Svarthvítar hetjur Dior Ritstjórn skrifar 23. janúar 2018 09:15 Glamour/Getty Maria Grazia Chiuri sýndi haute couture línu tískuhússins Christian Dior á hátískuvikunni í París. Chiuri hélt sig áfram á femínískri línu og var sýningin innblásinn af súrealisma og argentísku listakonunni Leonor Fini. „Súrealismi snýst um drauma og hið ómeðvitaða, og oft um kvenlíkamann. Það er í raun mjög nálægt tísku,“ sagði Chiuri um línuna. Fyrirsæturnar voru margar með svartar grímur, málaðar eða í plasti og voru litirnir svartur og hvítur uppistaðan í línunni. Chiuri hefur á stuttum tíma og með feminískum áhrifum sínum tekist að gera Dior að eftirsóknarverður merki, sérstaklega fyrir stjörnurnar að klæðast í þeirri bylgju sem núna ríður yfir þar sem rauði dregilinn er til dæmis notaður til að tjá pólitískar skoðanir. Við munum eflaust sjá eitthvað af þessum kjólum hér á verðlaunaafhendingunum framundan. Tíska og hönnun Mest lesið Tískuteiknar með mat Glamour Margot Robbie gekk í það heilaga um helgina Glamour Karl Lagerfeld og Lily-Rose Depp prýða forsíðu franska Vogue Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Hátískufatnaður á hársýningu Bpro Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Neita að klæða og skrifa um Melania Trump Glamour Jared Leto er kominn með mullet Glamour Kylie Jenner eða Solla Stirða? Glamour Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Glamour
Maria Grazia Chiuri sýndi haute couture línu tískuhússins Christian Dior á hátískuvikunni í París. Chiuri hélt sig áfram á femínískri línu og var sýningin innblásinn af súrealisma og argentísku listakonunni Leonor Fini. „Súrealismi snýst um drauma og hið ómeðvitaða, og oft um kvenlíkamann. Það er í raun mjög nálægt tísku,“ sagði Chiuri um línuna. Fyrirsæturnar voru margar með svartar grímur, málaðar eða í plasti og voru litirnir svartur og hvítur uppistaðan í línunni. Chiuri hefur á stuttum tíma og með feminískum áhrifum sínum tekist að gera Dior að eftirsóknarverður merki, sérstaklega fyrir stjörnurnar að klæðast í þeirri bylgju sem núna ríður yfir þar sem rauði dregilinn er til dæmis notaður til að tjá pólitískar skoðanir. Við munum eflaust sjá eitthvað af þessum kjólum hér á verðlaunaafhendingunum framundan.
Tíska og hönnun Mest lesið Tískuteiknar með mat Glamour Margot Robbie gekk í það heilaga um helgina Glamour Karl Lagerfeld og Lily-Rose Depp prýða forsíðu franska Vogue Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Hátískufatnaður á hársýningu Bpro Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Neita að klæða og skrifa um Melania Trump Glamour Jared Leto er kominn með mullet Glamour Kylie Jenner eða Solla Stirða? Glamour Klæðum okkur eftir veðri á Menningarnótt Glamour