfinning að horfa yfir heiminn "Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna. 23. maí 2017 15:40